Kvartmílan > Almennt Spjall
mig vantar mótor
Hr.Cummins:
Taktu V8 small block gm / ford / mopar...
Allar eiga þær það sameiginlegt að eyða minna en þessi Range Rover rella sem að vinnur ekki fyrir því sem að er sett í tankinn :!:
Það er 305 með skiptingu til sölu hérna á spjallinu fyrir 60 þúsund (og eflaust hægt að prútta)...
Svo taka menn upp pensil og málningu, þrífa vel og skrúfa þetta niður í græjuna... færð þá þræl-kaggalegt hljóð og mótor sem að hægt er að stóla á forever :!:
Big Al, ég þekki nú tvo leigubílstjóra á BMW 525d og 530d sem að báðir eru að detta í 1 milljón kílómetra... það er eitthvað sem að ég hef ekki enn séð CDI gera þó að ég efist ekki um að það sé hægt... en það hefur allavega ekki ennþá þurft að kalla inn hálfan flotann úr framleiðslu BMW vegna gallaðra sveifarása ennþá...
Menn segja að túrbínurnar séu lélegar... ég segi það kjaftæði, menn eiga bara að hugsa vel um og sinna góðu viðhaldi á bílunum sínum, skipta reglulega um olíur og leyfa afgasinu að kólna aðeins og spöðunum að róa sig áður en að drepið er á :!:
Með BMW kveðju
Big Al:
Það liggja 4 cyl 2.5 JEEP mótorar útum allt fyrir sama og ekkert! Gangvissir 101-125 hestöfl fer eftir árgerðum.
Þettað eru nú ekki mótorar sem mæli með, skemmtanagildið lítið og eyðir frekar mikið miðað við afköst.
Ef það er eitthvað sem er hægt að hrósa þessum mótor fyrir þá er hann gangviss og hann lufsast lengi á lágsnúningi og gefst seint upp.
Það vill nú svo skemmmtilega til að ég geri nú út leigubíl sjálfur og ekki kannast ég við þessa bíla sem þú minnist hér á fyrir ofan.
En hérna á góðærisárunum 2006-2008 þá komu nú 3-4 E 60 bílar 520 dísel nýir inn brannsann og það liðu ekki 2 ár þá voru þeir allir farnir úr brannsanum aftur.
Einn þeirra átti áður eldgamlann w210 ekinn 600 þús og hann sagði mér að eina vitið væri að losa sig við bimmann hann treysti honum ekki.
Ef ég man rétt þá eru þettað nú bara Garett eða einhverjar universjal túrbínur í þessum bílum og er ég nokkuð viss að Bimminn skartar svolleiðis líka.
Big Al:
Og aðeins aftur að Rússanum, Það ver auglýstur hérna á einhverju bílaspjallinu v6 2.9 ford úr litlla Bronco 2 fyrir nokkrum dögum.
Þekki hann ekkert en það fylgdi rosa falleg ræða með auglísingunni að hann væri sparneytinn :-"
Gudmundur Arni Sigurdsson:
þarf að skoða þetta er ekki annars nokk sama hvaða vél maður notar allar eru með þetta líter per 100kg
íbbiM:
þessi 305 rella sem er auglýst þarna væri nu jafnvel ekki svo vitlaus kostur,
vel stillt og heil 305 eyðir littlu, skilar fínu togi á lágum snúning og dugir vel, nóg til af þeim og þetta er það basic að þetta bara gengur,
ég ranghvolfi bara augunum yfir þessum modern bmw/benz diesel mótora umræðum,
en það er til gott úrval af gömlum og góðum benz diesel mótorum, 5 og 6 cyl línu, mótorar sem ganga lengur en flestir, hægt að fá musso jeppa með öllu kraminu á lítið
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version