Kvartmílan > Almennt Spjall

Gæðabensín, höfum við áhuga á því?

(1/9) > >>

Sterling#15:
Hef verið í sambandi við Hermann hjá N1 og hann er til í að panta 106 til 115 okt bensín fyrir okkur sem yrði á einni dælu í bænum.  Til að fá þetta á sem bestu verði þarf hann að panta 23.000 lítra og þá yrði verðið ca 270 til 290 krónur, eins og staðan er í dag.  Það er mjög gott verð miðað við það sem ég keypti á síðasta sumar þá var líterinn á 720 kr hjá öðrum aðila, svo þetta er miklu betra verð og viðráðanlegt.  Nú er bara spurning hvort við erum tilbúnir að kaupa þetta bensín ef það býðst?  Hermann er tilbúinn að panta þetta fyrir okkur og ég held að 106 okt væri alveg nóg, eða hvað haldið þið?  Eg er allavega til í svona bensín á mína Saleen bíla. \:D/

1965 Chevy II:
Það er aldeilis flott, veistu hvaða tegund af eldsneyti þetta er?

Kiddi:
Veistu hvaða oktan gildi þetta eru þ.e.a.s. ron/pon/mon?

Sterling#15:
Nei, flott að fá þessar spurnignar því það er ekkert mál fyrir mig að spyrja tæknimenn N1 um það.

SPRSNK:
Ég er til  :D

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version