Author Topic: Smurbætiefni  (Read 12412 times)

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Smurbætiefni
« on: April 20, 2012, 22:35:25 »
Hafið þið verið að nota einhver bætiefni í olíuna á bílunum ykkar?

Það er ákveðið efni sem ég nota alltaf eftir að ég sjá prufanir á þessu samanborið við önnur efni. Tók upp þegar ég setti þetta á Suzuki Vitara sem ég átti .

Án ...

Suzuki Vitara V6 without PowerUp Lubricant

Skellti því á og lét ganga ca. 2 mín.

Suzuki Vitara V6 with PowerUp oil additive

Ég testaði þetta á öllum mínum bílum, setti spíssahreinsinn frá þeim á bensínbílanna og diesel bætiefnið á díselbílanna. Olíubætiefnið í smurolíuna á þeim öllum .  Fyrir utan það að þagga niður bank í Accentinum og Avensisnum þá duttu þeir niður í eyðslu um 0,9-1,0ltr í eyðslu (mjög gott yfirlit um eyðslu á þeim í langann tíma). Porscheinn lækkaði í eyðslu , nálægt því jafn mikið og hinir tveir. Patrolinn steinhætti að glamra við kaldstart áður en hann náði upp fullum smurþrýstingi og hann varð sprækari.  Á BMW setti ég þetta á mótor og drif um leið og ég keypti þannig ég veit ekki hvað eyðslan minnkaði ... en hann er um 6,5ltr innanbæjar , díselbíll.

Mæli með þessu stöffi !   :)
Guards Red Porsche 944

Offline gmc_cool

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 137
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #1 on: April 23, 2012, 23:27:51 »
Nú spyr maður kannski furðulega, hvar kaupir þú þetta efni?

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #2 on: April 24, 2012, 11:16:57 »
Ekki ertu að tala um prolong efnin? Hef heyrt að þau séu algjört töfra stöff.
Gisli gisla

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Smurbætiefni
« Reply #3 on: April 24, 2012, 11:48:34 »
Kaupa bara góða smurolíu og þá er engin ástæða til þess að sulla út í hana einhverjum öðrum bætiefnum nema menn viti hvað þeir eru að eltast við og hvað bætiefnin eigi að gera! Meira af einhverju er ekki endilega betra.
Bílvél er samsetning af mismunandi slithlutum sem gera ólíkar kröfur til olíunnar en eru allir smurðir af sömu olíunni. Sveifaráslegur, stimplar, stimpilhringir, ventlagangur og í einhverjum tilfellum gírar.
Bætiefni sem minnkar viðnám í legum eða styrkir olíufilmuna getur leitt til óþéttra stimpilhringja (og aflmissis þar af leiðandi). Rúllu undirlyftur þola einnig alls ekki að olían sé of sleip við þann þrýsting sem þar er, þá fer rúllan að spóla á knastinum og eyðileggur bæði ásinn og rúlluna.

Ef menn hafa áhuga á fróðleik um smurolíur þá er hægt að finna ýmsar góðar upplýsingar á http://www.bobistheoilguy.com
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #4 on: April 27, 2012, 00:14:56 »
Efnið sem ég nota er PowerUP ... keypti það á www.itis.is .

Ég hef verið viðstaddur álagsprufanir með þetta efni og það gerir ekkert nema gott. Prolong er mjög gott , en þetta er ennþá betra held ég.

Baldur , þegar kennararnir í bifélavirkjun voru ungir þá voru þessi efni sennilega öll rusl  :lol:  Þýðir samt ekki að þau séu það í dag  :wink:  Það mæla allir með góðri smurolíu. En rosalega margir vilja ekki sá nein bætiefni afþví þau eru öll rusl. Og góð olía á að innihalda allt sem þarf til að veita sem bestu slitvörn.  Það er nú samt þannig að það sem ég horfði á var sett bætiefni út í Mobil1 olíu (sem telst góð olía) og það var hægt að bæta vel vil álagið á græjunni sem verið að prufa þetta í.

