Author Topic: Kvartmíla / götuspyrna  (Read 20539 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #40 on: August 12, 2013, 22:58:57 »
Ég er sammála Árna, það er bara skortur á seðlum sem er að valda lélegri þáttöku en ekki flokkarnir. Sumarið var í blautari kantinum í ár og það hjálpar ekki heldur.

Gjöld til AKIS eiga ekki að fæla frá þá nýliða þar sem þeir mæta yfirleitt bara til æfinga fyrst.

Hins vegar hefur tryggingarviðaukinn fælt marga frá, það er varla nokkurt samræmi milli tryggingafélaga eða einstaklinga sem biðja um viðauka, sumir fá hann í skilmála, aðrir fyrir staka keppni, sumir fyrir árið og aðrir fá bara NEI.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #41 on: August 12, 2013, 23:05:39 »
Fróðleg samantekt Valli. Þetta er mikil hækkun á keppnisgjöldum. Árið 2007 var usa dollar ca 69 kr. Árið 2007 var bensinið ca 112 kr / race gas 375 kr.
Ég hef haldið því fram í mörg ár að við eigum að hafa brautina opna um helgar þegar vel viðrar og leika okkur meira. Þetta fyrirkomulag eins og við höfum haft þetta svo lengi sem elstu menn muna að mæta kl 9 og pittur lokar og keppni hefst ef hann hangir þurr. Ef hann rignir til svona ca 12 og keppni dregst til ca. 18 eins og gerðist í sumar þá verða allir fúlir eftir 12 tíma. Opna brautina kl 13 og æfa/ tjúna og taka svo race við hinn sem er á sama leveli eða ögra einhverjum sem er búinn að eyða fullt af dollurum.

Svo væri gaman að vita hvort þetta keppnishald sé að skila tekjum fyrir KK ?  Kanski kæmi það betur út fyrir KK hafa bara leikdaga/æfingar ?

Mbk Harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #42 on: August 13, 2013, 00:23:18 »
Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

Alveg klárlega, og nú er meira að segja rukkað fyrir áhorfandann á æfingar... ekki er það nú til að trekkja að tilvonandi áhugamenn
Einar Kristjánsson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #43 on: August 13, 2013, 09:53:30 »
Bæsi braket getur verið eins og sek flokkar :roll: þá meina ég ef einhver gefur upp hærri tima og slær svo af yfir enda línu ](*,) en Torfi bíður öruglega spentur eftir því að þið takið upp leiðilegasta flokk sem ég hef á ævi minni séð :D ps það er nó til af flokkum það vantar bara keppendur með áhuga og nýtt blóð :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #44 on: August 13, 2013, 16:01:35 »
Þ

Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.

c.a. 250% hækkun..

Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.

er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)

Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

Það kostar ekki svona mikið að taka þátt í æfingu, sem flestir nýliðar gera áður en þeir fara að keppa.

Það kostar félagsskírteini 5000kr og 1500kr fyrir æfingargjald eða dagsskírteini á æfingu sem kostar að mig minnir 3000kr, þetta er nú ekki stóri peningurinn.

Hins vegar er þetta AKIS skírteini alltof dýrt finnst mér.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #45 on: August 13, 2013, 20:53:59 »
Varðandi Íslandsmót:

Þeir flokkar sem settir voru fram af reglunefnd og stjórn KK á sínum tíma til noktunar í Íslandsmótum eru: OF GF MS GT SE RS MC OS LS TS TD HS DS og Bracket sekúnduflokkar. Nokkrir þessarra flokka er með mjög ítarlegum texta um hvernig tæki skulu vera eða ekki vera til að vera gjaldgeng í flokkana og svo eru þarna flokkar sem eru með mjög einföldum reglum og settir voru fram nýlega sbr. TS TD HS DS. Eigendur tækja hljóta að smíða keppnistæki sín eftir því sem flokkarnir segja til um en ekki öfugt þ.e. að flokkarnir mótist af keppnistækjum? Nú er það þannig að þessi flokkaskipting hefur ratað inn til AKÍS Akstursíþróttasambands Íslands sem grundvöllur að Íslandsmóti í kvartmílu og innan ÍSÍ gilda strangari reglur um það hvernig svona reglum er breytt!! Það er því ekki lengur í höndum KK að gera breytingar heldur AKÍS. Hins vegar má ætla að þau akstursíþróttafélög innan AKÍS sem stunda spyrnugreinar hafi hins vegar nokkuð með það að segja hvernig breytingum á reglunum yrði háttað ef svo ber undir.

