Kvartmílan > Mótorhjól

Kawasaki 750 h2

<< < (2/3) > >>

70 Le Mans:
Heyrðu ég ætla að leiðrétta það að hjólið hans pabba var reyndar 1973 árgerð af 750. Kannski það sé bara hjólið sem þú ert með??
það væri gaman að fletta þessu upp til að fá það á hreint hvort hjólið sé enn til.
og takk fyrir góð svör :D

Seini:

Sæll

Hér er saga míns hjóls eins og Umferðarstofa segir að hún sé.

Kaupd.                 Móttökud.   Skráningard.   Kennitala   Nafn   Heimili   
27.05.1982   18.05.1992   18.05.1992   2303622629   Steingrímur Ásgrímsson   Saúdí-Arabía    
14.04.1980   14.04.1980   14.04.1980   2305592799   Birgir Steingrímsson   Litlaströnd, Mývatnssveit N-Þing
01.11.1978   01.11.1978   01.11.1978   3103535669   Jón Einar Haraldsson   Hafnarstræti 2   
03.06.1974   03.06.1974   03.06.1974   2607577419   Guðmundur Guðmundsson   Noregur    

Dags.   Skráningarnúmer   Skráningarflokkur
25.04.2007   Þ 5   Fornmerki
18.05.1992   FR875   Almenn merki
01.11.1978   Þ3028   Gamlar bifhjólaplötur
03.06.1974   P1310   Gamlar bifhjólaplötur

Þegar Birgir S. kaupir hjólið er það með biluð kveikjubox (CDI) hann fékk þau frá Akureyri. Þannig að sennilega hefur eitt H2 verið rifið þar.
kv. Steini

johann sæmundsson:
Hér er smá spall um 750 Kawa.

http://drullusokkar.123.is/blog/2011/02/08/503391/

gudmg:
Vææ!
Þetta er meiriháttar skemtilegur þráður!
70 Le mans; Hjólið sem pabbi þinn átti er pottþétt hjól sem vinur minn Hilmar Harðarson átti P1312 eða P1313 man ekki alveg. Mig minnir að hann hafi selt það suður á Akranes 76 eða 77, hann keypti sér þá Z1R sem hann gerði mikla hluti með á kvartmíluni 78-79.
Það voru flutt inn tvö 750 H2 "73 (candy gold) þau komu ekki til landsins fyrr enn í janúar "74 og fóru bæði vestur í Grundarfjörð ég fékk eitt þeirra og Hilmar hitt eins og fyrr getur, til gamans má geta að á sama tíma var fyrir Z1 900 "73 og H1 500 "71 í Grundarfiði, solítið sértakt á svo litlum stað með ekki millimetir af bundnu slitlagi.
Þá er alveg ótrúlega gaman að vita að hjólið "mitt" er annþá til Seini, sá mjög fljðtlega eftir að hafa selt það, hér er mynd tekin á Ísafirði vorið 75 http://home.online.no/~gudmg/images/kawa/H2.jpg pælið í gallanum, kuldaúlpa, gúmístígvéli og gallabuksur, var sennilega á leið að setja hraðamet milli Hnífsdals og Ísafjarðar náði aldrei seinna hundraðinu enn næstum þó. Mikið værri gaman að fá að sjá mydir af hjólinu Seini
Bestu Kveður
Guðmundur Guðmundsson
KZ 900 LTD "76

Seini:
Sæll Guðmundur
Eins og er hef ég enga mynd af hjólinu.
Hjólið hefur lítið breyst, sami litur, ekið um 21000 km. Orginal, nema það er með J&R pústpípum, sem voru á einhverju hjóli í Vestmannaeyjum á sínum tíma. Ég á orginal kútana ennþá.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version