Kvartmílan > Almennt Spjall
Íslenska kvartmíluíþróttin tók risastökk inn í 21. öldina í gær.
1966 Charger:
Mér finnst skipta máli að við mótorhausar áttum okkur á því að í gær (laugardag) hentist kvartmíluÍÞRÓTTIN hérlendis með látum inn í 21. öldina.
Mér er óhætt að fullyrða að allir keppendur á Götukónginum 2011, sem áttu bíla sem gengu á öllum, hafi bætt persónulegan árangur sinn og sumir verulega. Fram að þessu hafa keppendur verið kátir með bætingar upp á allt að .05 sek en í gær voru dæmi um bætingar upp á a.m.k. .40 sek. Þennan árangur má að miklu leyti þakka gjörbreyttum brautarskilyrðum í startkaflanum.
Þeir mótorhausar sem hafa lagt óeigingjarnt starf af hendi við að setja upp nýja startið eiga þakkir skildar.
Því miður voru, að því ég best veit, engir íþróttafréttamenn viðstaddir þessa tímamótakeppni, enda er maður fyrir löngu hættur að ætlast til að fólk í þeirri rasssitjarastarfsgrein sýni þessari íþrótt áhuga þrátt fyrir elju margra þeirra sem stunda hana sem keppendur og starfsfólk.
Óska nýja Kidda kóngi til hamingju með sigurinn. Keppandi dagsins var hinn síungi Kjarri Kjartanss og bunu dagsins átti klárlega Impresan.
Góðar stundir
Ragnar
Lolli DSM:
Þetta var rosalega flott! Nýja startið virðist sko alveg vera að gera sig.
Jónas Karl:
Brautin var virkilega flott preppuð í gær, en hvað var málið með OF, Leibbi og græni Camaroinn í erfiðleikum með að snúa í burnoutinu ?
Kristján Stefánsson:
Skiptingin hrundi í Græna Camaro-num hjá Árna Má og Leifur var einnig í vandræðum með skiptinguna hjá sér til að byrja með.
Annars var þetta hrikalega gaman og frábært að sjá hvað menn voru að bæta sig þarna í gær. Líka frábært að sjá Ford fara undir 10 sek loksins. Kjarri var algjörlega maður dagsins í gær. Sem og Sammi á bláu Impresuni. Magnað að sjá þessi tæki í Action þarna í gær.
Kv.
Runner:
ég segi bara til lukku Kjartan með þennan merka -10 áfanga!! :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version