Kvartmílan > Almennt Spjall
OF- 101
maggifinn:
Glöggur Elmar. Þú hefur unnið þér inn kökusneið.
Þetta heitir nú einusinni Almennt Kvartmíluspjall :mrgreen:
Hr.Cummins:
Í hvaða flokk fellur 209.3CID mótor sem að fer "kannski" sub 10 :) í þessum fræðum þá :?:
maggifinn:
Því er auðsvarað.
Hann fer í OF flokkinn.
OF flokkurinn er skammstöfun fyrir Opinn Flokkur. OF á ekkert skylt við OfurBíla....
Hversu vel 10sekúndu 209 kúbika vél stendur sig veltur bara á afli vélarinnar og þyngd ökutækis.
Þú setur inn vélarstærð og þyngd ökutækis í reiknivélina : http://foo.is/calc/of-index.plp
Það gera allir sem keppa í flokknum, og þeir bestu eru að keyra mjög nálægt tölunni sem kemur úr reiknivélinni.
Talan úr reiknivélinni fyrir tvo bíla sem eru saman á ljósunum setur þá af stað svo þeir verði jafnir yfir endalínu. en annað tækið keyrir auðvitað alltaf betri ferð en hitt. Það tæki vinnur.
Hr.Cummins:
Pund/cid er 14.9573058911862
Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 1420 kg og er með 209.3 ci vél skal hafa index tíma 11.72 sec í 1/4 eða 7.50 í 1/8.
ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!
hmm.... hvernig eru þessar reglur með þyngd ?
maggifinn:
Það var einusinni það sem kallað var 1 á móti 10 reglan. Þ.E. fyrir hver tíu pund af keppnistæki varð að vera ein kúbiktomma af vélarrúmtaki. Þetta var gert til að halda flokknum ákveðið fljótum.
Það getur verið að svíkja mig minnið en ég held að það hafi verið tekið úr sambandi. Ingó sennilega er með það á hreinu. Annars er það bara dósaborinn á græjuna!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version