ég er ekki alveg að sjá að menn komi jafn breiðum dekkjum undir fólksbíla eins og mikið breytta jeppa,
Það er slatti af 4x4 fólksbílum þarna úti sem væru örugglega til í að vera með, en varla ef þeir ættu að fara að keppa á móti haugtjúnuðum jeppum á 30-40cm breiðum kubbadekkjum og plat boddíi sem viktar 50kg..
er þetta nokkuð jeppinn sem var að keppa í jeppaflokknum í sumar? og fólksbílar þyrftu að etja kappi við?
Málið er að ég væri til í að mæta á mínum 300+ hestafla audi quattro, en þá myndi ég vilja keppa við samskonar bíla, þ.e. götubíla með boddý, sæti og miðstöð... ég hef takmarkaðan áhuga á að láta guðmávitahvemörghestöflþessijeppiörugglegameðnítrooglímmiða sandblása húddið á Audi'inum mínum...