Author Topic: Toyota Corolla '77  (Read 10958 times)

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Toyota Corolla '77
« on: October 11, 2011, 00:32:31 »
Datt í hug að stofna þráð til að halda utan um þetta verkefni hjá mér.

Ég keypti mér þessa corollu fyrir stuttu, en ég er ekki með sögu hennar á hreinu. Það sem ég veit er að þetta var tveggja dyra bíll upphaflega, en vegna ryðs var honum splæst saman við fjögurra dyra bíl. Hann er beinskiptur með 1.6 l vél úr Datsun, en sú vél er þó gerð af Toyota. Hann er fagurblár eins og staðan er núna, en blái liturinn víkur smátt og smátt fyrir beru stáli. Ég á eftir að ákveða lit á bílinn. Kem með uppástungur seinna og reyni að fá viðbrögð við þeim hér.
Ég var mjög ánægður þegar að ég sá þessa Corollu auglýsta til sölu þar sem að ég er mikill Toyotu maður. Hef átt 16 eða 17 bíla síðan að ég fékk prófið, og af þessum bílum hafa Toyotur alltaf staðið sig vel.
Bíllinn er á nýum plötum (hvítum) en fer á steðjanúmer fljótlega, þar sem að nýju plöturnar fara svona gömlum bíl illa.

Ef einhver veit um vinstra frambretti eða sæmilega inréttingu í svona bíl má hann láta mig vita. 865-8943 Þórður.

Í kvöld, 10.10.11 byrjaði ég á verkefninu (vil ekki segja uppgerð, þar sem að það er svo mismunandi hvað menn kalla uppgerð).
Það sem að ég gerði var að rífa bæði frambrettin og framstuðarann af. Brettunum stillti ég upp inni í skúr og leysti lakkið af þeim en bíllinn hafði verið rúllaður. Annað brettið er ekki original og ber það með sér. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með ástandið á framparti bílsinns, en það er lítið annað að gera að en bæta úr því.

Myndir frá kvöldinu:


Svona var bíllinn þegar að ég fékk hann. Barnabílstóllinn er reyndar frá mér.

Eins og sést er framendinn frekar ryðgaður, því miður.

Orginal bensínlokið fékk ég með bílnum. Það fer á seinna.



Hér eru brettin komin af, og málningin að detta af.


Framtíðarplön: Ryðbæta, mála og keyra :D

Kv. Þórður A.

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #1 on: October 11, 2011, 08:57:38 »
Pabbi átti svona, minnir að hann hafi einmitt talað um að hún hafi verið blá... spurning hvort að þetta er gripurinn ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #2 on: October 11, 2011, 09:50:27 »
Pabbi átti svona, minnir að hann hafi einmitt talað um að hún hafi verið blá... spurning hvort að þetta er gripurinn ?

Hvenær var það?

Þessi er búinn að vera í eigu sama manns í 20 ár held ég.

Byrjaði sem blár 2 dyra bíll, og var sameinaður gulum 4 dyra bíl.

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #3 on: October 11, 2011, 10:08:58 »
Þetta hefur verið um 84'-85'...

Skal kanna þetta betur eftir hádegið ;)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #4 on: October 11, 2011, 23:15:51 »
Náði ekki að gera mikið í kvöld. Tók þó báðar hægri hurðarnar af bílnum og náði að leysa lakkið af annari þeirra. Við blasa leiðinda skemmdir. Þarf að taka upp suðuvélina!

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #5 on: October 12, 2011, 00:37:35 »
Er þetta bíllinn sem er búinn að standa mjög lengi uppí Hjallahverfinu/Digranesinu?
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #6 on: October 12, 2011, 00:46:51 »
Er þetta bíllinn sem er búinn að standa mjög lengi uppí Hjallahverfinu/Digranesinu?

Ætli það ekki.

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #7 on: October 14, 2011, 15:57:09 »
Þar sem að bíllinn var ekki á þeim stað sem hann er búinn að standa frekar lengi...

Þá er þetta örugglega bíllinn sem ég er að tala um.
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #8 on: October 14, 2011, 16:05:53 »
Þetta er ekki sá sem að Pabbi átti... sá bíll endaði ævi sína á e'h túni við bóndabæ á Höfn...

Hvort að Snorri "kyndill" kveikti í honum á sama tíma og hann brenndi Sódóma Trans-inn...

