Kvartmílan > Hlekkir
Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
1965 Chevy II:
Ömurlegt mál, þvílík vonbrigði sem þetta eru að fá svona í hendurnar þegar von er á stríheilum bíl.
Dart 68:
Greinilega lygarar á ferð þarna úti í þessu tilfelli -og reyndar til fleiri dæmi um svonalagað-
Gott og vel unnið myndband engu að síður og þessu ætti að vera póstað inn á ÖLLUM bíltengdum (jafnvel fleiri)spjallsíðum !
einarak:
--- Quote from: Kiddi on February 22, 2011, 23:50:49 ---Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:
--- End quote ---
áttu linkinn þangað? til að sjá hvernig viðbrögðin þar eru
Trukkurinn:
Strákar rólegir.
Ég er eigandinn af þessum bíl og engin ástæða til að vorkenna mér. Það er rétt að bíllinn er ekki í samræmi við það sem ég taldi mig vera að kaupa, en alls ekki eins slæmur og myndbandið gefur til kynna. Það er ekkert ryð í yfirbyggingunni sjálfri, Frambretti ný, hliðar nýjar, húdd og skott nýtt, sílsar nýir og gólf endurnýjað, þó auðvitað þurfi að lagfæra vinnubrögðin, enda eins og einhver sagði, þá eru þessir kanar ekki alveg í takt við okkur hvað þetta varðar. Bíllin hefur nú Þegar verið rifinn og allir ryðgaðir hlutir verið pantaðir nýir frá USA. Einnig er ég að skipta út meira og minna öllum slitflötum í kraminu, að undanskildri vél og skiptingu, sem virðist vera í fínu lagi. Má þar nefna sem dæmi, fram og aftur fjöðrun, allar fóðringar hvar sem þær finnast, allir bodypúðar og boltar, stýrisgangur, barkar, hluta af rafkerfi, ásamt mörgu öðru. Meiningin er að koma honum á lappir í vor og leika sér aðeins, en síðan fer hann í almálningu með haustinu, þannig að hann verði sýningarhæfur. Þetta er að mörgu leyti góður bíll, a.m.k. gott efni í góðan bíl. Þrátt fyrir allt, þá er þetta búið að vera skemmtilegt fyrir okkur feðga, og ágætis verkefni til að dunda sér við um helgar.
Ástæða þess að ég gerði þetta myndband, er af prinsipp ástæðum, ég þoli illa þegar logið er að mér. Ég var í miklu sambandi við þetta fyrirtæki nokkru áður en ég ákvað að kaupa og taldi mig hafa nóg til að geta treyst þeim. Ég er ekki viss um að þeim finnist þeir hafa svindlað á mér, því kanarnir eru alls ekki svona kröfuharðir. Sennilega hef ég borgað um 6000 dollurum of mikið fyrir hann miðað við ástandið, en það er bara eins og það er, "you win some and you lose some."
En alla vegana, þá verður þetta fljótlega flottur og góður bíll sem á vonandi eftir að vekja einhverja athygli hér í heimi gamalla bíla.
Kveðja, Trukkurinn og kötturinn (ekki í sekknum)
--- Quote from: Kiddi on February 22, 2011, 23:50:49 ---Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:
http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&hl=en_US&rel=0
--- End quote ---
1965 Chevy II:
Velkominn á spjallið, gaman að heyra að þetta sé ekki eins slæmt og það lýtur út fyrir að vera og enn skemmtilegra að þið feðgar
séu að hafa gaman að þessu verkefni. 8-)
Það væri gaman að fá myndir frá ykkur af viðgerðum.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version