Kvartmílan > Mótorhjól
Kawasaki 750 h2
70 Le Mans:
Sælir, hjólið sem Hilmar Harðarson átti gæti verið hjólið sem pabbi átti, en pabbi keypti það af manni á Akranesi sem gæti hafa keypt það af honum Hilmari. Það væri gaman að vita fastanúmerið af því til þess að fletta upp eigendaferlinum og vita hvort hjólið sé enn til.
70 Le Mans:
Maðurinn sem pabbi keypti hjólið af hét Grímur.
Seini:
Guðmundur
Hér er linkur á video frá sandspyrnu á Hrafnagili 1984.
Þarna er gamli kawi 750 H2 orginal að undanskildu, J&R pústpípum, skófludekki og prjóngrind.
http://spjall.ba.is/index.php?topic=4018.0
Það eru fleiri en eitt video þarna.
Velja video með dagsetningu og tíma, Tue. 15 Nov. '11 02:09:39.
:???:
gudmg:
Steini
Ótrúlega gaman að sjá þann gamla gripin í góðum stíl. Ekki í fyrsta sinn sem hann var á sandi, Sverrir (Þóroddson)átti ekki alltaf götudekk á lager og þá endaði maður með torfærudekk, þá var það freistandi að taka brekkur sem torfæruhjólin ekki höfðu kaft og þol í, það endaði með að ég braut tromluna og fleiri hjól í gírkassanum eftir að keðjan fór af með látum og neistaflugi.
Mér hryllir við hvað ég fór illa með hjólið, allir sem hafa átt eða prófað svona hjól skilja það, (enn samt hrikalega var gaman að taka brekkurnar) Ef þú átt "orginal" rörin sjást sennilega merkin eftir mig.
Mikið væri gaman að sjá hjólið, mér skilst að þu búir ekki á Islandi, ekki ég heldur (Noregi) svo það væri tilviljun ef svo færi. Veit ekki hvort þú kannast við frænda minn Þórir Hálfdánarson frá Ísafirði, ég kem til Íslands um miðjan júli á hjóli af "réttri gerð" svo "who knows"
Skil vel þetta með púströrin, á núna KZ900LTD "76, tímdi ekki að hafa orginal rörin á (ófáanleg Jardine 4-2), tók þau af og setti á "aftermarket" drasl, sem ég nota daglega.
"70 le mans"
Svo var það þetta með "hitt" 73 hjólið sem þú spyrð um, ég skal reyna að hafa samband við Hilmar og vita hvort hann veit eitthvað meira um hvað varð um það
Guðmundur
70 Le Mans:
Sælir, http://www.drullusokkar.is/blog/2011/03/13/510441/ ég rakst hér á þessa grein á drullusokkar.is og þar segja þeir að það hefðu aðeins verið til tvö svona gyllt hjól eins og Guðmundur vísar í hér að ofan, semsagt þau sem þið Guðmundur og Hilmar hafið átt. Einnig segjast þeir vita örlög þeirra beggja, þannig að nú er næsta skref að gá hvort hægt sé að ná sambandi við þá til að vita hvað hafi orðið um hjólið sem ég leita að. En við getum þá verið vissir um að hjólið sem Hilmar hafi átt hafi verið sama og gamla hjólið hans pabba.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version