Kvartmílan > Aðstoð

sbc 350 uppgerð

<< < (2/6) > >>

1965 Chevy II:
Sveifarás er bara rendur til að laga eftir úrbræðslu eða slit, rennslið hefur ekkert með afl eða stærð vélarinnar að gera. :wink:

383 stroker kit er mjög vinsælt, passaðu bara að það sé jafnvægistillt (balanced) og ef það er internally balanced þá þarftu damper og startkrans sem eru fyrir internally balanced ( enginn lóð).

Það er mjög dýrt að láta vinna blokkir og annað hér heima og í SBC getur jafnvel borgað sig að kaupa short blokk og raða bara saman:
http://www.ebay.com/itm/383-STROKER-COMPLETE-SHORT-BLOCK-KIT-FULLY-MACHINED-SCAT-CRANK-FORGED-PISTONS-/350586248843?forcev4exp=true&forceRpt=true#ht_13994wt_1271

diddi125:
þá kaupir maður bara nýjar legur og stimpilhringi og raða saman þessum mótor sem ég er með og skelli ofan í og safna bara fyrir svona 383 stroker blokk og öllu og svo hedd og allt sem vantar og þá er ég kominn með hressan mótor sem ég get sett ofan í í staðin fyrir þennan, skothelt plan :D

diddi125:
en hvað ætli þetta þetta kosti, komið til landsins?

tommi3520:
Fínasta umræða!
Ég er með máttlausan 350 sem kom úr 84 corvette sýnist mér miðað við tölur á mótornum. Búið var að sippa innspýtingadótinu af og millihedd og quatrajet blöndung af 305 sem var í bílnum fyrir, sett á corvette mótorinn. Ég ætla byrja á að setja undir hann vel flæðandi pústkerfi, það er búið að skrúfa flækjurnar á og pælingin var að setja 2 og 1/4 rör frá sitthvorri flækjunni og hafa opið púst. Setja á hann nýja síju og er að hugsa um að setja MSD 6al digital box og MSD kertaþræði (en eitthvað finnst mér erfitt að lesa nákvæmlega hverjir kostirnir eru fyrri utan rev limiter draslið, auðveldari stört og þetta gefur marga neista í staðin fyrir 1 neðarlega á snúningssviðinu) , og tjúna blöndunginn eftir bestu getu og sjá hvort hann lifnar eitthvað aðeins við greyjið. Annars er mótorinn þéttur að því leiti að hann lekur ekki né brennir olíu!

Næsta tjún sem ég hafði í huga var að fá mér Knastás, Hedd og millihedd. En það er alveg duglegur kostnaður í heddunum! Þannig það er spurning hvort það taki því að rífa mótorinn úr bara til að skipta um ás og millihedd það væri nice að fá svör við því!

Annars væri nú fallegast að eiga bara alveg annann 383 stroker mótor sem maður myndi reyna kaupa í sem mest heilu lagi frá USA því erfitt getur verið að finna eitthvað í þetta hér. því í þetta stroker kit sem póstað er fyrir ofan vantar heddin! Eru einhverjar líkur á að finna hedd sem draga það besta fram í þessu kitti?

Hr.Cummins:
Allir 350 mótorar á Íslandi eru Corvette mótorar... að sögn eigendanna :lol:

en annars er maður að lesa góð reviews á Trick Flow... mega gott fyrir peninginn allavega...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version