Kvartmílan > Almennt Spjall
Kvartmíluæfing Laugardaginn 14 Júlí - frestað
1965 Chevy II:
Líklega er kominn tími á að hætta með þessar skráningar á æfingarnar, menn eru komnir í stuð.
Ekki halda að stjórninni gangi ekkert nema gott til, þetta er bara eins og að reka fyrirtæki, menn taka ákvarðanir sem henta rekstrinum.
Er ekki málið að opna brautina bara til æfingar eftir næstu keppni ? Allt preppað og fínt ?
Harry, það er ekki gott að aka mikið á brautinni án þess að preppa hana, þá minnkar gúmmí fjótt sem tekur tíma að ná upp aftur :wink:
Kveðja úr sveitinni :mrgreen:
Jón Bjarni:
--- Quote from: Trans Am on July 14, 2012, 22:31:00 ---Líklega er kominn tími á að hætta með þessar skráningar á æfingarnar, menn eru komnir í stuð.
Ekki halda að stjórninni gangi ekkert nema gott til, þetta er bara eins og að reka fyrirtæki, menn taka ákvarðanir sem henta rekstrinum.
Er ekki málið að opna brautina bara til æfingar eftir næstu keppni ? Allt preppað og fínt ?
Harry, það er ekki gott að aka mikið á brautinni án þess að preppa hana, þá minnkar gúmmí fjótt sem tekur tíma að ná upp aftur :wink:
Kveðja úr sveitinni :mrgreen:
--- End quote ---
það verður gert... og stendur einmitt fremst í þessum þræði 8-)
1965 Chevy II:
Sá það ekki :)
kári litli:
--- Quote from: Gulag on July 14, 2012, 17:57:36 ---die hard kvartmíluliðið er sjálfsagt með dagatalið á hreinu, en margir eru ekkert að leggja á minnið hvenær atburðir eru..
ég man t.d. eftir skiltunum (sem ég reyndar bjó til) sem voru notuð á reykjanesbrautina til að minna á keppnir, þau virkuðu mjög vel..
ég man ekki eftir að hafa séð svona skilti ansi lengi?
það er mjög einfalt að setja upp póstlista, sem væri notaður til að minna fólk á atburði,, kostar ekkert nema smá vinnu...
og.. það eru rúmlega 700 skráðir á facebook síðuna ykkar, en það er engin auglýsing þar vegna æfingarinnar sem átti að vera í dag.. þið eigið að setja þetta í atburðadagatalið á feisinu og senda á alla meðlimina á síðunni..svínvirkar alveg.. og nota það líka þegar það eru keppnir, með amk viku fyrirvara...
--- End quote ---
Ég er nú enginn die hard maður enda ekki á landinu og get því hvorki tekið þátt né boðið fram hjálparhönd fyrir klúbbinn líkt og ég gerði eftir mesta megni meðan ég var heima á íslandi. Ég fæ bæði E-mail og tilkynningar á Facebook í hverri viku + ég sé alltaf einhverja tilkynningar á nokkrum bílaspjallsíðum svo ég get ekki séð að það ætti að fara framhjá nokkrum áhugamanninum um þetta sport hvað er að gerast hveju sinni nema menn vilji einfaldlega að það sé hringt í þá persónulega.
Reyndar væri auðvita flott að nota svona sms dæmi ef keppni/æfing fellur niður eða er frestað fyrir keppendur svo þeir séu ekki í neinum vafa (veit ekki hvernig upplýsingafulltrúinn græjar þetta í dag)
Ég er alltaf spenntur að sjá myndir og myndbönd frá hverjum viðburði á brautinni en það hefur greinilega verið arfaslök mæting hver sem ástæðan er en vonandi eru menn komnir í gírinn og restin af sumrinu verði flott.
Jón Þór Bjarnason:
--- Quote from: SPRSNK on July 14, 2012, 19:13:03 ---Í mínum innleggjum var ég ekki að verja neitt heldur benda á staðreyndir varðandi metnaðarfullt keppnis- og æfingadagatal klúbbsins.
Aðstæður eru mjög góðar á brautinni og óskiljanlegt að það komi ekki fleiri með tæki sín til að prófa og/eða keppa.
Þátttaka hefur verið með eindæmum dræm sumar og við þurfum ekki að verja það þótt að ein æfing sé felld niður .... vegna þátttökuleysis.
Það má heldur ekki ætlast til þess að þeir sem standa vaktina fyrir klúbbinn í sjálfboðavinnu, við það að gera æfingar og keppnir mögulegar,
séu ávallt reiðubúnir að fórna helgunum .... sérstaklega m.t.t. hversu fáir mæta.
Það hefur gengið vonum framar að manna verkin í sumar og allt tal um að "einhverjir" séu farnir úr bænum og því sé ekki haldin æfing ..... er lágkúrulegt [-X
Stjórnin þakkar öllum þeim sem starfað hafa fyrir klúbbinn í sumar og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á æfingar sem og í keppnir sumarsins.
Mér finnst koma til greina að skráning á æfingar verði bindandi og með fomlegum hætti eins og í keppnir þ.e. með tölvupósti til keppnisstjóra í tæka tíð
t.d. miðnætti á fimmtudgskvöld. Ef lágmarksþáttöku verði ekki náð falli æfingin niður.
--- End quote ---
Var ekki að meina þetta ílla heldur sá ég á facebook að hluti úr staffi og stjórn ætluðu út úr bænum sem er bara gott mál og nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera sjálfur og ekkert sem ég set út á.
Ég er bara þeirrar skoðunar að það sé hægt að fá fólk á brautina frekar á fimmtudags eða föstudagskvöldum eins og fyrir nokkrum árum frekar en á laugardögum.
Ég vil biðjast afsökunar ef orðin mín hafa virst vera særandi sem þeim var alls ekki ætlað að vera.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version