Kopar í bensínlagnir... er það ekki eitthvað sem var bara gert á síðustu öld
Hæ.
Sko í fyrsta lagi er ég frá miðri síðustu öld.(börnin mín halda að ég hafi verið í skóla með Gunnari á Hlíðarenda).. og síðasta öld er nú bara rétt liðin.....
Hmmm kopar í bensínrör.. sennilega ekkert verra en "thinwall" álið sem MOROSO og AN sjoppurnar selja manni sem bensínpípur..
Nú er ég búin að fara yfir nokkra kælivelakalla og vökvakerfi og tengi Blikksmiðjuna Gretti (vatnskassatáningar) og er að verða uppiskroppa með fórnarlömb...
það sem ég er að gera er bora út olíugongin framhjá undirliftunum og set svo slíf i (þessir gömlu mótorar eru margir með svo "stutt" undirliftugöt að rúlluliftur eru vísar með að opna niður olíuna og fella þannig olíuþrýstinginn af legunum (voða gott að hafa olíuþrýsting á legum skilst mér)
þannig að bora (með rúmara) og reka svo rörið í nota svo "peening" tool til að leggja rörið saman við lifturnar og bora svo aftur uppí rörið frá höfuðlegubökkunum. Ekki var það nú flókið...
En enn vantar mig rör.
getur verið að einn suðurnesjamaður viti um svona.????
eru engir suðurnesjapíparar á þessu spjalli. ????
Kær kveðja..