þetta er ormapyttur.... tryggingafélögin virðast hafa allt sín megin í svona málum, og það sem verra er, er að ef einhver keyrir á fornbílinn þinn, og þú ert í rétti, þá kveður tryggingafélagið til sín bílasala sem hafa mismikið vit á svona hlutum, láta þá meta bílinn og halda sig svo fast við það verð.
það breytir þá engu þó þetta sé eini bíllinn á landinu, og það kosti x krónur að fá samskonar bíl erlendis frá.. þeir hanga á verðmati íslenskra bílasala.
þeir hengja sig einnig á það, að greiða aldrei meira í viðgerðarkostnað en verðmæti bílsins, sem er að mínu áliti mjög vafasamt..
gefum okkur dæmi,
þú átt fornbíl, uppgerðann, einhver keyrir á hann og þú ferð í ferlið að slást við tryggingafélag þess sem skemmdi bílinn þinn.
þeir kveða til matsmann (bílasala) sem segir að bíllinn sé 500þ kr. virði, þrátt fyrir að þú sért búinn að eyða 1 milljón í bílinn, og eigi nótur fyrir öllu.
viðgerðin er metin á 700þ krónur,
tryggingafélagið býður þér 500þ kr. fyrir bílinn, selja hann svo á uppboði og hirða þann pening sjálfir.
eða.. þeir bjóða þér 350þ kr. upp í viðgerðina og þú heldur bílnum.
eftir stendur þú, með bílinn skemmdann, 350þ kall í vasanum og getur ekki lagað hann nema punga sjálfur út 350þ kr. sem vantar upp á.
Ég hef alltaf sagt, að þú eigir rétt á að fá tjónið bætt AÐ FULLU.. alveg sama hvað það kostar, tryggingafélögin segja svo ekki vera, og vitna í "lög" sem þeir fari eftir, sem engum hefur tekist að benda mér á hvar eru.
Það sem maður á að gera ef þetta gerist, er að taka bæturnar, láta laga bílinn og fara svo í einkamál við þann sem var valdur að tjóninu, ég er nokkuð viss um að maður myndi vinna það mál. Sá aðili getur svo farið í mál við sitt tryggingafélag.. kemur manni ekki við..