http://www.asisport.is/log-og-reglur/

http://www.asisport.is/log-og-reglur/spyrna/
« Last Edit: August 13, 2013, 22:22:01 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #46 on: August 13, 2013, 21:18:23 »
Varðandi kostnað keppenda til AKÍS:

Sjá tengil á heimasíðu AKÍS er sýnir alla gjaldskrá sambandsins. http://www.asisport.is/umsoknir/verdlisti/

Eftirtalin gjöld eru innheimt af keppendum (þetta virðist nokkuð flókið við fyrstu sýn).

Keppnisskírteini 15.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem er ekki nýliði og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu

Dagsskírteini 5.000 kr.
Fyrir keppanda sem tekur þátt í einni ákveðinni keppni og gildir í hana eingöngu.  Verði keppnin ekki haldin fellur skírteinið úr gildi

Nýliðaskírteini 4.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem hefur aldrei áður keppt (er nýliði) og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu

Götubílaskírteini 5.000 kr. í upphafi + 1.500 kr. í hvert skipti eftir það á almanaksári
Fyrir keppendur á ökutæki sem er:
1) skráð hjá Samgöngustofu til notkunar í almennri umferð
2) er fullskoðað og stenst bifreiðaskoðun á keppnisstað
3) hefur gildan tryggingarviðauka til þátttöku í aksturkeppni
að greiða sem hér segir:

Keppnisskírteini greitt á keppnisstað (“late fee”) 2.000 kr.

Staðfesting keppnisskírteinis pr.skírteini 5.000 kr. ????


Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #47 on: August 13, 2013, 21:45:40 »
Varðandi verðskrá KK:

Hér er tengill á verðskrá Kvartmíluklúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/verdskra-2011

Almennt félagsgjald er 5.000 kr. og fylgir því að frítt er inn sem áhorfandi á æfingar og keppnir.

Gull félagsgjald er 15.000 kr. og fylgir því að frítt er inn á æfingar og sem áhorfandi á alla atburði klúbbsins.

Æfingagjald er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en frítt fyrir Gull félagsmenn.

Keppnisgjald er 5.000 kr. fyrir alla.

Hér er tengill á afslætti sem að félagsmönnum býðst hjá velunnurum klúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/afslaettir-felagsmanna

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #48 on: August 14, 2013, 00:02:16 »
Hæ það er spurning um að prufa að keyra svona quick 8 eða eitthvað slíkt í haust í stað æfingar heads up 1/8 pro tree.1/8 jafnar leikinn og er meira challenge.Ég hef farið á svona Quick 8 sem var 1/8 og notuðu þeir þrjá flokka og kraftmesti bíllinn vann ekki því það,er bara þannig if you snooz you loose:-)Kv Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #49 on: August 14, 2013, 09:47:41 »
ég held að við verðum að taka upp svona eins og í kvennahlaupinu  allir fá verðlaun :idea: það er alltaf góð mæting í það :mrgreen:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #50 on: August 18, 2013, 18:12:34 »
þetta er flott og þörf umræða.  =D>

  Ef þetta sport væri auðvelt, þá er gefið mál að það næðu allir nýliðar árángri strax.

 Það var hvorki einfalt, ódýrt né auðvelt að dýfa sér í Opna Flokkinn þegar við hófum þá vegferð á kryppuni, að keyra 6.80 með index uppá 5.60.
 Þetta tekur allt sinn tíma og þeir sem hafa náð árángri í þessu sporti eru þeir sem hafa verið lengst að. Er það ekki eðlilegast?

http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur

 Reis á föstu indexi eða brakket er ekki auðvelt sport. Heads up er það ekki heldur.
 Fjölgun flokka fækkar keppendum per flokk, fækkun ferða fyrir útslátt minnkar atganginn á brautinni. Það er í mörg horn að líta. Áhorfendur vilja líka fá eitthvað fyrir aurinn.

 .007 finish line