Kvartmílan > Mótorhjól

Kawasaki 750 h2

(1/3) > >>

70 Le Mans:
Sælir, ég er að leita að mótorhjóli sem pabbi átti. 1972 Kawasaki 750 h2 mach 1, númerið var E-1714 pabbi heldur að hann hafi keypt hjólið 1977 og selt það sirka 1978 eða 79. Gaman væri að vita hvort það sé enn til, hér er mynd af alveg eins hjóli. http://www.google.is/imgres?q=72+kawasaki+h2&um=1&hl=is&sa=N&biw=1280&bih=923&tbm=isch&tbnid=L5ms7uSY5FWCuM:&imgrefurl=http://www.motorbikespecs.net/index.dyn%3Fflag%3D2%26model_id%3D5836476%26make%3DKawasaki&docid=xe8VSnppOq6RYM&imgurl=http://www.motorbikespecs.net/images/Kawasaki/H2_H2A_H2B_H2C_(KH750)_72-75/H2_H2A_H2B_H2C_(KH750)_72-75_6.jpg&w=448&h=336&ei=sCcTT_D8Is_-sgbo1swN&zoom=1&iact=rc&dur=504&sig=113141917799381681602&page=3&tbnh=160&tbnw=195&start=46&ndsp=25&ved=1t:429,r:1,s:46&tx=73&ty=77

Seini:
Sæll
Hugsanlega er ég með það sem eftir er af þessu hjóli. Ég fékk eitt H2 í pörtum frá Borgarfirði og annað frá Grundarfirði. Bensíntankurinn er rauður á öðru en brúnn á hinu. Hvernig var hjól pabba þíns á litin ?

Uppl. um þessi hjól
http://kawasakitriplesworldwide.com

Steini

70 Le Mans:
alveg eins og þetta á myndinni (gyllt)

70 Le Mans:
er þetta sami litur og er á bensín tankinum hjá þér?

Seini:
Sæll
Hjólið á myndinni sem þú ert með link á er 1973 árgerð.
Sjá link, litur eftir árgerðum. http://3cyl.com/mraxl/paint/triple_colors/ws_mod10e.html
H2 er árg. 1972. H2A er  árg. 1973. H2B er árg. 1974. H2C er árg. 1975.
750 3 cyl. tvígengishjólin eru Mach IV (mach 4 ) 500 H1 hjólin eru mach III osfrv.
http://en.wikipedia.org/wiki/Kawasaki_triple
Ég er með eitt orginal gangfært 750, árg. 1973, alveg eins á litin og það sem er á myndinni sem þú vísar í.
Einnig er ég með tvö H2 hjól sem búið er að breyta fyrir kvartmílu, annað keypt frá USA hitt frá Kanada. Og svo er ég með 2-3 í pörtum.

Daði Sigurðsson frá Höfn í Hornafirði átti eitt blátt H2 1972, ég held að það hafi upphaflega verið í Vestmannaeyjum.  Daði lést fyrir nokkrum árum. Það hjól er núna hjá Halldóri Sigtryggs (Dóra Sigtryggs). Dóri var með og er sennilega ennþá með hjólaverkstæði á Hafnarfjarðarvegi 68 Hafnarfirði.  Dóri hefur verið lengi í hjólaviðgerðarbrasanum, og veit kannski eitthvað um hjól pabba þíns.
Einnig gætirðu beðið einhvern verkstæðismann að fletta þessu upp í Umferðarstofu. Eða einhvern hér á KK sem hefur aðgang.
Kv. Steini geitungur  :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version