Kvartmílan > Chrysler

1969 Barracuda

<< < (2/5) > >>

Ramcharger:
Hef verið dálýtið veikur fyrir #67-"69 Barracuda.
Flott eins og hún er þarna á mynd 2 8-)

Robbi:
Hvernig var það var þessi Krissi eða pabbi hans ekki með tvær Barracudur á samatíma mig rámar eitthvað í það þessa þrílitu og eina svarta?

Hr.Cummins:
Krissi var að mig minnir með bæði marglita og svarta bílinn á sama tíma um skeið, frændur mínir voru með Challenger grænan að lit (D440?) á sama tíma og var verið að reyna að fá mig í það ævintýri að kaupa þennan svarta og gera góðan. Ég hafði alla tíð hug á því, en það varð svo ekkert úr því vegna persónulegra ástæðna. Ég sé enn eftir því í dag!

Hvort að það var stjúpsonur Kristins (Jón Ásgeir) sem að átti marglita bílinn... þetta var sennilega um 2004/5/6... man þetta mjög óljóst...

Þegar að ég skoðaði bílinn hjá honum voru allavega þessi tvíliti og sá svarti saman í skúr við Gaukstaðaveg úti í Garði.

Runner:

--- Quote from: Angelic0- on October 09, 2011, 09:37:38 ---Síðast þegar að ég sá þennan bíl þá stóð hann rúðulaus og sundurtekinn í innkeyrslu (ekki undir segli) efst á Hafnargötu í Keflavík, það var fyrir c.a. 2árum :!:

Svo fannst mér ég hafa rekið augun í hann utan við farfuglaheimilið í Innri Njarðvík og ég veit ekkert meira um afdrif þessa bíls eftir það.

Spurning hvort að Krissi á hann ennþá, og hvort að honum er enn bjargandi :P

--- End quote ---
þetta er ekki sami bíll.

Moli:
Það var svartur '68 bíll sem stóð efst á Hafnargötunni, var þar á kerru um skeið, bíllinn stóð á Heiðarveginum við Hafnargötuna við skúr þar, veit ekki hvað varð um þennan '68 bíl en ég veit að sá sem er að gera upp svarta '69 bílinn fékk rauð innri bretti og sá svarti '68 var rauður undir húddi, spurning hvort hann var rifinn í svarta '69 bílinn.

Hér er amk. mynd af svarta '69 bílnum sem er í uppgerð núna og Sox & Martin Barracudunni, minnir að myndirnar komi frá Jóni Ásgeir í Garðinum.



Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version