Author Topic: OF- 101  (Read 15347 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
OF- 101
« on: November 05, 2011, 23:44:26 »
Við vorum bræðurnir að horfa á ólympískar lyftingar í sjónvarpinu í kvöld. Átum kjúkling með.

 Þarna voru nokkrir hörkunaglar sem allir áttu það sameiginlegt að vera smávaxnir, snöggir og léttir, nánast dvergvaxnir.

 Þeir voru að snara 145kg en vigtuðu sjálfir undir 56kílóum. Alveg magnað. Miklir íþróttamenn sem stunda sitt fag af miklum metnað.

 Eftir því sem leið á tókum við eftir því að sá sem vann mótið lyfti ekki mestu þyngdinni. Sigurvegarinn lyfti neflilega flestum kílóum miðað við líkamsþyngd. Hann var einhverjum grömmum léttari en sá sem lyfti kílói meira. Þetta er einhvernvegin uppreiknað og hefur einnig eitthvað með atrennur að gera.

  

Nú veit ég að 145 kíló er engin svakaleg þyngd, sér í lagi ef við berum þetta saman við okkar Benna Magg sem deddar 498kg.
 
 Benni Magg veit og skilur að hann er í öðrum þyngdarflokk og er því ekki að heimta að fá að keppa við og vinna litlu 56kílóa naggana á jöfnu.

 
« Last Edit: November 10, 2011, 17:52:19 by Trans Am »

Offline Stebbik

  • In the pit
  • **
  • Posts: 79
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #1 on: November 06, 2011, 00:47:48 »
 :D :D Góð samlíking hjá þér, kannski maður fari að grenna sig svo maður gæti tekið þátt í léttvigtinni,
en frekar hef ég nú meiri áhuga á að horfa þúngarvigtarboltana lyfta 400-500 kílóum en dverga lyfta 100-150 kg  :D :D
Stefán Kristjáns.
næst besti N.A 1/8 tími á brautinni
1/8 besti tími 4.9 sec, 144 mph.1.18.60 fetin

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #2 on: November 06, 2011, 01:01:14 »
ég hafði æfingafélaga í ræktinni fyrir nokkrum árum sem var í þessum ákveðna stærðaflokki.

Hann hafði mjög gaman að skjóta á okkur í stærri hæðaflokki að það væri ekkert mál fyrir hann að lyfta sömu þyngd og við hinir.. hann þyrfti bara að lyfta mun styttra en við hinir þar sem hendur og fætur hans voru mun styttri ;)

annars hvort sem einhver lyftir 100 eða 400 kg þá er það frábært og því miður er orðið of mikið af fólki sem kvartar þegar það þarf að halda á 20 kg.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #3 on: November 06, 2011, 13:26:13 »
Maggi þetta kallast jöfnum og er þetta fyrirkomulag viðhaft í flestum íþróttum :) Sá stóri gæti étið þann minni í morgunmat :)
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #4 on: November 06, 2011, 14:54:12 »
Sælir félagar. :)

Þetta er skondin samlíking hjá þér Maggi og á kannski vel við, ennnnnnn þessar tvær myndir sem þú ert með í póstinum sína tvær mismunadi íþróttagreinar. :-k

Sú efri er af lyftingamanni að lyfta í Ólympískum lyftingum en sú neðri af honum Benna sýnir hann að keppa í Kraftlyftingum, sem er allt önnur grein og meira að segja með annað sérsamband en Ólympísku lyftingarnar.  #-o

Myndin af Benna er hins vegar flott. :mrgreen:

Langaði bara að benda á þetta.


Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #5 on: November 06, 2011, 15:58:51 »
epli og appelsínur .... ekki það sama en skemtileg umræða samt  :mrgreen: sjálfur keppti ég í 18 ár í kraftlyftingum og hef unnið þó nokkra titlana í 5 þyngdar flokkum í gegn um tíðina og ég horði á þetta í tvinu í gær líka en át samt engan kjúkling  .... :mrgreen:

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #6 on: November 06, 2011, 18:46:32 »
Ég held að þú eigir ennþá bekkpressumet í þínum flokki í Massa Kalli... ég ætla ekki að alhæfa það en mig minnir endilega að ég hafi séð nafnið þitt á listanum þar fyrir ekki svo löngu...

Enda ert þú nú hálfgerður dvergur  :twisted: hehehehe...

Ég ætla að klára að endurhæfa á mér bakið og svo ætla ég að sjá hvort að ég kemst ekki yfir 300kg múrinn í deadliftinu núna næsta sumar, ég var kominn langt á leið með það núna í haust en tognaði svo í bakinu við að tína rabbarbara...

Já ég veit.. þokkaleg kaldhæðni !!
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Maverick70

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 765
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #7 on: November 08, 2011, 11:12:16 »
benni á 462 mest í deddi, ekki 498 ;)
1965 vw bjalla
                   

Heimir Kj.

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #8 on: November 08, 2011, 12:32:13 »
Hann á reyndar 1100lbs (498kg) í DekkjaDeadlift... en það er víst ekki eins...

en það er rétt hjá þér 461kg í deadlift er skráð met.... setti metið á Ronnie Coleman Classic...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #9 on: November 09, 2011, 15:23:03 »
Megin efni þráðsins er ekki um lyftingar held ég! Heldur er verið að ýja þarna að OF flokk í kvartmílu  :D
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #10 on: November 09, 2011, 18:31:30 »
Glöggur Elmar. Þú hefur unnið þér inn kökusneið.

