Við vorum bræðurnir að horfa á ólympískar lyftingar í sjónvarpinu í kvöld. Átum kjúkling með.
Þarna voru nokkrir hörkunaglar sem allir áttu það sameiginlegt að vera smávaxnir, snöggir og léttir, nánast dvergvaxnir.
Þeir voru að snara 145kg en vigtuðu sjálfir undir 56kílóum. Alveg magnað. Miklir íþróttamenn sem stunda sitt fag af miklum metnað.
Eftir því sem leið á tókum við eftir því að sá sem vann mótið lyfti ekki mestu þyngdinni. Sigurvegarinn lyfti neflilega flestum kílóum miðað við líkamsþyngd. Hann var einhverjum grömmum léttari en sá sem lyfti kílói meira. Þetta er einhvernvegin uppreiknað og hefur einnig eitthvað með atrennur að gera.
Nú veit ég að 145 kíló er engin svakaleg þyngd, sér í lagi ef við berum þetta saman við okkar Benna Magg sem deddar 498kg.
Benni Magg veit og skilur að hann er í öðrum þyngdarflokk og er því ekki að heimta að fá að keppa við og vinna litlu 56kílóa naggana á jöfnu.