Kvartmílan > Almennt Spjall
Gæðabensín, höfum við áhuga á því?
bæzi:
--- Quote from: baldur on February 27, 2011, 09:32:12 ---Nei 98okt hjá okkur er 98RON.
--- End quote ---
Sæll Baldur
já ok , nú skil ég þetta loksins (fór líka að googla ) ](*,)
pínu tregur
MON+RON/2 = USA okt
ég hélt að það væri RON+MON(usa okt)/2 = okkar okt ....
(smá misskilningur) :-&
sorry
kv Bæzi
fordfjarkinn:
Smá innlegg frá Racebensin.com í þessa umæðu.
Burtséð frá verðinu þá hefur verið til hágæða Sunoco keppnisbensín hér á landinu undanfarin ár fyrir allt Íslenskt mótorsport hjá Racebensin.com.
Við höfum lagt okkur fram í því að hafa verðið í lágmarki þar sem við vitum að verðið á svona bensíni er mjög dýrt, keppendur hafa ekki verið sáttir við verðið enda er það mjög hátt miðað við venjulegt götubensín, við vitum þetta sjálfir mjög vel þar sem við erum sjálfir að keppa í mótorsporti . Þetta er rándýrt frá framleiðanda og hár flutningskostnaður, skattar og önnur gjöld gera verðið fáránlegt!
Samt höfum við náð að vera ódýrari en annarsstaðar í Evrópu og hafa keppendur meira segja farið með bensín sitt héðan til útlanda að keppa þar sem það hefur verið ódýrara hér heima.
Ekki er víst að við náum að vera ódýrari en Evrópa þetta árið ef á annað borð við flytjum inn bensín þetta árið! þar sem nýjar álögur hafa bæst við bæði hér heima og erlendis.
þetta er dýrt efni enda um topp bensín að ræða fyrir aflmestu vélar landsins. Við fögnum því að N1 ætlar að flytja inn uppskrúfað götubensín fyrir tjúnaða götubíla á sangjörnu verði! Því miður er ekki hægt að selja alvöru keppnisbensín á því verði sem hér hefur verið rætt um!
Það má minnast á að við erum þeir einu sem hafa flutt inn Alcahol fyrir Topp Alcahol keppnisgræjur,
þeir einu sem hafa flutt in Alcahol bætiefni fyrir keppnisgræjur,
þeir einu sam hafa flutt inn race E85 fyrir keppnisgræjur.
Ennfremur flytur racebensín.com inn keppnisolíur fyrir allar gerðir af keppnsimótorum frá 5hp til 3000hp og flytur einnig inn olíur fyrir muclecar bíla og fornbíla
Við flytjum bara inn vörur í topp gæðaflokki ekkert cirka efni eða „þetta hlítur að duga efni!!!
þeir sem vilja ekki það besta fara eitthvað annað.
Bestu Kveðjur Gunni og Teddi
Elmar Þór:
=D>
Sterling#15:
Þið eruð með topp klassa vöru þarna hjá Racebensín en, við erum ekki alvega að tala um sama hlutinn. Því menn eru bara að leita af pumpubensíni sem virkar fyrir þessa bíla svo þeir gangi og eyðileggi ekki kertinn og fleyra. Það segir sig sjáft að þú keyrir ekki í daglegum akstri á ykkar bensíni en það er flott í keppni enda race bensín, maður mundi ekki tíma því. N1 er að tala um 23.000 lítra og segir sig sjálft að það er ódýrar heldur enn að taka þetta í 200 lítra tunnum, en samt ekki sömu gæði held ég og hjá ykkur.
Í sambandi við útreikninginn þá er þetta bensín sem talað er um 106 +88 /2 = 101 pon er það ekki, (usa okt)? Viljum við hafa það sterkara eða dugar þetta ekki. Þeir sem vilja hafa þetta veikara geta alltaf blandað þetta með hefðbundnu 98 okt sem er þá 93 pon
SPRSNK:
106RON +88MON /2 = 97 PON
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version