það var nú svosum ekki nein standandi ánægja með sec flokkana alltaf.
fór stundum í fólk að keppa við einhvern sem var að keppast við að bremsa nógu mikið fyrir endalínuna
það sem trekkir að eru æfingarnar og king of the street, og alveg hellingur af fólki sem vill fara á æfingarnar en hefur engan áhuga á keppnum.
það kom einmitt upp mjög skrítinn staða hérna fyrir nokkrum árum, þegar að svæðið fylltist af bílum og fólki á hverri æfingu og þá komu upp öfl innan klúbbsins sem vildi loka á æfngarnar, eins og þær væru að skyggja á keppnirnar, þegar sannleikurinn var væntanlega sá að þetta var lið sem var ekki að fara koma á keppnirnar hvort sem er
mér fannst þetta því miður alltaf mjög varhugavert. þar sem á vissan hátt virkaði þetta eins og það væri sumum ekki þóknanlegt að öll athyglin væri að færast yfir á "ranga hluti" þ.e.a.s frá kepnunum og yfir á æfingarnar, og fyrir mína parta finnst mér að það ætti að reyna ná í alla sem vilja koma á brautina, en ekki loka á þá sem vilja ekki rétta hluti.