Author Topic: Tryggingarfélög vs fornbíll  (Read 3284 times)

Offline 351

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 47
  • björn ingi kristjánsson
    • View Profile
Tryggingarfélög vs fornbíll
« on: November 23, 2011, 16:05:26 »
Góðan dag Mig langar að spyrja ykkur samb við tryggingarfélögin og hvernig tryggingum á gömlum fornbílum er hátað.tryggingarfélögin eru þekkt fyrir að reynna að komast hjá því að borga og hvernig er það með fornbíla? nú vita það allir sem eiga fornbíl að það er miklu dýrara að gera við þá eftir tjón.  Heldur en tjón sem verður á nýlegan bíl. Svo er manni ekki sama hvernig þetta er gert ( viðgerðin) Hver metur verðgildi fornbílsins ef hann semmist það mikið að ekki sé hægt að gera við hann. Getið þið  sem þekkið þetta mál deild því með okkur hinum sem gætu  lent í svona leíðindum að skemma fornbílinn sin  :D

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #1 on: November 23, 2011, 16:37:21 »
þetta er ormapyttur.... tryggingafélögin virðast hafa allt sín megin í svona málum, og það sem verra er, er að ef einhver keyrir á fornbílinn þinn, og þú ert í rétti, þá kveður tryggingafélagið til sín bílasala sem hafa mismikið vit á svona hlutum, láta þá meta bílinn og halda sig svo fast við það verð.

það breytir þá engu þó þetta sé eini bíllinn á landinu, og það kosti x krónur að fá samskonar bíl erlendis frá.. þeir hanga á verðmati íslenskra bílasala.

þeir hengja sig einnig á það, að greiða aldrei meira í viðgerðarkostnað en verðmæti bílsins, sem er að mínu áliti mjög vafasamt..

gefum okkur dæmi,
þú átt fornbíl, uppgerðann, einhver keyrir á hann og þú ferð í ferlið að slást við tryggingafélag þess sem skemmdi bílinn þinn.
þeir kveða til matsmann (bílasala) sem segir að bíllinn sé 500þ kr. virði, þrátt fyrir að þú sért búinn að eyða 1 milljón í bílinn, og eigi nótur fyrir öllu.
viðgerðin er metin á 700þ krónur,
tryggingafélagið býður þér 500þ kr. fyrir bílinn, selja hann svo á uppboði og hirða þann pening sjálfir.
eða.. þeir bjóða þér 350þ kr. upp í viðgerðina og þú heldur bílnum.

eftir stendur þú, með bílinn skemmdann, 350þ kall í vasanum og getur ekki lagað hann nema punga sjálfur út 350þ kr. sem vantar upp á.

Ég hef alltaf sagt, að þú eigir rétt á að fá tjónið bætt AÐ FULLU.. alveg sama hvað það kostar, tryggingafélögin segja svo ekki vera, og vitna í "lög" sem þeir fari eftir, sem engum hefur tekist að benda mér á hvar eru.

Það sem maður á að gera ef þetta gerist, er að taka bæturnar, láta laga bílinn og fara svo í einkamál við þann sem var valdur að tjóninu, ég er nokkuð viss um að maður myndi vinna það mál.  Sá aðili getur svo farið í mál við sitt tryggingafélag.. kemur manni ekki við..
Atli Már Jóhannsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #2 on: November 23, 2011, 17:27:35 »
Ábyrgðartrygging bílsins dekkar tjón upp að einhverri svaka fjárhæð, 1,5 milljarði eða eitthvað.
Ef matið á viðgerðarkostnaði bílsins er hærra en þeir vilja borga þá er bara að fara í hart við þá, fá lögfræðing með sér í lið og gera kröfu um að tjón þitt verði raunverulega bætt. Þegar um er að ræða skyldutrygginguna þá hafa þeir lagalega skyldu til þess að bæta tjón og geta ekki einhliða samið sig neitt frá því, annað en þegar um er að ræða aðrar tryggingar sem ekki er skylda að kaupa.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #3 on: November 23, 2011, 17:38:50 »
Tryggingafélög GRÆÐA ALLTAF #-o
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #4 on: November 23, 2011, 20:12:09 »
... og þetta með "ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" er einungis fyrirsláttur og lygi.
Kristmundur Birgisson

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #5 on: November 24, 2011, 13:50:05 »
... og þetta með "ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" er einungis fyrirsláttur og lygi.

Fór ekki e'h snillingurinn í mál fyrir "false advertising" og tapaði því :?:
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #6 on: November 24, 2011, 14:12:51 »
... og þetta með "ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" er einungis fyrirsláttur og lygi.

Fór ekki e'h snillingurinn í mál fyrir "false advertising" og tapaði því :?:

Hef ekki heyrt af því - geturðu bent mér á einhver gögn sem hægt væri að skoða ?
Kristmundur Birgisson

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #7 on: November 24, 2011, 16:46:43 »
Ég hef nú ekki ennþá lent í því að fá ekki það sem ég vil þegar ég og mínir hlutir hafa verið tjónaðir.

Tryggingarfélagið þitt er fyrir ÞIG en EKKI þú fyrir það !
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Tryggingarfélög vs fornbíll
« Reply #8 on: November 24, 2011, 17:44:00 »
... og þetta með "ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" er einungis fyrirsláttur og lygi.

Fór ekki e'h snillingurinn í mál fyrir "false advertising" og tapaði því :?:

Hef ekki heyrt af því - geturðu bent mér á einhver gögn sem hægt væri að skoða ?

Skal sjá hvað ég get fundið, en ég man eftir þessu í kringum 2005....

*edit*
Hérna er allavega eitthvað frá 2007:
http://eyjan.is/2007/09/28/hera%C3%B0sdomur-ef-%C3%BEu-ert-trygg%C3%B0ur-%C3%BEa-f%C3%A6r%C3%B0u-%C3%BEa%C3%B0-b%C3%A6tt-nema-stundum/
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40