Datt í hug að stofna þráð til að halda utan um þetta verkefni hjá mér.
Ég keypti mér þessa corollu fyrir stuttu, en ég er ekki með sögu hennar á hreinu. Það sem ég veit er að þetta var tveggja dyra bíll upphaflega, en vegna ryðs var honum splæst saman við fjögurra dyra bíl. Hann er beinskiptur með 1.6 l vél úr Datsun, en sú vél er þó gerð af Toyota. Hann er fagurblár eins og staðan er núna, en blái liturinn víkur smátt og smátt fyrir beru stáli. Ég á eftir að ákveða lit á bílinn. Kem með uppástungur seinna og reyni að fá viðbrögð við þeim hér.
Ég var mjög ánægður þegar að ég sá þessa Corollu auglýsta til sölu þar sem að ég er mikill Toyotu maður. Hef átt 16 eða 17 bíla síðan að ég fékk prófið, og af þessum bílum hafa Toyotur alltaf staðið sig vel.
Bíllinn er á nýum plötum (hvítum) en fer á steðjanúmer fljótlega, þar sem að nýju plöturnar fara svona gömlum bíl illa.
Ef einhver veit um vinstra frambretti eða sæmilega inréttingu í svona bíl má hann láta mig vita. 865-8943 Þórður.
Í kvöld, 10.10.11 byrjaði ég á verkefninu (vil ekki segja uppgerð, þar sem að það er svo mismunandi hvað menn kalla uppgerð).
Það sem að ég gerði var að rífa bæði frambrettin og framstuðarann af. Brettunum stillti ég upp inni í skúr og leysti lakkið af þeim en bíllinn hafði verið rúllaður. Annað brettið er ekki original og ber það með sér. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með ástandið á framparti bílsinns, en það er lítið annað að gera að en bæta úr því.
Myndir frá kvöldinu:
Svona var bíllinn þegar að ég fékk hann. Barnabílstóllinn er reyndar frá mér.
Eins og sést er framendinn frekar ryðgaður, því miður.
Orginal bensínlokið fékk ég með bílnum. Það fer á seinna.
Hér eru brettin komin af, og málningin að detta af.
Framtíðarplön: Ryðbæta, mála og keyra
Kv. Þórður A.