 Þetta heitir nú einusinni Almennt Kvartmíluspjall  :mrgreen:

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #11 on: November 09, 2011, 18:39:17 »
Í hvaða flokk fellur 209.3CID mótor sem að fer "kannski" sub 10 :) í þessum fræðum þá :?:
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #12 on: November 09, 2011, 18:53:56 »
Því er auðsvarað.

 Hann fer í OF flokkinn.

 OF flokkurinn er skammstöfun fyrir Opinn Flokkur.  OF á ekkert skylt við OfurBíla....

 Hversu vel 10sekúndu 209 kúbika vél stendur sig veltur bara á afli vélarinnar og þyngd ökutækis.

 Þú setur inn vélarstærð og þyngd ökutækis í reiknivélina : http://foo.is/calc/of-index.plp

 Það gera allir sem keppa í flokknum, og þeir bestu eru að keyra mjög nálægt tölunni sem kemur úr reiknivélinni.

 Talan úr reiknivélinni fyrir tvo bíla sem eru saman á ljósunum setur þá af stað svo þeir verði jafnir yfir endalínu. en annað tækið keyrir auðvitað alltaf betri ferð en hitt. Það tæki vinnur.

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #13 on: November 09, 2011, 19:00:15 »
Pund/cid er 14.9573058911862

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 1420 kg og er með 209.3 ci vél skal hafa index tíma 11.72 sec í 1/4 eða 7.50 í 1/8.

ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

hmm.... hvernig eru þessar reglur með þyngd ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #14 on: November 09, 2011, 19:08:14 »
Það var einusinni það sem kallað var 1 á móti 10 reglan. Þ.E. fyrir hver tíu pund af keppnistæki varð að vera ein kúbiktomma af vélarrúmtaki. Þetta var gert til að halda flokknum ákveðið fljótum.

 Það getur verið að svíkja mig minnið en ég held að það hafi verið tekið úr sambandi. Ingó sennilega er með það á hreinu.  Annars er það bara dósaborinn á græjuna!

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #15 on: November 09, 2011, 19:27:13 »
Ég er klárlega ekki að fara að bora úr "tíkinni"...

En hann verður eflaust e'h léttari með engri innréttingu, bara cage, 2 stólar og harness...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #16 on: November 09, 2011, 19:38:49 »
Pund/cid er 15.0079943740879

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 1160 kg og er með 170.4 ci vél skal hafa index tíma 11.74 sec í 1/4 eða 7.52 í 1/8.

ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

Tók hérna sem dæmi E30 hjá Aroni Jarl.... er hann þá ekki í OF flokki ?

11.891 sec @ 115.67 mph - besti tíminn hans sem að ég veit um..

þetta var á 14psi minnir mig, og hann var búinn að hækka sig í 18psi... held ég...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #17 on: November 09, 2011, 19:50:50 »
OF er keppnisflokkur hjá kvartmíluklúbbnum, rétt einsog hver annar keppnisflokkur í Kvartmíluklúbbnum. öll tæki og vélar í keppnisflokknum eru OF apparöt.

  Í þeim flokki eru mikið breyttir götubílar, keppnisbílar byggðir á fjöldaframleiddu boddýi og sérsmíðuð spyrnutæki einsog dragsterar og altered grindur. Semsagt verulega opinn flokkur þarsem vélabreitingar eru opnar og margar tegundir keppnistækja keppa við hvert annað.

 Þessi flokkur hefur þá sérstöðu umfram aðra í íslenskum spyrnukeppnum að tekið er mið af vigt tækja og rúmtaki véla, til að jafna leikinn.

 Rétt einsog 65kílóa strumpurinn er hlutfallslega jafnsterkur og Benni,
er stóra vélin í þunga bílnum jafnfljót og litla vélin í létta bílnum.
 

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #18 on: November 09, 2011, 19:53:28 »
I see... með öðrum orðum.... bracket :?:

Pund/cid er 18.11597976171

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 2950 kg og er með 359 ci vél skal hafa index tíma 13.00 sec í 1/4 eða 8.32 í 1/8.

:lol: ákvað að reikna herkúlesinn minn.... er samt ekki að sjá hann fara 13sec... kannski lágar 14 há-ar 13 :)
« Last Edit: November 09, 2011, 19:55:12 by Angelic0- »
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Ólympískar lyftingar
« Reply #19 on: November 09, 2011, 20:07:11 »
Já og nei ,, ekki alveg bracket. Þarna ræður enginn sínum kennitíma, hann er fyrifram gefin útfrá forsendunum úr reiknivélinni.

 Sá sem nær sínum OF tíma fær á sig viðhengi sem á að færa tímann sjálfkrafa niður. aðeins einn hefur náð því hér á landi, Kristján Skjóldal.

 Þetta keppnisfyrirkomulag gerir flokkinn að endalausum eltingaleik við að toppa sjálfann sig og kombóið hverju sinni. Styrkur miðað við þyngd.