Kvartmílan > Almennt Spjall
Velja hedd? Hvaða hedd ætti maður að versla sér??
Theodor540:
http://www.carcraft.com/techarticles/ccrp_0803_big_block_cylinder_heads/viewall.html
Áhugaverð grein um samanburð á heddum. Kom mér á óvart hversu lítill munur er á þessu.
Kveðja, Theodor.
TONI:
........og fyrir alla muni settu tork á í hann, sparar helling af bensíni og færð mun skemmtilegri jeppamótor
Kristján Skjóldal:
já að því að svona 540 er laus við tog :roll: :mrgreen:
TONI:
veit bara hvað það gerir fyrir budduna að fá vinsluna neðar, vissi um einn 44" Blazer með 427, 13-14 lítrar niður og sama vinnsla, auðvita togar 540 cub/ins vél en lengi má gera gott betra, hélt að menn vildu lægra rpm í svona vél, eins og Ari segir, heddin eiga líka ekki að vera opin til helvítis.
Shafiroff:
Mig langar aðeins að tjá mig ef ég má,vonandi verða sumir ekki foj.Það sem þú ert að spá ,það er það sem ég les út úr þessu er lágur snúningur og tog.Þá er ekkert annað í stöðunni en Oval port og þá helst 427 tall deck heddin.1992 smíðaði einn frægasti vélasmiður í Usa 505 cid mótor,allt Gm stöff.þetta var hugsað sem Draumabrakket mótor fyrir þá sem vilja keyra og ekkert vesen.Mótorinn var reyndar 13 í þjöppu og skilaði 2400 punda bíl í 8,80 150 mph og var kallinn að snúa í 6200 .Torkið í þessari vél er 620 fetpund á 5000 snúningum.Kallinn smíðaði svo í kjölfarið götuvél og notaði hann oval port hedd af 427 trukka mótor, reyndar verður að vinna þau þónokkuð en þetta er ódýrasti og besti kosturin fyrir þig og það sem þú ert að gera.Þú færð svona hedd fyrir lítið sem ekkert og svo bara vinna í þessu. Stóru heddin henta ekki í þetta sem þú ert að gera.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version