Kvartmílan > Almennt Spjall

Íslandsmeistaramót 2012. Hvernig skal auka þátttöku

<< < (2/3) > >>

bæzi:
Sælir

ég vil meina að við þurfum að virkja fleiri nýliða og smita þá af delluni, þetta er jú della  :mrgreen:
Og ég held að það sé gert með að hafa mikið líf uppá braut á vorin og sumrin, eins og test and tune daga (æfingar).
því af hverjum 20 sem mæta koma alltaf einhverjir til með að smitast og mæta seinna í keppnir.
segjum sem svo að lagt yrði niður æfingar á einhverjum tímapunkti þá yrði eingin nýliðun og þar af leiðandi minnkandi mæting í keppnir í framtíðini.

Það verður að vera nýliðun í þessu sporti.

kv Bæzi

1965 Chevy II:
Eins og sjá má á dagatalinu er stefnt á að hafa opið nánast allar helgar á brautinni ef starfsfólk fæst, það er ómögulegt að gera þetta með sama genginu.

Það verður auglýst eftir starfsfólki fljótlega sem og fyrir æfingar og þá vonandi hægt að skipta niður í hópa á sem flestar helgar, 3 gengi væri flott.

ASI YZ:
afsakið að ég spyr en í hvaða flokki get ég keft í á plymouth Duster 1974 með 318 ?

1965 Chevy II:
Sæll,

MC flokkur ef þú villt vera á venjulegum götudekkjum, MS ef þú villt vera á slikkum og svo Bracket flokkur sem gæti hentað vel líka.

ASI YZ:
eru menn eitthvað að notast við nitro hérna heima?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version