Hæ.
Ég ætla nú ekki að fara að setja útá að menn viti ekki allt um bracket. en það er samt smá misskilningur á ferð virðist vera.
það er hver vinnur og "akkuru" ?????
í bracket setur maður upp index. þ.e. tíma sem maður má ekki fara undir... (þetta er kallað "breakout" í vesturhreppi)
nú hvað er þá málið ef ég er á 14,20 bíl þá gef ég bara upp 13,50 og err pottþéttur á að fara ekki undir....... wrong....
nú kemur aðal trikkið SÁ VINNUR SEM ER Á UNDAN YFIR ENDALÍNU. annars væri engin keppni.
EN það má ekki fara undir tíma.....eina sem getur bjargað þér ef þú ferð undir tíma er að hinn hafi farið meira undir tíma.... og þá skiftir ekki máli hvor var á undan heldur hvor fór meira undir tíma.....
Rautt ljós fær sá sem þjófstartar fyrr, þá er betra að vera á fljótari bíl (sem þar af leiðandi leggur seinna af stað). Svo maður komi nú með rök fyrir því "af hverju á maður að vera með fljótan bíl í bracket,"
En aðalatriðið í Bracket meira en öðrum flokkum ´" þú þarft að vera góð/góður á ljosunum því ekkert nitro bjargar þér ef þú ert seinn.
Vona að þetta svari einhverju, og /eða skýri þetta "stórflókna keppnisfyrirkomulag" Og ef það er eitthvað sem vefst fyrir mönnum (og konum) þá má alltaf spyrja..... betra að vera kjáni smá stund en fífl alla æfi....
Kv
Valur Vífilss. frændi Jóhannesar skýrara