Það er klárt mál að þú tapar ekki afli á þessu heldur. Því ég þekki til nokkura sem hafa notað þetta og allir tala um smá aflaukningu ...  Mig langar sjálfum að prufa það með dyno mælingu án og með efninu.

Ég vinn sem vélstjóri á sjó og keypti þetta á annan bátinn sem ég vinn á. Það var munur á eyðslu og smurolíubrennslan minnkaði.
Guards Red Porsche 944

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #5 on: April 27, 2012, 00:25:29 »
Guards Red Porsche 944

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #6 on: April 27, 2012, 08:42:30 »
Ef þessi efni væru virkilega svona góð og nauðsýnleg, þá væru þau í smurolíunni nú þegar... Þetta er ekkert nema háþrýstibætiefni, líkt og eru í gírolíu. Nema í gírolíunni er þörf á þeim þar sem snertiálagið í gírkassa þegar tennurnar mætast er mörg hundruð sinnum meira en þar sem stangalegurnar lyggja á sveifarásnum. Það er auðvelt að sýna það á prófi að þetta háþrýstiefni auki álagsþolið, það þarf enginn að efast um það en álagsþolið í góðum nútíma smurolíum er mikið meira en nóg... Öll svona bætiefni eru scam, nema þá kanski í einhverjum hreinsunartilgangi, til að losa fastar undirliftur osf... Gangurinn í þessari súkku hefði líka lagast eins við það að ganga á slurk af sjálfskiptivökva í smástund meðan hann hreinsaði sótið úr undirliftum og öðru, og sparað þér væntanlega drjúgan skyldinginn. Fyrir utan það að aldrei myndi mer detta í hug að taka háklassa smurolíu einsog Mobil 1 sem kostar tæpar 3000kr líterinn, og eyðileggja hana með einhverju bílskúrsframleiddu "bætiefni".
Einar Kristjánsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Smurbætiefni
« Reply #7 on: April 27, 2012, 09:11:45 »
Ég hef nú aldrei komið inn í kennslustund í bifvélavirkjun þannig að ég veit nú ekki hvað er kennt þar.
Ég hef séð dyno próf þar sem að vél tapaði afli við það að fá inn á sig eitthvað svona bætiefni, og þessi töpuðu hestöfl komu ekki til baka fyrr en hún var opnuð og cylendrarnir hónaðir. Efnið húðaði mótorinn að innan með einhverri sleipri húð. Þetta var á Superflow 901 dynobekk sem er nákvæmur upp á brot úr hestafli. Tapið var ekki mikið, en það var samt meira en 1% af afli vélarinnar.
Eins og ég sagði áður, þá er svona vél með marga ólíka hluti sem gera mismunandi kröfur til olíunnar og breyting á einum eiginleika olíunnar getur komið einum hlut til góðs en verið slæmt fyrir endinguna á öðrum. Þetta er alltaf spurning um málamiðlun.
Mörg af þessum bætiefnum lofa til dæmis betri endingu en ella ef vélin missir allan smurolíuþrýsting og sýnt hefur verið fram á það með prófum. Þá þarf maður samt að velta því fyrir sér, hafa þessi efni kannski óæskileg áhrif á vélina þegar smurolíuþrýstingur er í lagi og engin þörf er á þeim eiginleikum sem reyndi á í drain prófinu?
Ég veit að við allar venjulegar aðstæður myndi ég ekki sætta mig við minna afl eða lakari endingu í skiptum fyrir vörn gegn aðstæðum sem mjög ólíklegt er að komi upp. Ég hef líka fengið að reyna það með mobil 1 að missa allan smurolíuþrýsting á 7000rpm í botni, ég drap bara á þegar ljósið kom og það sá ekki á legunum á eftir.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #8 on: April 27, 2012, 10:03:51 »
 Við getum rifist helling um þetta  :)  Ég hef trú á þessu af því sem ég hef séð.
Ég veit eins og þú segir, að sum efni setja húð inn í slífar sem valda því að vél tapar afli. En sleipara efni þýðir minna viðnám í legum samt. Ég veit t.d. að prolong gerði samning við Hraðfrystihúsið Gunnvör fyrir vestan um að nota Prolong á aðalvélina í Páli Pálsyni. Eftir mánuð var öllu hent í land og þeir hættu samningnum. Vélin fór að brenna meiri smurolíu því að slífarnar urðu spegilglansandi, það þurfti að hóna þær.
 Prolong eins og einhver önnur bætiefni hafa einhverjar hlaðnar jónir sem binda sig við málminn ... veit bara ekki nákvæmlega hvernig það virkar en það virðist einmitt húða slitfletina.
 Ég notaði PowerUp á aðalvélarnar hjá mér og þær minnkuðu smurolíubrennslu sem hlýtur að þýða að þetta efni virðist ekki vera húða slífarnar.

