Author Topic: Ford Sierra RS Cosworth ...SELDUR...  (Read 3006 times)

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Ford Sierra RS Cosworth ...SELDUR...
« on: June 09, 2011, 15:40:20 »
Ford Sierra RS Cosworth
Uppl. hér eða s. 867-1198
- Tilboð óskast, skoða skipti.

Vél:
Vélin er keypt ný hjá Phil Jones Engine Development í Englandi, 15. ágúst 1996. Þetta er 2,0 lítra YB Cosworth túrbó vél en í henni er ýmislegt góðgæti s.s. þrykktir stimplar, stál sveifarás, sterkari stimilstangir og fleira.
Þegar Ford Pinto bílarnir voru framleiddir, völdu Cosworth framleiðendurnir sérstaklega af færibandinu blokkir sem stóðust strangar mælingar, og þær síðan notaðar í Cosworth vélarnar. Samsetningin fór fram í Genk í Belgíu.
Vélin í þessum bíl er ekin um 32.000 km í dag.
Vélar af þessu tagi voru 204 hestöfl á árunum 1986-7. Í þessari vél er aflið nú um 380 hestöfl við 6.800 snú/mín og togið um 540 Nm við 4.200 snú/mín. Mjög auðvelt er að auka aflið yfir 500 hö.

Búið er að setja stærri  Hybrid Garret túrbínu (t34.55) sem er á rúllulegum 360° og vinnur á 32 psi þrýstingi, stærri spíssa (Siemens Black DEKA 550 cc), 3 bar MAP sensor, ECU frá Sapphire L6 -tölvan var send til MSD i desember 2009 og endurforrituð, sterkari actuator (t34), öflugri beintengda bensíndælu (Bosch 044), öflugri bensínþrýstings jafnara frá FuelLab, Group A háspennukefli, GGR silicone hosur, RS500 Intercooler frá GGR, 80 mm downpipe og púst (ryðfrítt), Group A dumpvalve, Ford 071 kerti, K/N loftsía, Group A loftintak, Group A hedd pakning, Group A vatnskæli kerfi, Group A ryðfrítt olíu öndunarkerfi (Oil Reservoir and Breathing system) frá GGR, nýjir High Performance kertaþræðir, nýjir skynjarar, ný tímareim, vatnslás o.fl..  

Gírkassi
Ný TransGo C4/C5 Race sjálfskipting, með stærri pönnu (meiri olía), fleiri kúpplingum, manual ventla boddý og sérsmíðaður converter (sem tekur ekki á fyrr en við 3.000-3.500 snú/mín.). Hurst skiftir.

Drif
Nýupptekið læst drif frá Supru með 4,1:1 hlutföllum. Kit fyrir Cosworth frá USA.

Fjöðrun
Cosworth undirvagn, en búið er að setja Eibach racing fjörðun í hann með stillanlegum dempurum ásamt Group N fóðringum.

Bremsur
Cosworth.

Annað
Allur yfirfarinn og ný hjólastilltur.
Stífur á milli strötta/demparafestinga bæði að aftan og framan.
Ný 6 punkta belti
Lituð gler (orginal)
Nýr bensíntankur, þjófavörn, fjarlæsingar,
Line Lock
Sérsmíðað veltibúr frá RollCenter í Englandi
Yogohams AO88 götuslikkar
Toyo R888 slikkar, nýjir
Hooser slikkar, nýjir
Alls 8 aukadekk.
Bíllinn vegur 1150 kg (curb weight).
Framleiddir voru 5.454 bílar 1986 af 3 dyra Sierra RS Cosworth í Genk í Belgíu og þar af aðeins um 1.900 bílar með stýrið vinstra megin. 500 bílar fóru í breytingar (RS500) og restin með stýrið hægra megin.
Þessi bíll er s.k. “Clone” því búið er að skipta alveg um skel(boddý) sem var allt sandblásið, soðið og styrkt. Því er boddýið mjög stíft og með fjöðrunina rétt stillta er bíllinn tilbúinn í keppni á brautum hvort heldur sem er kvartmíla eða drift. Þetta er að sjálfsögðu einnig mjög öflugur og skemmtilegur götubíll.
Á fyrstu keppni ársins 4. júní 2011 hjá Kvartmíluklúbbnum, náðist 12,7 sek tími á 1/4 mílu og 8,0 sek á 1/8 mílu. Með því að stilla fjöðrun stífari er hann tilbúinn í driftið.
« Last Edit: June 15, 2011, 23:04:03 by SMJ »
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: Ford Sierra RS Cosworth
« Reply #1 on: June 10, 2011, 11:27:50 »
TILBÚINN Á GÖTUSPYRNUNA   8-)
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: Ford Sierra RS Cosworth
« Reply #2 on: June 15, 2011, 23:02:45 »
...SELDUR...
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH