Author Topic: Kvartmíla / götuspyrna  (Read 20541 times)

Offline joik307

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #20 on: August 12, 2013, 00:13:04 »
Bíddu er ekki verið að keppa í kvartmílu eða götuspyrnu í þessum klúbb, auðvitað á hann sem er með kraftmesta og best upp setta bílinn að vinna.

Persónulega fynnst mér að eigi bara að einfalda þetta. Líkara Kots, nema bara en einfaldara.

Radial flokkur þá 4 -12 cyl bílar allir saman.
Slikkar. 4-12cyl bílar allir saman.
Outlaw, allt sem er ekki á götuskráningu.

Alveg óþarfi að vera búa til einhverja míni flokka eftir hvert ár til að halda einhverjum góðum.
Og að segja það að 4cyl bíll eigi ekki séns í 8 cyl, þá sá ég Hondu civic ná betri tíma en 70% af 8cyl bílum á þessu landi hafa náð uppá braut núna um helgina.

Og Bracket til hvers að vera mæta þá með eitthvað flott tæki uppá braut til að gefa gaurnum á sjálfskipta 30 sec Fiat Multipla möguleika á að vinna þig. (Þetta er eins og að segja Usain Bolt að hann verði að hlaupa í ruby búning vegna þess að hann er svo miklu fljótari en hinir, eða Meisturunum frá seinnasta ári í ensku deildinni að þeir verði að vera 9 inná vellinum vegna þess að þeir eru svo miklu betri til að gefa hinum séns.)

ATH. þessi skrif endurspeygla engan veginn viðhorf klúbbsins til þessa máls, þetta er mitt álit á þessu.

Kveðja Jóhann Kjartansson bracket hatari :)
1.544 60ft  10.3@137mph on pump gas

Offline S.Andersen

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #21 on: August 12, 2013, 08:33:25 »
Sælir félagar.

Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.

Kv.S.A.

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #22 on: August 12, 2013, 09:19:48 »
Sælir félagar

Ágætir punktar hér inn á milli.Sennilegast er enginn ein skýring á því hvers vegna menn og konur koma ekki og keppa.Mín skoðun er sú að kvartmíla er íþróttakeppni og því er grunnurinn að skemmtilegri keppni jafnréttisgrundvöllur bæði fyrir þann sem keppir og fyrir þá sem koma að horfa á.Í flokkum þar sem allt er leyft verður alltaf dominering og afleiðingin er sú að þáttaka lognast útaf,því úthald í að ausa endalausu fjármagni í tækin er ekki á færi allra. Sec flokkar og bracket leysa þessi mál sé rétt að þeim staðið. Bracket þá með föstu indexi eða ekki,sec flokkarnir eiga að virka vel ef bíll er settur í flokk sem er td 0,5 sec hraðari en hans besti tími.

Kv Kristján F
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #23 on: August 12, 2013, 09:45:20 »
ég er á sama máli braket flokkur er það leiðilegasta sem hægt er að horfa á :-#mun flottara að hafa þetta eins og er hér fyrir ofan frá bara helst 7.90 og svo 8.90 -9,90 upp í 14,90 og allt leift  einfallt og gott :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #24 on: August 12, 2013, 09:50:12 »
Ég á ekki orð. Þetta er nú meiri þvælan. Þetta er nú það vitlausasta sem ég hef séð í þessara umræðu hingað til. 

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #25 on: August 12, 2013, 10:02:40 »
Hvernig væri þá að við vitleysingjarnir fengjum að njóta visku þinnar  :mrgreen:
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #26 on: August 12, 2013, 11:00:16 »
Við skulum spara stóru orðin og halda þessum þræði á málaefnalegum nótum ..... annars eyðileggjum við umræðuna sem er mjög nauðsynleg að mínu mati!

Offline bæzi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 562
  • I live for quarter of a mile.....
    • View Profile
    • www.mothers.is
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #27 on: August 12, 2013, 11:01:45 »
Sælir félagar.

Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.

Kv.S.A.

Þessir sekúndu flokkar eru bullshit að mínu mati, þá fara bara stóru karlarnir með sleggjurnar sem þora kannski ekki í hina stóru karlana  :mrgreen:  að mæta í þessa flokka og slá bara af  !  svona eins og er farið að tíðkast meira segja í TD sem er með 10.49 limit.

En bracket er fínn flokkur fyrir þá sem vilja mæta og prófa því að þegar öllu er á botnin hvolft er hrikalega gaman og krefjandi að ná stedy ferðum og góðu viðbragði og getur það verið mikil spenna og skemmtun að taka þátt í Bracket flokki , mjög sniðugt fyrir Nýliða að skrá sig í þann flokk til að byrja með.

kv Bæzi sem fílar ekki sekúnduflokka fyrir fimmaura....
BÆZI
Bæring Jón Skarphéðinsson 
KING OF THE STREETS 2012

Corvette c5 50th Anniversary 2003 LS2 404ci

1/4 10.8@132 1/8 6.99@103 60ft N/A (All motor on 98okt)

1/4 10.01@147.5 1/8 6.49@116 60ft  - no traction með Nítróið... :)

Offline Lanzo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 36
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #28 on: August 12, 2013, 11:15:59 »
Sælir.

Ég held ég hafi bara aldrei séð jafn lélega þáttöku og í sumar, og held að sumarið spili rosalega mikið inn í það.

Svo kemur að þessu með flokkana mín skoðun er að bracket er alveg óendalega leiðinlegur flokkur þú getur mætt á liggur við hvaða bíl sem er og unnið.

Sec flokkar sé eitthvað sem þarf að skoða að taka upp aftur. 2008-2009 voru þessu flokkar alltaf fullur af bílum.

MBK

Hafsteinn Örn Eyþórsson
Hafsteinn Örn Eyþórsson

Íslandsmeistari 13.90 2008

Honda Civic Type-R '05

13.855 @ 99.55 mph

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #29 on: August 12, 2013, 12:10:34 »
Það þarf að fá fleiri bíla sem eru frá 13 sek og upp úr.
Þar eru nýliðarnir sem eiga síðan eflaust eftir að bæta og breyta sínum farartækjum.
Flokkarnir í dag eru orðnir of dómerandi og nánast enginn sem vill mæta í keppni til þess eins að tapa.
Ég mæli alla vegana með að þessir sek flokkar komi aftur næsta sumar. 12:90 - 13:90 og 14:90
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Geiriegils

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #30 on: August 12, 2013, 12:16:09 »
Mér finnst persónulega að það ætti að vera keyrður 2 4cyl flokkar. Það nennir engin að mæta á lítið breyttum bíl og spyrna við 11sec turbo bíl og vona að hann bili

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #31 on: August 12, 2013, 12:34:48 »
Í sambandi við þessa götuspyrnu þá er mitt mat að það eigi að leifa DOT Nylon dekk á ný. Þessi regla um að dekkin verði að vera radial er tímaskekkja að mínu mati. Tekið mið af því að báðar keppnirnar fara fram á lokuðu svæði í dag..

Afhverju er ekki gert meira að því að keyra 1/8 uppá braut. Keppnin sem var um helgina var mjög spennandi. Það gefur líka aukna möguleika á sigri hjá þeim sem er ekki með öflugasta bílinn svo lengi sem hann stendur sig á ljósunum.. í staðin fyrir það að hann sé étinn uppi á seinustu 50-100 metrunum.
Auk þess er seinni helmingur brautarinnar hálf ónýtur, og held ég að það sé ekkert leyndarmál. auk þess erum við komnir í 80% af hraðanum við 1/8 og mesta actionið búið hjá flestum..

Kv.
Kristján.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #32 on: August 12, 2013, 14:00:44 »
Flokkarnir eru ekki vandamálið þetta liggur annarstaðar.Færri keppnir og stærri og svo skemmtilega leikdaga inn á milli.Kv Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Lanzo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 36
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #33 on: August 12, 2013, 15:51:02 »
Það er varla hægt að hafa færri keppnir voru ekki 4 íslandsmeistar keppnir í sumar?

Svo var KOTS

Að horfa á 1/8 milu er ekki rosalega spennandi fyrir minn smekk alvega ef maður tekur t.d. hjólinn þau eru keyra 1/8 á tæpar 6 sec það er ekki mest spennandi að horfa á það þetta er varla byrjað áður en þeir slá af
Hafsteinn Örn Eyþórsson

Íslandsmeistari 13.90 2008

Honda Civic Type-R '05

13.855 @ 99.55 mph

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #34 on: August 12, 2013, 17:17:41 »
ég hef alldrei skilið afhverju menn hafa verið svona mikið á móti 1/8. Það er minna álag á tækinn, keppnin verður jafnari og aflminni bílar eiga meiri séns, Reynir meira á ökumanninn í starti.
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #35 on: August 12, 2013, 17:38:21 »
Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+  í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan  ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...

Kv.
Kristján.

Offline bæzi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 562
  • I live for quarter of a mile.....
    • View Profile
    • www.mothers.is
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #36 on: August 12, 2013, 17:55:26 »
Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+  í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan  ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...

Kv.
Kristján.

Hef ekki trú á að ef að KK hættir með 1/4 mílu og byrjar að aka eingöngu 1/8 mílu að menn komi frekar þá, persónulega hef ég gaman af hvoru tveggja....

en held samt að það leysi ekki slappleikann í mætingu....

kv 1/8 og 1/4 Bæzi
BÆZI
Bæring Jón Skarphéðinsson 
KING OF THE STREETS 2012

Corvette c5 50th Anniversary 2003 LS2 404ci

1/4 10.8@132 1/8 6.99@103 60ft N/A (All motor on 98okt)

1/4 10.01@147.5 1/8 6.49@116 60ft  - no traction með Nítróið... :)

Offline Charon

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #37 on: August 12, 2013, 18:16:52 »
Nú er ég ekki með svarið við neinum af þessum spurningum sem farnar eru að fljúga hérna, en hinsvegar í þessa bracket vs. sec. flokka umræðu, þá verð ég að leggja inn mínar 2 kr.

Það er nú ekkert leindarmál að ég fer hægt yfir á brautinni, og endurspeglast það af mínum tíma og hraða, hafa menn líkt mér við múrstein og veit ég það vel, einnig skil ég það mjög vel að mönnum þyki ekkiert gríðarlega spennandi að horfa á hægfara bíla fara út brautina, menn eru mættir uppá braut til að sjá tæki og græjur taka flotta tima á blússandi hraða.

Svo eru menn hér soldið mikið ósammála, sumir vilja að 300 hp bíll vs 600 hp og báðir eiga séns, aðrir hafa ekkert gaman af því og vilja sjá ræst á jöfnu og sá sem er fljótari yfir línuna hann vinnur. Hvoru tveggja er gott og blessað, en ef menn vilja fá nýliðunina, þá verða menn að vera tilbúnir að horfa á hægfara bílana, allaveganna bíða meðan þeir eru að keyra hvort sem þeir fylgjast með því eða ekki, sökum þess að það eru alls ekki allir sem hafa efni á því að versla sér margra miljón króna græju og koma að keyra flotta tíma á brautinni 1, 2 og bíngo, einhverstaðar verða menn að byrja.

