Kvartmílan > Mótorhjól

2012, Kawasaki ZX-14R, 1441 cc, ca. 210 hross.

<< < (4/7) > >>

eva racing:
Hæ.
Stjáni er með þetta ....

Ég VEIT þetta með kjaftakellinguna.....
Ég sagði ekki að það væri ekki hægt að flassa tölvuna, en spurnig hvort þú getur það sjálfur á þínu hjóli...
ég er búin að prufa nokkuð mikið af svona uppsettum möppum hér á dynobekknum.... jú ég hef séð möpp sem eru mjög nærri lagi .. en sumt hefur verið alveg.... tja  ekki mjög gott (af því ég er orðvar og hógvær)  svona fiktarar einsog við erum margir viljum fá að "laga eitthvað" (ég veit getur brugðist til beggja vona) en mér finnst þetta að fá flassaða tölvu, svona einsog að fá hljómtæki með engum tökkum .. "þetta sándar fínt svona" sorrý ekki ég...

um að ég ætti að prufa svona M3 og (hvað sem kom af mjög dýrum númerum þarna hjá þér)
tvær smá sögur.. 
 það var ágætis félagi minn (sem á og er búin að eiga víða flóru af góðum bílum) sem fór að prufa svona porke bíl (með Benna við hlið) og eftir að vera búin að blasta turbóið og lát askriðvörnina borga sig í gegnum nokkrar 90 gráður..þegar þeir stoppuuðu svo á planinu hjá Benna sagði þessi ágæti maður.
"Veistu Benni, ég held þetta sé rétt hjá þér. þetta er sennilega besti bíll í heimi... en í þessum amerísku... maður fær svo miklu meira fyrir peninginn.."

fyrir nokkrum árum fékk ég að vinna smá með "porke" starfsmanni sem var atvinnukeyrari á kappakstursbílum.. og við vorum að spjalla bíla (skrítið )
Guðbergur Guðbergs sem var með mér þarna spurði þjóðverjann "ef þú fengir "beiðni" fyrir bíl fyrir þig hvað tækirðu?" hann dró ekki einusinni andann "Viper" við vorum svona einsog fiskar í framan því við höfðum verið að tala um BMW Porche Ferrari og td. Renault 5 (miðjumótors tubo)
jú sko vipperin hefur nóg páver fullt af aksturseiginleikum og engin hjálpartæki..... ÞÚ þarft að keyra...

Vá hvað, maður er komin langt frá ZX14r kawasaki. 
kv Valur Vífilss ... masari....

Hr.Cummins:

--- Quote from: eva racing on October 24, 2011, 11:12:56 ---um að ég ætti að prufa svona M3 og (hvað sem kom af mjög dýrum númerum þarna hjá þér)
tvær smá sögur..
 
 það var ágætis félagi minn (sem á og er búin að eiga víða flóru af góðum bílum) sem fór að prufa svona porke bíl (með Benna við hlið) og eftir að vera búin að blasta turbóið og lát askriðvörnina borga sig í gegnum nokkrar 90 gráður..þegar þeir stoppuuðu svo á planinu hjá Benna sagði þessi ágæti maður.
"Veistu Benni, ég held þetta sé rétt hjá þér. þetta er sennilega besti bíll í heimi... en í þessum amerísku... maður fær svo miklu meira fyrir peninginn.."

fyrir nokkrum árum fékk ég að vinna smá með "porke" starfsmanni sem var atvinnukeyrari á kappakstursbílum.. og við vorum að spjalla bíla (skrítið )
Guðbergur Guðbergs sem var með mér þarna spurði þjóðverjann "ef þú fengir "beiðni" fyrir bíl fyrir þig hvað tækirðu?" hann dró ekki einusinni andann "Viper" við vorum svona einsog fiskar í framan því við höfðum verið að tala um BMW Porche Ferrari og td. Renault 5 (miðjumótors tubo)
jú sko vipperin hefur nóg páver fullt af aksturseiginleikum og engin hjálpartæki..... ÞÚ þarft að keyra...

Vá hvað, maður er komin langt frá ZX14r kawasaki. 
kv Valur Vífilss ... masari....

