já ég hef verið að spá í háspennukeflinu, annars átti að standa "alternatorinn að gefa vitlausann straum" ekki startarinn
þegar bíllinn er kaldur þá sýnir spennumælirinn í mælaborðinu að hann sé að hlaða rétt yfir 13V en þegar hann hitnar þá lækkar mælirinn rétt niðurfyrir 13V getur verið að alternatorinn sé eitthvað klikka þegar hann hitnar og sé að hlaða eitthvað vitlausri spennu eða straum inná allt og fokka öllu upp. síðan er ég búinn að liggja á erlendu spjallborðum og sé að "Ignition control module" veit ekki hvað þetta kallast á íslensku, er eitthvað sem hefur verið að gefa sig og þá á það til að lýsa sér þannig að virka fínt meðan hann er kaldur en klikka síðan þegar hann hitnar, þessi "ignition controle module" er víst festur á heddið rétt hjá háspennukeflinu þannig að hann ætti að hitna þegar mótorinn hitnar og kólan síðan aftur,
annars kíki ég á þessa þrjá hluti næstu helgi