En er e'h til af varahlutum í þessar tíkur ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #9 on: October 14, 2011, 18:32:41 »
Þetta er ekki sá sem að Pabbi átti... sá bíll endaði ævi sína á e'h túni við bóndabæ á Höfn...

Hvort að Snorri "kyndill" kveikti í honum á sama tíma og hann brenndi Sódóma Trans-inn...

En er e'h til af varahlutum í þessar tíkur ?

Það er eitthvað af þeim til já, en voðalega lítið.

Ég fékk slatta með (sem minnir mig á að ég gleymdi að ná í þá!) og svo veit ég um eitthvað smá í viðbót.

En aftur á móti held ég að boddy hlutir séu vandfengnir, allavega hef ég þurft að smíða þau stykki sem mig vantar.

Offline SceneQueen

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 206
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #10 on: October 18, 2011, 20:18:06 »
Flott að þessi sé kominn í góðar hendur :D - Gangi þér vel með þetta!  =D>
Kara Lúðvíksdóttir

Mitsubishi Lancer '84
Mitsubishi Lancer '86
Peugeot 505 GR '?? (partsss)
Peugeot 505 GR '83 x2
Peugeot 309 GL '87
Skoda 105 '88

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #11 on: November 12, 2011, 21:20:48 »
hér er einn á beit 2 dyra station, samt frambærilegur varahluta bíll.
 
« Last Edit: November 12, 2011, 21:27:52 by Zaper »
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #12 on: November 13, 2011, 11:06:50 »
Vígalegar freðmýrarlimmurnar þarna í bakgrunninum :mrgreen:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #13 on: November 13, 2011, 22:01:03 »
Frábært að menn taki sig til og bjargi fleiri en þessum amerísku, eins hrifinn og ég er af þeim þá finnst mér einhæft að sjá eintóma vöðvabíla og gaman að sjá venjulega bíla frá árum áður :)
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline patrekur sveinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #14 on: November 21, 2011, 09:58:49 »
Er einhvað að frétta ég var einmitt að pæla í að kaupa þennan flott að einhver hafi keypt hann sem er að fara að gera smá við hann :D
Toyota Corolla SI MY93
Patrekur Sveinn Þorkelsson

Offline Damage

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 593
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #15 on: November 22, 2011, 12:19:41 »
hérna er gamli minn 1972 2dyra sedan
strákur í öryggismiðstöðinni sem keypti hann
Hafsteinn
1992 Toyota Mr2 Turbo 3S-GTE

Offline Þórður A.

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #16 on: November 26, 2011, 02:09:07 »
Ég er að átta mig á því að þessi þráður er á kol vitlausum stað! Þetta er ekkert kvartmílu bíll! Hehe...

Annars er lítið búið að gerast. Ryðbætingar aðallega. Kem hugsanlega með myndir af ferlinu fljótlega. Planið er að láta sandblása hann að hluta... Allavega það ryðgaðasta. Sjáum hvað verður úr því...

Hugsa að ég reyni að fá annað húdd á hann, það sem að er á er alveg haug ryðgað.

Annars meiga menn alveg tjá sig um hvaða litur ætti að fara á hann.

Offline SceneQueen

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 206
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #17 on: November 26, 2011, 02:36:38 »
Hvítur eða upprunalegi liturinn.  8-)

Jafnvel dökk-grár.  :mrgreen:  =D>
Kara Lúðvíksdóttir

Mitsubishi Lancer '84
Mitsubishi Lancer '86
Peugeot 505 GR '?? (partsss)
Peugeot 505 GR '83 x2
Peugeot 309 GL '87
Skoda 105 '88

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #18 on: November 27, 2011, 12:49:22 »
flott toyota , alltof lítið af þessum bílum eftir , værir til í að gera 1 svona upp með stráknum mínum sem sér varla sólina fyrir svona gömlum japönskum bílum ..  :mrgreen:

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: Toyota Corolla '77
« Reply #19 on: November 27, 2011, 16:57:19 »
flott toyota , alltof lítið af þessum bílum eftir , værir til í að gera 1 svona upp með stráknum mínum sem sér varla sólina fyrir svona gömlum japönskum bílum ..  :mrgreen:


Gömlu Bílarnir frá Japan eru flottir en ekki þeir nýju  8-)
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2