Nú er ég ekki með svarið við neinum af þessum spurningum sem farnar eru að fljúga hérna, en hinsvegar í þessa bracket vs. sec. flokka umræðu, þá verð ég að leggja inn mínar 2 kr.
Það er nú ekkert leindarmál að ég fer hægt yfir á brautinni, og endurspeglast það af mínum tíma og hraða, hafa menn líkt mér við múrstein og veit ég það vel, einnig skil ég það mjög vel að mönnum þyki ekkiert gríðarlega spennandi að horfa á hægfara bíla fara út brautina, menn eru mættir uppá braut til að sjá tæki og græjur taka flotta tima á blússandi hraða.
Svo eru menn hér soldið mikið ósammála, sumir vilja að 300 hp bíll vs 600 hp og báðir eiga séns, aðrir hafa ekkert gaman af því og vilja sjá ræst á jöfnu og sá sem er fljótari yfir línuna hann vinnur. Hvoru tveggja er gott og blessað, en ef menn vilja fá nýliðunina, þá verða menn að vera tilbúnir að horfa á hægfara bílana, allaveganna bíða meðan þeir eru að keyra hvort sem þeir fylgjast með því eða ekki, sökum þess að það eru alls ekki allir sem hafa efni á því að versla sér margra miljón króna græju og koma að keyra flotta tíma á brautinni 1, 2 og bíngo, einhverstaðar verða menn að byrja.
Svo ég komi mér nú að niðustöðunni úr þessu tuði mínu, þá er það mín skoðun að eins og staðan er í dag þá þýðir lítið að endur vekja sec. flokkana að nýju, einns og ég hef skilið söguna (var ekki virkur í sportinu þegar þetta gerðist) þá lognuðust þeir útaf vegna þáttakenda leysis, jújú rosagman að margir eigi séns á að vinna en ekki allir að keppast um sömu dolluna, en til þess að eithvað gaman sé af því þá þurfa að vera nokkrir þáttakendur í hverjum flokk, 4 eða fleiri.
En með bracketið, þá ertu að sameina þessa einn og einn sem voru eftir í hverjum sec. flokk og koma þeim öllum undir sama þakið, en þá vaknar þessi spurning; hvað er gamanið við það að ég á mínum 15.6 sec. bíl á alveg séns í Bæza á sínum 10 sec. bíl ef báðir keyra bracket, jú þar gleimist það sm bracket snýst af hluta til um, þu ert mun meira að keppa við ökumanninn en bílinn. En svo er jú gallinn við bracket að það er hægt að dominera hann eins og alla aðra flokka og er það átæan fyrir því að hann lagðist af á sínum tíma og sec. flokkarnir teknir upp (segja menn mér sem þekkja til).
Þetta endurspeglar eingöngu mína skoðun sem hægfara keppandi sem langar að keppa í bracket á jafnaðar grundvelli.
Þegar ég rita menn hér þá á ég bæði við karlmenn og kvennmenn, þar er nú önnur spurning, Afhverju eru ekki fleiri stúlkur að keyra á brautinni?