Kvartmílan > Almennt Spjall
Íslandsmeistaramót 2012. Hvernig skal auka þátttöku
Buzy84:
Sælir Kvartmílumenn,
Árið 2011 var Íslandsmeistaramótið mjög ílla sótt hjá okkur ( í það minnsta í nokkrum flokkum ) og veit ég fyrir víst að hugsað var um að hafa aðeins 1 keppni til íslandsmeistara en var þeim valkosti lokað strax, svo ég reikna með að árið 2012 verði 4 keppnir ( 3 sem gilda til Íslandsmeistara ) ?
Eflaust spyrjum við okkur hvað getum við gert til þess að fá fólk til að mæta á þessar keppnir og keppa, og þá auðvitað auka áhorf um leið.
Ef það yrðu góð verðlaun fyrir 1.Sæti í öllum flokkum t,d 15,000kr í formi gjafabrefs og frítt alþrif + Bón á bónstöð, myndi keppendur aukast ?? Hver er ykkar skoðun ?
Kv Óli R
Sævar Pétursson:
Ég held þetta snúist ekki um einhver peningaverðlaun.
Racer:
kalla þetta eitthvað annað eins og Hafnarfjarðameistarinn eða eitthvað spennandi nafn.
Ég hef heyrt í gegnum árin að það er víst ekkert spennandi að eiga bikar sem er með íslandsmeistara titill á , annars já spurning hvort eitthvað skemmtilegt fylgir titilinum eins og frí keppnisgjöld árið á eftir eða annars konar verðlaun hvort það myndu ekki fleiri taka þátt.
Einar K. Möller:
Davíð minn... stundum á maður bara ekki að svara þráðum ](*,)
1965 Chevy II:
Ef þið spyrjið þá sem koma á æfingar af hverju þeir keppa ekki í Íslandsmeistaramótinu þá er svörin yfirleitt þau sömu " ég hef bara ekki áhuga á því, ég fæ fleirri ferðir fyrir minni pening á æfingum, ég get spyrnt þegar mér hentar á æfingum, ég passa ekki í flokkinn sem mig langar að vera í ".
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version