Author Topic: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???  (Read 8331 times)

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« on: September 11, 2013, 20:08:28 »
Sælir er með 327 úr 68 camaro oní bíl hjá mér sem á við hitavandamál að stríða.

Þekki ekki árg af heddum og það er nánast búið að útiloka allt annað en heddin sem orsök vandans... bíllinn hitar sig ekki í hægagangi en um leið og ekið er af stað fer hann að hita sig

 Þekkir einhver það vandamál að 305 hedd séu ekki að ganga á 327 :???:

Kv.Halli
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline falcon

  • In the pit
  • **
  • Posts: 50
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #1 on: September 11, 2013, 21:02:49 »
Sæll er með 327 sem er nokkuð volg með 305 heddum og er með 4laga ál vatnskassa og rafmangs viftu ég hef ekki orðið var við hitavandamál,ekki með slöngur fyrir miðstöð  og tapparnir í millihedd.Svo hvernig vatnskassa ertu með??
 

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #2 on: September 11, 2013, 21:21:44 »
Er einmitt með með 4ra raða ál vatnskassa, High volume vatnsdælu, engan vatnslás í augnablikinu en var með 75° í og rafmagnsviftu tengda á rofa..... hvaða árg af mótor og heddum ertu með?

Kv.Halli
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #3 on: September 11, 2013, 21:29:54 »
Þetta eru allavegana speccar á mótor ef það hjálpar eitthvað
 Vélin er nýupptekin
327 2 bolta block í 040 bor Casting.nr 3914660,date J 16 7=Oktober 16 1967 (Orginal upp úr'68 Camaro)
Blockin er alveg slitbrúnarlaus
Ný Létt hónuð + Krosshónuð (og rækilega þrifin eftir það)
Nýjar knastáslegur +  272°Crane Knastás og Crane blæðandi liftur. Knastásinn er nýr.
Nýjar 3 keyways double roller tímagír.
Nýlega renndur 3.250 pottstáls sveifarás sem sér ekki slit á! í málunum 010/010 á rods og mains.
Nýjar höfuðlegur Clevite 77 P series legur 010.
Heddin eru af 305 SBC með stærri ventlunum 1,84-inn.
SBC stimplar á stöngum með Crom Moly hringjum
Ný high volume vatnsdæla
Nýtt Edelbrock performer double plane millihedd
Edelbrock 600 fcm blöndungur.

kv.
Halli
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #4 on: September 12, 2013, 10:42:36 »
er ekki öruglega vifta að snúast í rétta átt ? og er hún fyrir framan kassa eða innan :-k
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #5 on: September 12, 2013, 11:51:52 »
Heyrðu.. hun er fyrir aftan kassa og sýgur í gegnum hann
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline falcon

  • In the pit
  • **
  • Posts: 50
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #6 on: September 12, 2013, 12:23:13 »
Sæll mótorinn sem ég er með er 68 árg og er 4bolta er boruð í 0,30 stál ás 302 gr knastás torker millihedd 305 hedd árg ekki klár veit ekki allveg uppskrift af mótor með orginal vatnsdælu enn eins og eg skrifaði þá keyrir þetta fínnt.

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #7 on: September 12, 2013, 12:32:55 »
Hvernig bíll er þetta?
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #8 on: September 12, 2013, 12:43:16 »
84 trans am
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #9 on: September 12, 2013, 12:59:59 »
Ertu viss um að það vanti ekki air deflector á hann að framan? Þessir bílar eru alveg lokaðir að framan þannig að þegar þú ert kominn á einhverja ferð þá fer allt loftið undir bílinn og ofan við hann en ekkert á vatnskassann.

Til að leysa þetta þá setti GM air deflector neðan á vatnskassabitann til að grípa loft og beina því á kassann. Þessi air deflector/spoiler vill brotna þegar keyrt er td yfir kanntsteina með framendann og þá er hann tekinn af og þá kemur hitavandamál.

Sjáðu undir hann að framan:


Ef þetta vantar hjá þér er þetta líklegast skýringin.

Þú getur búið til eitthvað til að prófa:


og keypt eða búið til eitthvað varanlegt sem virkar.

Ef þetta er á bílnum þá get ég ekkert hjálpað þér  :oops:

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #10 on: September 12, 2013, 17:11:43 »
Þetta er á bílnum.. eh custom smíði sem ætti í rauninni að MOKA lofti uppí húdd :mad:
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #11 on: September 13, 2013, 01:07:05 »
Settu vatnslás í hann aftur, vatnið er að hringsóla of hratt í gegnum kassann, það nær ekki að staldra við og kólna þar
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #12 on: September 13, 2013, 03:09:16 »
Settu vatnslás í hann aftur, vatnið er að hringsóla of hratt í gegnum kassann, það nær ekki að staldra við og kólna þar


Góð athugasemd :!:
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #13 on: September 13, 2013, 09:50:28 »
Síður á bílnum eða fer mælirinn bara upp úr öllu valdi?  Ég lenti í því á mínum 1986 Transam að hitamælirinn fór að láta öllum illum látum.  Skipti um hitaskynjarann (þann bílstjórameginn, ekki þann sem er farþegameginn og er fyrir rafmagnsvifturnar) og vandamálið var leyst.

