að halda því fram að smurbætiefni geri ekkert er bara vitleysa, og framleiðendur setji þetta í oliuna ef þetta er svona æðislegt er lika vitleysa. Þetta er oft spurning um peninga og einkaleyfi.
Ég man sögu sem einn kennarinn minn (í usa) sagði okkur, hann var chief mechanic fyrir Chevrolet Racing í Nascar, og þeir höfðu sett saman vél í bíl og sett hann í test run á braut,, bíllinn tók einhverja 10 hringi, kom inn og var athugað með olíu, og kom þá í ljós að gleymst hafði að setja oliu á vélina. Vélin var rifin og kom í ljós að allt var eins og nýtt,, ástæðan var að það var sett assembly lube á allt draslið í samsetningu og dugði þessi litla olía alla þessa hringi..hann sagði að ass-lubið var meira að segja enn á legunum,, þannig að "bæti"efni gera alveg sitt gagn við réttar kringumstæður.