Kvartmílan > Almennt Spjall

OF- 101

<< < (8/9) > >>

Kiddi:
Er maður samkeppnishæfur ef maður er að keyra 1.5/10 til 2/10 frá Indexi? Hvað voru stjörnurnar langt frá Indexi í sumar :?: Er einhver bíll á númerum að keyra í þessum flokk :) :?:

Ingó:
Flestir voru að keyra  ,006-,025sek frá indexi. Þannig að það er verulega samkeppnis hæft. Ég man ekki eftir að götuskráðir bílar hafi verið að keppa í OF. Fyrir örfáum árum voru flestir ,05sek frá indexi. :)

maggifinn:
Kryppan hjá Dadda er eina götuskráða tækið, og var á númerum fyrsta keppnistímabilið sitt í OF. Við höfum bara ekki enn drullað rafmagninu í framljósin eftir áreksturinn svo hann er ekki á númerum núna.

 Sú Kryppa fór best 5.77 á 5.63 indexi. 0.14 frá á Hoosier Quick Time Pro.

1965 Chevy II:
OF hefur gengið ágætlega upp en kannski væri hægt að hafa mun fleirri keppendur þar ef hann tæki tillit til aflauka í indexi.

Til dæmis hefur novan mín lítið erindi þangað:
"Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 3333 lbs og er með 620 ci vél skal hafa index tíma 7.60 sec í 1/4 eða 4.86 í 1/8"

Lenni Mullet:
Það er reyndar eitt sem mér hefur alltaf fundist mjög skrítið í þessum OF flokki en það er að engir Power-Adder-ar eru teknir inní reikni formúluna sem verður eiginlega að segjast að sé mjög undarlegt.

Annars skiptir þetta mig sjálfumsér engu máli þar sem ég á og mun aldrei eiga neinn séns í þennan OF flokk á minni Gremlin bifreið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version