Hef verið að skoða þetta eftir að við hittumst og þú nefndir þetta. Þeir vilja meina að toilett sé betra sem blandari.
Oktan tala metanóls er frekar há eða 113, en það er orkuinnihaldið sem er lægra en í bensíni. Blöndun á loft/bensíni (Air - Fuel ratio) er 14,7:1 en 6,4:1 fyrir metanól með öðrum orðum, meira en tvöfalt meiri eyðsla á metanól en bensíni.
Helsti ókosturinn:
Við bruna myndast koldíoxið og vatn (2 CH3OH + 3 O2 -> 2 CO2 + 4 H2O) eða ( 2 tréspíri + 3 súrefni -> bruni-> 2 koldíoxíð + 4 vatnssameindir) en vatnið er tærandi fyrir vélina, ventla, ventlasæti osfrv.
Nánast engir smureiginleikar. Þarf að blanda einhvers konar smurefni í metanólið til að verja vélina. Væntanlega yrði þetta ekki lengur tærandi á eftir.
Ef menn eru í vandræðum með grip, spól í starti á bensíni þá muni vandamálið aukast við notkun á metanóli þar sem "low end torque" eykst töluvert.
Helsti kosturinn:
Kaldari bruni, nánast engin áhrif af breytingum í loftslagi, t.d. loftþrýstingur
Meiri kraftur
Eflaust eitthvað meira en þetta eru skemmtilegar pælingar.
mbk Harry Þór