Author Topic: Chevrolet S10 - LS1/T56  (Read 9424 times)

Offline JónBragi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Chevrolet S10 - LS1/T56
« on: June 27, 2012, 22:38:35 »
Chevrolet S10 Pickup
1992
402.000
LS1 V8
T56 gírkassi

Þessi bíll er innfluttur árið 2008 en hann kemst í mínar hendur í ágúst 2010, þá var hann himinhár, allur blár að innan hann var eins og bárujárn á hliðunum og með vægast sagt lélegt lakk.

                                 

Ég tók hann aðeins í gegn strax, massaði og breytti innréttingunni aðeins þar sem ég þoldi ekki bláu innréttinguna. Í lok september set ég bílinn í geymslu, ég var búinn að ákveða að setja eitthvað annað í húddið á honum og fyrst ætlaði ég bara að finna mér einhvern 350 en sem betur fer hugsaði ég mig aðeins um og ákvað að finna LS1.

                               

Veturinn leið og ég setti bílinn á númer í lok apríl 2011 en gat ekki beðið lengur og tók hann af númerum í lok maí og byrjaði að rífa og panta.

Þar sem að ég gæti sennilega skrifað heila bók um það sem ég gerði í þessum bíl þá ætla ég að fara í gegnum veturinn 2011/2012 í fljótu bragði.

Ég reif rafkerfið af mótornum þegar ég fékk hann og dundaði mér í því að slíta úr því það sem ég ætlaði ekki að nota.

                     

Þá var að byrja að leita að gírkassa þar sem að sjálfskipting kom ekki til greina, ég var svo heppinn að Kiddi á kvartmíluspjallinu átti til T56 sem var aftan á LT1 þannig að ég þurfti að setja annað input shaft, kúplingshús, fremti plötu, 1-4 gír vegna þess að input shaft er 4 gír og það eru önnur hlutföll sem að kom ekki að sök þar sem að 4 gírinn var brotinn.
Það flotta við hann var líka að ég fékk hann í fötu:

                   

 Ég keypti líka syncro sett og legusett, síðan setti ég kassann saman sjálfur og hann virkar svona glimrandi vel.

               

Ég sleit 4,3 V6 og 700R4 upp úr honum, mátaði LS1 ofaní, notaði slípirokk og suðuvél, sat í herberginu mínu flæktur í vírum, gekk aðeins frá í vélasal, setti í gang í fyrsta skipti, gekk meira frá, keyrði í fyrsta skipti, smíðaði púst, setti veltibúr í hann, lækkaði hann og svo vantar mjöög mikið af verkefnum inn í þetta.

             

Þá var komið að málningarvinnu og Sindri Georgsson bauð sig fram, vill bara taka það fram hér og nú fyrir þá sem að ekki vissu það að Sindri er FAGMAÐUR í öllu sem að hann gerir!
Við vorum tveir í því að gera hann kláran fyrir málningu, hann var bara klossaður þ.e.a.s engir juðarar eða neitt svoleiðis. Ætla svosem ekki að fara í gegnum allt sem að við gerðum en til að þið gerið ykkur grein fyrir því hversu mikil vinna fór í þetta þá voru 320 tímar í undirvinnu og málningu.

Vildi líka taka það fram að í eina skiptið sem að bíllinn fór út úr skúrnum til að hægt væri að gera eitthvað var þegar hann var málaður, annars smíðaði ég allt sjálfur í skúrnum.

Ætla að láta þetta nægja…..

                     


                     


                     


                     


                     


                     

Þessi frásögn gerir þessu verkefni hjá mér engan vegin skil, en til þess að gefa ykkur smá mynd af því hversu mikið verkefni þetta var þá var svefninn hjá mér 4 tímar á meðaltali á virkum dögum.

Ætla mér að taka þátt í King of the street, bara til þess að taka tíma á hann. En ég geri samt engar gloríur því að ég er ennþá á GM 10 bolta og bara 8 tommu breiðum felgum...
Jón Bragi Brynjólfsson

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #1 on: June 27, 2012, 22:47:20 »
Glæsilegt... þarf að skoða hann í persónu við tækifæri :)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #2 on: June 27, 2012, 23:22:05 »
Það er bara ekki hægt að hætta að dást að þessu hjá þér, þvílíkur bíll, þvílík vinna. Þetta er ótrúlegt. Þú átt allan heiður skilið fyrir þetta, og auðvitað Sindri líka, þið eruð báðir FAGMENN! Þetta er án efa einn af þeim alflottustu á götunni í dag.! Enn og aftur til hamingju með hann.  =D>
Einar Kristjánsson

Offline RO331

  • In the pit
  • **
  • Posts: 54
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #3 on: June 27, 2012, 23:52:15 »
Virkilega vel gert og mjög flottar hugmyndir  =D>
« Last Edit: June 27, 2012, 23:54:15 by RO331 »
Pétur Róbert Sigurðsson
Ford Mustang Shelby '83
13.535 @ 102.97mph
Fox For Fun

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #4 on: June 28, 2012, 00:03:17 »
Svakalega flottur ! Til hamingju með þetta.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline steiniAsteina

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #5 on: June 28, 2012, 08:34:14 »
ótrúlega flottur bíll, sérstaklega ánægður að þú sért með hann beinskiptan!
Steinn Atli Unnsteinsson
Z28 01
YJ 90

Offline Skúri

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #6 on: June 28, 2012, 10:07:13 »
Flottur pickup  =D>

Gaman að sjá að menn er farnir að græja til svona 2wd pickup , þeir geta nefnilega komið ótrúlega vel út  \:D/
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

Offline Skúri

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #7 on: June 28, 2012, 10:31:05 »
Hérna er verið að græja einn S10 fyrir rallý keppnir.

Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #8 on: June 28, 2012, 18:29:43 »
Heltöff bíll hjá þér 8-),sá hann fyrst fyrir norðan á bíladögum og stoppaði til að skoða gripinn,vel gert =D>.eitthvað ætti þetta nú að virka með álrokknum,léttur bíll og léttur mótor. 8-)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Hilió

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 165
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #9 on: June 28, 2012, 23:55:44 »
Þetta er bara glæsilegt  \:D/
Hilmar Ingi

PONTIAC TRANS AM WS6 2002
LS1 346ci 3.90 Gears A4.

1/4 - 11.5@119. 1/8 - 7.35@92 60 ft. - 1.63 N/A (All motor on 98. okt.)

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #10 on: June 29, 2012, 17:54:23 »
Glæsilegur bíll hjá þér til hamingju með hann
Kristján Hafliðason

Offline JónBragi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #11 on: August 16, 2012, 01:03:09 »
Þakka kærlega fyrir öll þessi jákvæðu comment!

Hérna er smá hluti af myndum sem að Emil tók.





Jón Bragi Brynjólfsson

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #12 on: August 17, 2012, 09:37:29 »
Glæsilegur bíll, gaman að þessu eftir allan svitann, blóðið og tárin sem hafa væntanlega fallið í þessari uppgerð, ertu búinn að fá tíma á hann ?
Ég fór að hugsa hmmm.. ég kannast eitthvað við þetta combo : stuttur pikki með beinbýttaða V8 og hvítar felgur...... hvar hef ég séð þetta áður,
svo mundi ég það, í bíómyndinni The Driver frá ´78, mynd sem stendur enn fyrir sínu, þar er pickup í svaka bílachase við TransAm, sjá hér :
"The Driver" 1978 Chevrolet C-10 Stepside - chase scene
Gunnar Ævarsson

Offline Sterling#15

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 237
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #13 on: August 17, 2012, 14:02:35 »
Já mjög flottur bíll hjá þér Jón Bragi og ekki taka mark á Gunna, hann er alveg orðinn litblindur og sjónlaus.  Gunni þessir er rauður með allt öðrum palli og þó ég sé ekki GM maður þá sýnist mér sá rauði vera stærra boddý.  Og svo er bíllinn hans Jóns miklu flottari.
Mustang 1966
2006 Saleen #1116  1/4 mile 11.45 á 119 MPH
2008 Saleen Sterling #15  1/8@6.987 1/4@ 10.84 á 132 MPH, 60 ft 1,644
2005 Volvo XC90 V8
Hilmar Jacobsen

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #14 on: August 17, 2012, 14:17:40 »
Himmi minn, þú verður að nota gleraugun til að lesa og sjá rétt, ég talaði aldrei um litinn eða boddýið, aðeins um "stuttur pikki með beinbýttaða V8 og hvítar felgur" og það er rangt hjá þér, þetta er stuttur pikki en þetta er, að ég held, eini pikkupbílaeltingarleikur sem ég hef séð og mjög vel gerður, fyrir utan að byrja sem beinbýttaður og svo "skyndilega" breytist pikkinn í sjálfbýttaðann.
Gunnar Ævarsson

Offline JónBragi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #15 on: August 18, 2012, 21:38:31 »
Takk fyrir það og þetta er alvöru eltingaleikur þarna, næsta mynd sem ég tek mig til að horfa á verður pottþétt þessi!

En ég fór upp á braut í dag og það gekk bara ekkert upp hjá mér, á best 13,1 á 108,9 mílum en fór best í dag 13,5 á 105 mílum.
Þetta byrjaði skelfilega og ég náði varla neinu trakki, keyrði nokkrar 15 sekúndna ferðir þangað til að ég gafst upp og náði í drasl til að setja á pallinn en hef verið of graður og setti 260 kg á pallinn og það hjálpaði alveg í startinu en endahraðinn var ekki nægur.

En svo er ég náttúrulega ennþá að læra inn á bílinn og brautina, eins og kannski sást í dag......
Jón Bragi Brynjólfsson

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #16 on: August 19, 2012, 17:48:09 »
Snilldin ein þessi bíll. =D>
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline palmisæ

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 278
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #17 on: August 20, 2012, 21:15:35 »
Sama hversu oft maður sér hann þá slefar maður alltaf jafn mikið :) Ekkert smá heppnaður bíl hjá þér
Pálmi Sævarsson

Pontiac Trans Am 25th Anniversary - Blown LT4 396

Offline Camaro-Girl

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 445
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #18 on: August 25, 2012, 10:47:50 »
Sama hversu oft maður sér hann þá slefar maður alltaf jafn mikið :) Ekkert smá heppnaður bíl hjá þér

Tanja íris Vestmann

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Chevrolet S10 - LS1/T56
« Reply #19 on: August 25, 2012, 12:00:37 »
Þessi bíll er svo svalur hjá þér að hann er hrímaður.Til hamingju með tækið :D
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.