Svo ég komi mér nú að niðustöðunni úr þessu tuði mínu, þá er það mín skoðun að eins og staðan er í dag þá þýðir lítið að endur vekja sec. flokkana að nýju, einns og ég hef skilið söguna (var ekki virkur í sportinu þegar þetta gerðist) þá lognuðust þeir útaf vegna þáttakenda leysis, jújú rosagman að margir eigi séns á að vinna en ekki allir að keppast um sömu dolluna, en til þess að eithvað gaman sé af  því þá þurfa að vera nokkrir þáttakendur í hverjum flokk, 4 eða fleiri.
En með bracketið, þá ertu að sameina þessa einn og einn sem voru eftir í hverjum sec. flokk og koma þeim öllum undir sama þakið, en þá vaknar þessi spurning; hvað er gamanið við það að ég á mínum 15.6 sec. bíl á alveg séns í Bæza á sínum 10 sec. bíl ef báðir keyra bracket, jú þar gleimist það sm bracket snýst af hluta til um, þu ert mun meira að keppa við ökumanninn en bílinn. En svo er jú gallinn við bracket að það er hægt að dominera hann eins og alla aðra flokka og er það átæan fyrir því að hann lagðist af á sínum tíma og sec. flokkarnir teknir upp (segja menn mér sem þekkja til).

Þetta endurspeglar eingöngu mína skoðun sem hægfara keppandi sem langar að keppa í bracket á jafnaðar grundvelli.  8-)

Þegar ég rita menn hér þá á ég bæði við karlmenn og kvennmenn, þar er nú önnur spurning, Afhverju eru ekki fleiri stúlkur að keyra á brautinni? :-k
Páll St. Guðsteinsson
1978 Chevrolet Nova Custom: 14.398 @ 96.360 MPH  [7.185 @ 72.47 km/h Sandur]
1992 Nissan Patrol 20.985 @ 64.10

Offline Diesel Power

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
  • Alvöru pikkar nota ekki kerti
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #38 on: August 12, 2013, 18:17:11 »
1/8 gerir spyrnuna að meira ökumanns sporti og enn meira spennandi fyrir byrjanda á kraft minni/verr uppsettum bíl (að mínu mati).

Kv. Reynslulaus,en með áhuga.
Dodge Ram 1500 5.9 Cummins Turbo
Jón Gísli Benónýsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Kvartmíla / götuspyrna
« Reply #39 on: August 12, 2013, 21:46:31 »
Það var mynduð ansi góð stemming á sínum tíma og þá gekk nýliðun hrikalega vel.
5000 kall, æfingar öll föstudagskvöld og kostaði ekkert að keyra.  Maður hafði varla undan að taka við félagsgjöldum og merkja bíla.  Svo var alltaf verið að pikka í fólk og hvetja að prófa að mæta á keppnir og það gekk sæmilega, enda fólk þá komið í klúbbinn og eini aukakostnaðurinn við keppni var 2500 kall í keppnisgjöld ef ég man rétt.  Sumir vilja bara leika sér, og ég sé ekkert að því.  Sumum finnst gaman að henda pílum í spjald, og bæta sig í því, en hafa engan á huga á að keppa í því og eiga ekki skilið neitt skítkast fyrir það  :wink:

En alls konar aukagjöld, eins og þessi ÍSÍ gjöld, fæla marga frá hugsa ég.  Það er ekki kynnt nógu vel að það þurfi ekki að punga út 15 þús + keppnisgjöldum.  Það eru til dagsskírteini, nýliðaskírteini, götubílaskírteini og örugglega eitthvað fleira, en hvorki ég, né aðrir sem ekki hafa komið nálægt þeim pakka, hafa hugmynd um hvað þessi skírteini þýða eða gera.   T.d. hvort maður þurfi að kaupa ÍSÍ skírteini ef maður ætli sér hvort eð er ekkert að stefna á titil eða met?

Þetta er ansi mikil hækkun fyrir mann sem vill ganga í klúbb og mæta á keppni.  Flestir hafa verið að kaupa ársskírteinin grunlausir um aðrar leiðir og ég veit um einhver dæmi í ár, þar sem menn hafa keypt ársskírteini frá ÍSÍ fyrir eina keppni..  Svo breytingin er þessi:

Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.

c.a. 250% hækkun..

Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.

er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)

Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488