Kvartmílan > Almennt Spjall

Íslenska kvartmíluíþróttin tók risastökk inn í 21. öldina í gær.

<< < (2/4) > >>

1965 Chevy II:
Þetta var frábær dagur og allt eins og best gat verið nema fyrir gömlu kóngana mig og Bjössa sem urðu að prinsum  :mrgreen:

Til hamingju allir sigurvegarar og keppendur með glæsilegann árangur og kærar þakkir til starfsfólksins sem stóð sig frábærlega.

Kiddi:
Flottur dagur, takk fyrir mig. Ætla reyna við 8 sek múrinn næst þegar ég kem með bílinn á brautina  :)

69Camaro:
Já sammála því sem hefur verið sagt hér að ofan varðandi brautina, ótrúlegur munur á brautinni á milli ára, fínn dagur og skemmtun fyrir alla, ég þakka kærlega fyrir mig.  =D>  Sérstakar þakkir til allra þeirra starfsmanna sem unnu óeigingjarnt sjálfboðastarf þessa helgi.

Óli Ingi:
Ég þakka nu bara fyrir mig sem áhorfandi sem vaknaði kl 5 um morguninn og keyrði suður frá Húsavík og heim aftur eftir keppni, til að horfa á einhverja skemmtilegustu kvartmílukeppni sem ég hef séð á þessari braut, þannig að hrós og hamingjuóskir til allra þarna, bæði til keppanda og starfsmanna. Takk fyrir mig

Sterling#15:
Eg óska öllum sigurvegurum dagsins til hamingju og sérstaklega Kidda frænda.  Kjartan var líka flottur og er Mustang sómi af honum.  Mig langar líka að þakka öllu stafsfólkinu fyrir óeigingjarna vinnu og dagurinn var alveg frábær og ekki skemmdi veðrir fyrir.   =D> =D>

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version