Kvartmílan > Almennt Spjall
Íslenska kvartmíluíþróttin tók risastökk inn í 21. öldina í gær.
Daníel Már:
Gærdagurinn var algjör snilld, Gripið í brautinni var klárlega það mesta sem ég hef upplifað siðustu 5 ár sem ég hef keyrt þarna. Þannig props fyrir þá sem preppuðu brautina! :D :smt023
Til hamingju Kiddi með 1 sætið
Til lukku Sammi með 9.850, Kjarri kjartans með 9.998,og Bæring með 10.3xx
Takk fyrir mig :)
eva racing:
Hæ.
já þetta tókst mjög vel. Og allir voru í fíling og flestir sýndu sínar bestu hliðar...
Maður dagsins er að sjálfsögðu Kiddi "kóngur".
En Kjarri er þó maður ársins" því enginn annar getur nú orðið "fyrsti Ford í 9 sek."
það má geta þess, að hann var hinn glaðhlakkalegasti og sér fram á skorpulifur þegar allir þeir sem ætluðu að skjóta á hann bjórkassa fara að moka inn mjöðnum...
það væri ágætt ef einhver gæti fundið þann póst svona sem "innheimtubréf" ......
Súbbinn var flottur í 9 sek líka...
það merkilega var að það var mjög spennandi keppni í öllum flokkum. jafnvel eins og í bifhjólum, væru bara tveir keppendur en þeir voru svvooooo jafnir og stóðu sig svo vel á ljósunum... að það var mikil spenna...
Radíalarnir voru lika með fína keppni sem endaði í ljósastríði..... sem er æðislegt...
Stefan Altered "förer" stóð sig mjög vel og var vel að sigrinum kominn keyrði af öryggi og flottur á startinu....
úrslitaferðin í KOTS varð mjög spennandi þegar Kiddi spólaði og varð að "peddla" til að draga Frikka upp á síðasta metranum....
Rúdolf tók skjálftann úr sér, og Indjánanum. flott að sjá hann fara..
þannig að já þetta var flottasti dagur...
En frikki, þú vars við hliðina á Kónginum og ert því drottnig en ekki prins..... múhahahaaa
kær kveðja, Valur Vífilss. masari....
Moli:
Hrikalega skemmtileg keppni, eins og fyrri ár, og gaman að sjá hvað menn eru að setja góða tíma miðað við áður. Langar að óska öllum til hamingju með tímana. :wink: Annars var ég að tæma myndir af vélinni og lék mér aðeins með nokkrar.
Lolli DSM:
--- Quote from: Kiddi on July 10, 2011, 22:36:56 ---Flottur dagur, takk fyrir mig. Ætla reyna við 8 sek múrinn næst þegar ég kem með bílinn á brautina :)
--- End quote ---
Það vantar RISA LIKE takka! :)
kiddi63:
Gerðu svo vel ! :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version