KING OF THE STREET 2011
Verður haldinn laugardaginn 9 júlí á kvartmílubrautinni
Keppnislýsing:Þetta er keppni fyrir götubíla. Leyfilegt eldsneyti er eingöngu það sem selt er á bensínstöðvum til almennings. Það verður fylgst með því að menn séu að nota löglegt eldsneyti.Öll íblöndunarefni svo sem oktan booster ofl. bönnuð.
Allir flokkar eru keyrðir á PRO TREE (öll gulu ljósin kvikna samtímis) og ræst á jöfnu.
Tæki skulu standast bifreiðaskoðun á staðnum,frávik eru leyfð á hávaða frá pústi,hvarfakútum,viðvörunarþríhyrningur og keppnisdempurum að öðru leiti skal standast fulla skoðun,púst skal ná út fyrir yfirbyggingu samkvæmt skoðunarhandbók, neyðarhemill , rúðuþurkur, annað sem er krafist í skoðunarhandbók verður að vera til staðar og standast skoðun.
Dekkjabúnaður bíla verður að vera DOT eða E merktur.
Hoosier Q.T.P og M/T ET Street og sambærileg, hámarkstærð 28X12.50
Hoosier og M/T og sambærileg Drag Radial, hámarkstærð P325/50 (28 X 13.50)
(dekkjatakmarkanir gilda ekki í jeppaflokki)
Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótórhjólum.
Bílaflokkar.Bílar með drifi á einum öxli keppa í 5 flokkum:
4 sílendra
6 sílendra
8+ sílendra eingöngu radial dekk!
8+ sílendra yngra en 1985
8+ sílendra eldra en 1985
Fjórhóladrifnir fólksbílar keppa í einum flokk:
4x4 flokkur
Jeppar og pallbílar keppa í einum flokk:
Jeppaflokkur
Mótorhjól:Racerar
799cc og minni
800cc og stærri
Hippar
999cc og minni
1000cc og stærri
Einnig verða neðangreindir flokkar keyrðir, en þeir gilda ekki til titilsins King of the street.Outlaw street - keyrður 1/4 mílu ,þessi flokkur er ætlaður þeim sem bílum sem eru á númerum en standast ekki bifreiðaskoðun/flokkaskoðun á staðnum vegna t.d slikka,ófullnægjandi pústkerfis o.s.f.v og keppa um titilinn OUTLAW KING OF THE STREET.
Limited Street- keyrður 1/4 og er hefðbundin bikarkeppni.
http://kvartmila.is/is/sidur/ls-flokkur
Opinn flokkur- keyrður 1/8 og er hefðbundin bikarkeppni.
Allt leyft,ætlaður dragsterum og bílum sem ekki eru á númerum.
Til að taka þátt þarftu að hafa:Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur Akstursíþróttarklúbb innan ÍSÍ
Við mælum svo endilega með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda
Skráningarfrestur.Formlegri Skráningu lýkur Miðvikudaginn 6 júlí.
Hægt verður að skrá sig til 6:00 laugardaginn 9 júlí en þá bætist við 2500 kr aukagjald
Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum en þá bætist við 5000Kr auka gjald
Keppnisgjöld:
Keppnisgjald verður 5000kr og það er hægt að greiða það á 2 vegu
Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn.
Vefverslun -
http://kvartmila.is/is/vorurReikningsnúmerið er:#1101-26-111199 Kennitala:660990-1199
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:jonbjarni@kvartmila.isNafn
Kennitala
Aksturíþróttarfélag
Keppnistæki
Vélarstærð
Skipting
Aflauki
Bílnúmer
Flokkur
GSM
Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu.
Dagskrá:9:30 - 11:00 Mæting Keppanda
11:00 Pittur lokar
11:15 Fundur með keppendum
10:00 - 11:55 Æfingarferðir
11:55 Tímatökur hefjast
13:20 Tímatökum lýkur
13:20 - 13:45 Hádegishlé
13:45 Keppendur Mættir við sín tæki
14:00 Keppni Hefst
16:25 Keppni lýkur - Kærufrestur Hefst
16:55 Kærufrestur liðinn
17:00 Verðlaunaafhenting á pallinum
Nánari upplýsingarSkrifa í þráðinn.
Senda mér PM
eða hringja í 8473217
Jón Bjarni