Chevrolet S10 Pickup
1992
402.000
LS1 V8
T56 gírkassi
Þessi bíll er innfluttur árið 2008 en hann kemst í mínar hendur í ágúst 2010, þá var hann himinhár, allur blár að innan hann var eins og bárujárn á hliðunum og með vægast sagt lélegt lakk.
Ég tók hann aðeins í gegn strax, massaði og breytti innréttingunni aðeins þar sem ég þoldi ekki bláu innréttinguna. Í lok september set ég bílinn í geymslu, ég var búinn að ákveða að setja eitthvað annað í húddið á honum og fyrst ætlaði ég bara að finna mér einhvern 350 en sem betur fer hugsaði ég mig aðeins um og ákvað að finna LS1.
Veturinn leið og ég setti bílinn á númer í lok apríl 2011 en gat ekki beðið lengur og tók hann af númerum í lok maí og byrjaði að rífa og panta.
Þar sem að ég gæti sennilega skrifað heila bók um það sem ég gerði í þessum bíl þá ætla ég að fara í gegnum veturinn 2011/2012 í fljótu bragði.
Ég reif rafkerfið af mótornum þegar ég fékk hann og dundaði mér í því að slíta úr því það sem ég ætlaði ekki að nota.
Þá var að byrja að leita að gírkassa þar sem að sjálfskipting kom ekki til greina, ég var svo heppinn að Kiddi á kvartmíluspjallinu átti til T56 sem var aftan á LT1 þannig að ég þurfti að setja annað input shaft, kúplingshús, fremti plötu, 1-4 gír vegna þess að input shaft er 4 gír og það eru önnur hlutföll sem að kom ekki að sök þar sem að 4 gírinn var brotinn.
Það flotta við hann var líka að ég fékk hann í fötu:
Ég keypti líka syncro sett og legusett, síðan setti ég kassann saman sjálfur og hann virkar svona glimrandi vel.
Ég sleit 4,3 V6 og 700R4 upp úr honum, mátaði LS1 ofaní, notaði slípirokk og suðuvél, sat í herberginu mínu flæktur í vírum, gekk aðeins frá í vélasal, setti í gang í fyrsta skipti, gekk meira frá, keyrði í fyrsta skipti, smíðaði púst, setti veltibúr í hann, lækkaði hann og svo vantar mjöög mikið af verkefnum inn í þetta.
Þá var komið að málningarvinnu og Sindri Georgsson bauð sig fram, vill bara taka það fram hér og nú fyrir þá sem að ekki vissu það að Sindri er FAGMAÐUR í öllu sem að hann gerir!
Við vorum tveir í því að gera hann kláran fyrir málningu, hann var bara klossaður þ.e.a.s engir juðarar eða neitt svoleiðis. Ætla svosem ekki að fara í gegnum allt sem að við gerðum en til að þið gerið ykkur grein fyrir því hversu mikil vinna fór í þetta þá voru 320 tímar í undirvinnu og málningu.
Vildi líka taka það fram að í eina skiptið sem að bíllinn fór út úr skúrnum til að hægt væri að gera eitthvað var þegar hann var málaður, annars smíðaði ég allt sjálfur í skúrnum.
Ætla að láta þetta nægja…..
Þessi frásögn gerir þessu verkefni hjá mér engan vegin skil, en til þess að gefa ykkur smá mynd af því hversu mikið verkefni þetta var þá var svefninn hjá mér 4 tímar á meðaltali á virkum dögum.
Ætla mér að taka þátt í King of the street, bara til þess að taka tíma á hann. En ég geri samt engar gloríur því að ég er ennþá á GM 10 bolta og bara 8 tommu breiðum felgum...