Ég lenti reyndar í því þegar ég setti bílinn á götunna eftir uppgerð og var ekki kominn með tvöfalda viftu að einfalda viftan sem var fyrir náði ekki að kæla bílinn á ferð (þrátt fyrir stórann ál vatnskassa).  Tvöföld vifta úr einhverjum Chrysler strumpastrætó leysti málið :).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #14 on: September 14, 2013, 20:21:29 »
Sælir er með 327 úr 68 camaro oní bíl hjá mér sem á við hitavandamál að stríða.

Þekki ekki árg af heddum og það er nánast búið að útiloka allt annað en heddin sem orsök vandans... bíllinn hitar sig ekki í hægagangi en um leið og ekið er af stað fer hann að hita sig

 Þekkir einhver það vandamál að 305 hedd séu ekki að ganga á 327 :???:

Kv.Halli

Sæll Halli B.
Af lýsingum þínum að dæma á þessu hitavandamáli í vélinni hjá þér þá er þetta týpikst ventlaflots vandamál það er nú ekki flóknara enn það.

Þ.A.S Vetlagormarnir sem eru í 305 heddunum eru greinilega of mjúkir/Slakir fyrir lyftið á þessum knastás og allt ventla comboið fer að fljóta þegar mótor er orðinnnn heitur,Skiptu bara um gormana og settu í heddinn passandi Crane-Cams gorma sem passa við þennann 272° Crane Cams knastás og ventla lyftið á honum ..+..9:2-10:1 þjöppu

Réttu vetlagomarnir fyrir þennann knastás hjá þér eru #CRN-99848-16 / eða gomar og retainer kit #CRN-11308-1 enn á svona 305 hedd geturðu aðeins notað helming af retainerunum og þeir fara á inntaks ventlana og þú verður að halda rotatorunum á útblástursventlunum en aðeins á elstu árgerð 305 og 350 hedda geturðu notað alla retainerana,Já enn vegna hvers já það er vegna þers að yngri sbc heddinn árg '76-up eru með dýpri gróp fyrir vetlanna á úblástur en það er líka hægt að fá spacera ofan í útblásturventlagrópina á þessum yngri sbc heddum svo hægt sé að nota alla retainerana.

Vona að þetta info hjálpi þér og fleirum sem eru í vandræðum vegna hedd og þvítengdu stuffi.




Offline Halli B

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.016
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #15 on: September 16, 2013, 00:11:05 »
Takk fyrir þetta... eh leið að fa þessa gorma her heima eða þarf eg að fara að panta ?
1965 Oldsmobile F85 hardtop

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Re: þekkt hitavandamál á 327 m/ 305 heddum???
« Reply #16 on: September 16, 2013, 04:52:10 »
Sæll Já það gæti kanski mögulega verið hægt að versla bæði þessi réttu ventlagorma kit hérna heima á klakanum ennþann dag í dag en ég set stórt ? við það,En allavega voru bæði þessi ventlagorma kit alltaf til á lager hjá bílabúð Benna fyrir 20 árum +/- þú gætir prufað að bjalla í þá eða kíkja þangað,Því ef þeir eiga þetta til á annað borð þá þurfa þeir alveg örugglega að leita vel og vandlega af þessu....,því þeir pökkuðu öllu sem var til á gömlum lager nyður í kassa fyrir nokkrum árum síðan,Svo gæti líka alltaf verið að einhver einstaklingur hérna heima gæti lumað á þessum gormum nýjum eða lítið notuðum.

#CRN-99848-16 gorma kit / eða gormar og retainer kit #CRN-11308-1


Sérð allt um knastásinn á linkunum.
http://www.summitracing.com/parts/crn-113942/overview/
http://www.summitracing.com/parts/crn-113942/requiredparts

Ætla bæta smá hérna við er ég gleimdi að skrifa í síðasta innleggi þá er mjög gott að hafa vatnsdælu sem dælir 30% meira vatni en ekki meira en það og svo 160°gráðu high flow Píramíta vantslás og þá miða ég við rétt upp sett comboið í vélinni hjá þér,En vatnsdælu sem dælir 30% meira enn orginal er lítið mál að smíða sér sjálfur úr six impeller orginal vatnsdælu þarf ekkert að vera eyða peningum í nýja þannig vatnsdælu og svo verður að vera góður passandi álvatnskassi og tvær kæliviftur og þá meina ég rafmagnsviftur sem eru með bognu kæliblöðunum ekki þesssum beinu kæliblöðum því að þær viftur hafa aldrei gert neitt gagn í götubílum 2 X 10-12" eða eina 16" tornado blade rafmagnsviftur,sýnishorn af þannig kæliviftu sem ég meina og ekki gleima heldur Suggested Parts!..ættu líka að vera til tvær í passandi ramma sem passar beint í 3 gen Camaro og Firrebird.


RAFMAGNSVIFTUR DÆMI
http://www.summitracing.com/parts/der-16512/applications/flow-direction-application/puller

http://www.summitracing.com/parts/der-16825

SVONA VATNSLÁS 160°--180°
http://www.summitracing.com/parts/bra-330-160/overview/make/chevrolet


Gott í bili svo mátt þú senda mér PM Halli