(hlýtur að segja eitthvað til um gæði líka því flugvélarframleiðandinn Boeing og þyrluframleiðandinn Bell nota þessi smurbætiefni)
Guards Red Porsche 944

Offline Speedy

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #9 on: April 27, 2012, 10:09:55 »
Skallameðal........
Porsche 356 Speedster (replica)
M.Benz E220
Honda Shadow 1100 Aero

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #10 on: April 27, 2012, 10:22:56 »

(hlýtur að segja eitthvað til um gæði líka því flugvélarframleiðandinn Boeing og þyrluframleiðandinn Bell nota þessi smurbætiefni)

Þeir framleiða mögulega einhvað sem hentar þeirra tilgangi, en það segir osköp lítið til um gæðin í þessu tilfelli þar sem Boeing og Bell framleiða hvorki né nota ottohreyfla.
Einar Kristjánsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #11 on: April 27, 2012, 14:05:50 »
Við getum rifist helling um þetta  :)  Ég hef trú á þessu af því sem ég hef séð.
Ég veit eins og þú segir, að sum efni setja húð inn í slífar sem valda því að vél tapar afli. En sleipara efni þýðir minna viðnám í legum samt. Ég veit t.d. að prolong gerði samning við Hraðfrystihúsið Gunnvör fyrir vestan um að nota Prolong á aðalvélina í Páli Pálsyni. Eftir mánuð var öllu hent í land og þeir hættu samningnum. Vélin fór að brenna meiri smurolíu því að slífarnar urðu spegilglansandi, það þurfti að hóna þær.
 Prolong eins og einhver önnur bætiefni hafa einhverjar hlaðnar jónir sem binda sig við málminn ... veit bara ekki nákvæmlega hvernig það virkar en það virðist einmitt húða slitfletina.
 Ég notaði PowerUp á aðalvélarnar hjá mér og þær minnkuðu smurolíubrennslu sem hlýtur að þýða að þetta efni virðist ekki vera húða slífarnar.

(hlýtur að segja eitthvað til um gæði líka því flugvélarframleiðandinn Boeing og þyrluframleiðandinn Bell nota þessi smurbætiefni)
Þá er þetta sleipiefni nú frekar slípimassi, þetta getur ekki staðist ! Hann hefur líklega hætt að þétta á hringum vegna húðarinnar sem myndast út af efninu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #12 on: April 27, 2012, 20:41:27 »
Ef þessi efni væru virkilega svona góð og nauðsýnleg, þá væru þau í smurolíunni nú þegar... Þetta er ekkert nema háþrýstibætiefni, líkt og eru í gírolíu. Nema í gírolíunni er þörf á þeim þar sem snertiálagið í gírkassa þegar tennurnar mætast er mörg hundruð sinnum meira en þar sem stangalegurnar lyggja á sveifarásnum. Það er auðvelt að sýna það á prófi að þetta háþrýstiefni auki álagsþolið, það þarf enginn að efast um það en álagsþolið í góðum nútíma smurolíum er mikið meira en nóg... Öll svona bætiefni eru scam, nema þá kanski í einhverjum hreinsunartilgangi, til að losa fastar undirliftur osf... Gangurinn í þessari súkku hefði líka lagast eins við það að ganga á slurk af sjálfskiptivökva í smástund meðan hann hreinsaði sótið úr undirliftum og öðru, og sparað þér væntanlega drjúgan skyldinginn. Fyrir utan það að aldrei myndi mer detta í hug að taka háklassa smurolíu einsog Mobil 1 sem kostar tæpar 3000kr líterinn, og eyðileggja hana með einhverju bílskúrsframleiddu "bætiefni".