--- End quote ---

Vissulega má það reynast rétt að menn fái meira fyrir peninginn í USA bíl ef að þeir kaupa 1970's og tjúna og græja og gera sjálfir, en nýr Viper SRT10 kostaði 110.000$ í fyrra og 2012 BMW M6 á að kosta rétt yfir 100.000$ og þá spyr maður sig, hvort er maður að fá meiri bíl í M6 eða Viper SRT10 :?: Um leið mætti einnig taka upp þær þrætur um hvort að það er ódýrara að tjúna GM LS1 eða retro-fitta Turbo á BMW M50 eða jafnvel M62 og fá sömu ef ekki betri afköst ;)

Ég veit ekki hversu góður eða fróður þessi motorsport gaur þinn hefur verið, en vissulega er nóg power í V10 monster-inu í Viper, engin hjálpartæki... en handling ??? ég er bara ekki að sjá það fyrir mér að þetta standist !!! Fyrir utan það, að í öllum BMW bílum sem að ég hef átt (og þeir hafa verið þó nokkrir) hef ég haft möguleikann á því að slökkva á ASC/ASC+T (við erum ekki að tala um neinn Mercedes viðbjóð) :!:

En það er alveg á kristaltæru.... að við erum komnir langt út fyrir upprunalegt topic þráðarins ;) þó að umræðurnar hafi vissulega verið skemmtilegar og fróðlegar og margt gáfulegt komið fram....

svo að við förum aftur í áttina að upprunalegu topic... Þá vissi ég nú ekki að því að þessi kjaftakelling væri til staðar, því að ef að ég skil ábyrgðarskilmála hjólsins rétt þá er þetta hvergi tekið fram og til þess að þeir geti hafnað ábyrgð byggt á þessum rökum yrði það að vera tekið fram í ábyrgðarskilmálunum!

Kv, !

dedion:
Sælir Bambinn stock?
hvað er stock?
Millað head og portað, gráðaðir ásar, opið púst, tölvubúnaður f. innspýtingu og hellingur af carbon stuffi.
Stock wheelbase? það er þekkt hjá þeim að breyta gráðum á stýristúbu og breyta afturgaffli en samt sama wheelbase og stock hjól :-) öxul í öxul.
lóð sett fremst og neðst í hlífar.
þetta er algjörlega stock hjól mundi ég segja ekki satt?
enda ættum við að hafa tímann hjá heimsmeistaranum þegar hann tók run á sínum Bamba stock 5 kúlu hjóli og sló sjálfsagt öll met á klakanum.
Diddi ekki fara úr öskunni (Yamaha) í eldinn (BMW) verzlaðu rétt næst.
Kv. Ingó

eva racing:
Hæ.
Sennilega er klásúla inni í ábyrgðaskilmálunum (bls 82 neðarlega) að hjólið sé ekki fyrir RACE og þar með er það komið.

Ingó. er til "íslenskur" tími á BMW. ??
  Og Ingó.  hefurðu ekki séð þessa BMW þræði hér inni.  bara venjulegur Bambi með turbo og hann fór ...... 
og svo er mynd úr húddinu og þar er "AN fittings" fyrir Mustangverð. og CNC titaniumhlutir fyrir íslensku fjárlögin.. brennsluefni er svo eitthvað frá NASA  og svo er þetta borið saman við einhverja mustanga sem eru í besta falli sponsoraðir af "VÖKU" .?????...  epli og gullepli...... jamm.

en auðvitað er gaman af því að sjá hvað hægt er að gera með hugviti og peningum....

Kunningi minn er svona flugdellustrumpur ( Piper eitthvað) og ég sé hann aldrei bera sig saman við MIG 21 eða M16. (er það ekki svona þota eitthvað?)    En við í þessum bílaheimi erum alltof oft að bera okkur saman við NHRA World finals....   þegar maður svo fer á venjulegar sveitabrautir..
þá eru menn bara á svipuðum lever og okkar bestu.  hvort sem er á bílum eða hjólum...
Kær kveðja.
Valur Vífilss ekki heldur vit á flugvélum.... 
 

Kristján Skjóldal:
ZX14 er klárlega málið þar sem ef þú mudir eiða verð mun á hjólum í það og þá ertu í góðum málum \:D/

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version