Það var búið að prufa flest trick í bókinni áður en þetta fór á .. þannig nei.

Jæja strákar.  Ég fullyrði ekki eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á...
Guards Red Porsche 944

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #13 on: April 27, 2012, 20:47:16 »
Við getum rifist helling um þetta  :)  Ég hef trú á þessu af því sem ég hef séð.
Ég veit eins og þú segir, að sum efni setja húð inn í slífar sem valda því að vél tapar afli. En sleipara efni þýðir minna viðnám í legum samt. Ég veit t.d. að prolong gerði samning við Hraðfrystihúsið Gunnvör fyrir vestan um að nota Prolong á aðalvélina í Páli Pálsyni. Eftir mánuð var öllu hent í land og þeir hættu samningnum. Vélin fór að brenna meiri smurolíu því að slífarnar urðu spegilglansandi, það þurfti að hóna þær.
 Prolong eins og einhver önnur bætiefni hafa einhverjar hlaðnar jónir sem binda sig við málminn ... veit bara ekki nákvæmlega hvernig það virkar en það virðist einmitt húða slitfletina.
 Ég notaði PowerUp á aðalvélarnar hjá mér og þær minnkuðu smurolíubrennslu sem hlýtur að þýða að þetta efni virðist ekki vera húða slífarnar.

(hlýtur að segja eitthvað til um gæði líka því flugvélarframleiðandinn Boeing og þyrluframleiðandinn Bell nota þessi smurbætiefni)
Þá er þetta sleipiefni nú frekar slípimassi, þetta getur ekki staðist ! Hann hefur líklega hætt að þétta á hringum vegna húðarinnar sem myndast út af efninu.

Þetta var efnið frá Prolong sem ég var að tala um þarna. Ég var að nota annað... 
Guards Red Porsche 944

Offline vollinn

  • In the pit
  • **
  • Posts: 67
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #14 on: April 27, 2012, 21:35:18 »
Ef þeir á Páli Pálssyni eru í vandræðum með of mikla smurolíunotkun þá ættu þeir að hafa samband við þá á Ljósafelli SU því að þeir eru í vandræðum með of litla smurolíunotkun hjá sér, allavega eftir að þeir skiptu um eldhringi þá þurfa þeir að tappa undan olíu til að viðhalda TBN tölunni hjá sér réttri.

En athuguðu þeir það áður en þeir fóru í Prolong hvort það væri lakkhúð á slífunum ?

Skoðaðir þú með myndavél í gegnum spíssagat á aðalvélunum hjá þér hvernig slífarnar litu út áður en þú fórst í þetta bætiefni og svo eftir.   


Ragnar Ingi Bjarnason

Volvo 240 árg 1991
Volvo S80 árg 2000

www.volvospjall.is

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #15 on: April 28, 2012, 05:20:03 »
Tad fer allt eftir tvi hvad er ad velinni hvad virkar a hana,ja ssk olia og onnur efni geta losad um fasta hringi og sot ur velum en skemma utfra ser t.d  pakkdosir og ventlatettingar,hef sed tad nokkrum sinnum og tu vil skipta um oliufilter ef tu notar svona "Skallamedal" fyrir og eftir en tu losar ekki allt sot sem festist bakvid stimpilhringina i hringlandid og likur er ad teir geti fests aftur og skemmir meira en lagar tegar oll drullan fer ut i oliuna

Best er ad rifa PCV ventilin ur sambandi sem er orsokin a allt sot vandamal og sludge buildup i velum nu til dags

Tykkari olia er gott medal a glamrandi rellur tvi allir clerancar eru ordnir rumir
Skiptir ekki mali hvad er notad Mobile 1 eda Esso low class olia ef ti sinnir ekki vidhaldi ta stiflast hun upp,fer allt eftir vidhaldi
Margir sem kaupa alltaf dyrustu oliuna i hilluni falla i solumenskuna meira er betra sem er oftast ekki rett

Liftur haetta ekki ad snuast ef olia verdur "Sleip" veit ekki hvar tu hefur sed tad sagt
liftur eru followers og get ekki spolad sjalfar,tad er ta e-h annad sem veldur t.d endpay ekki rett a flat tapped knastasinum sem er gerdur offset a lifturnar svo taer snuist,olian gerir tad ekki ein og ser ad taer "spoli",tad hefur verid e-h onnur orsok a afl missi
Olia er anti friction og tvi sleipari tvi betri,minni vidnam en tynnri olia gerir ekkert med trysting a cyllendrum tvi hringirnir halda honum ekki olian,ta er vitlaus honn a slifum vid gerd a hringjum

Eg hef verid vidstaddur prufanir a Superflow 901 Dyno fyrir Royal Purple sem og adra adila og tad er munur a milli teirra ekki spurning en hann er ekki svo stor a 1000hp vel sem finnur fyrir hverju einasta rykkorni sem kemst inni i hana a 10.000RPM - Svo framarlega sem skipt er um oliu adur en hun brotnar nidur ertu safe a oliunni med ad hun nali ekki ad setja filmu a slitfelti og moleculin seu heil sem halda oliunni saman undir trystingi,tat er tad eina sem olian gerir heldur suspension milli hreyfiflata

Ionisk olia eins og prolong,millitech ofl eru med gerir mun
« Last Edit: April 28, 2012, 05:28:33 by Heddportun »
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Speedy

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #16 on: April 30, 2012, 23:57:48 »
Einar gleymdir þú ekki að tala um það að framlegð smurstöðva hefði lækkað svo mikið á smurolíu að þetta er það sem heldur framlegðinni hjá þeim uppi að selja svona sull?  \:D/
Porsche 356 Speedster (replica)
M.Benz E220
Honda Shadow 1100 Aero

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Smurbætiefni
« Reply #17 on: May 01, 2012, 09:05:52 »
að halda því fram að smurbætiefni geri ekkert er bara vitleysa, og framleiðendur setji þetta í oliuna ef þetta er svona æðislegt er lika vitleysa.  Þetta er oft spurning um peninga og einkaleyfi.

Ég man sögu sem einn kennarinn minn (í usa) sagði okkur, hann var chief mechanic fyrir Chevrolet Racing í Nascar, og þeir höfðu sett saman vél í bíl og sett hann í test run á braut,, bíllinn tók einhverja 10 hringi, kom inn og var athugað með olíu, og kom þá í ljós að gleymst hafði að setja oliu á vélina. Vélin var rifin og kom í ljós að allt var eins og nýtt,, ástæðan var að það var sett assembly lube á allt draslið í samsetningu og dugði þessi litla olía alla þessa hringi..hann sagði að ass-lubið var meira að segja enn á legunum,, þannig að "bæti"efni gera alveg sitt gagn við réttar kringumstæður.
Atli Már Jóhannsson

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Re: Smurbætiefni
« Reply #18 on: May 02, 2012, 00:37:44 »
Ég man sögu sem einn kennarinn minn (í usa) sagði okkur, hann var chief mechanic fyrir Chevrolet Racing í Nascar, og þeir höfðu sett saman vél í bíl og sett hann í test run á braut,, bíllinn tók einhverja 10 hringi, kom inn og var athugað með olíu, og kom þá í ljós að gleymst hafði að setja oliu á vélina. Vélin var rifin og kom í ljós að allt var eins og nýtt,, ástæðan var að það var sett assembly lube á allt draslið í samsetningu og dugði þessi litla olía alla þessa hringi..hann sagði að ass-lubið var meira að segja enn á legunum,, þannig að "bæti"efni gera alveg sitt gagn við réttar kringumstæður.

lol... það er ekki annað hægt en að flissa af svona draugasögum...
Einar Kristjánsson