Author Topic: mazda 323 4x4 Buggy  (Read 20685 times)

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
mazda 323 4x4 Buggy
« on: January 24, 2011, 17:26:05 »
jæja, langaði að sýna ykkur það sem ég er að smíða, kannski eru hjérna menn sem hafa áhuga á svona :lol:

sælir, núna langaði mig að fara að smíða og gera eitthvað við tímann minn

þannig að ég keipti mér buggy byrjun sem að félagi minn var a ðgera, þetta var einu sinni mazda 323 4x4 92 árgerð sem var vinnubíll hjá okkur, síðann ákváðum við að gera buggy og skárum og rifum allt úr nema hjólabúnað, gangverk og nauðsynlegustu parta af bodý til að hann myndi ekki falla saman. síðann nennti ég ekki og hafði engann tíma til að vera viðstaddur og á meðann bjó hann til basic röragrind og var búnað taka flest allt af sem heita mátti body.

síðann vantaði honum pening og þar kom ég til sögunnar, ég keipti og náði í hann mánudaginn síðasta og hef unnið í honum nánast no stopping síðann, hjérna sjáið þið mynd hvernig hann var þegar ég fékk hann og alveg þangað til ég hætti í dag, ég mun updeata þetta býsna reglulega því ég stefni á að vera komin með grindina mestu leiti saman í janúar og stefni á að vera búnað gera hann gangfæran í febrúar,.......ef allt gengur eftir áætlun:p ég verð allaveganna með hann inn í smá skúr eins lengi og ég get og síðann fer hann þá bara heim í sveit.
hann verður hrár........mjög hrár ég mun í besta falli skella smá lakki á hann.........ef ég nenni einn daginn, fyrst verður allavega að búa stykkið til og setja í gang, ef allt verður unaðslegt og virka næsta sumar þá getur vel verið að maður geri hann fallegan í útliti í mæti í burnið.........en það kemur bara í ljós.

ég er búnað breikka hann öðru megin, hann átti að verða eins sæta en ég ætla að hafa tvö sæti í honum.......það verður nefnilega gaman:naughty:
jæja fokkit, hjérna koma myndir!











jæja, kominn tími á update, er búnað tilla saman grunni af demparaturni vinstra meginn, búinn að breikk, er að smíða undir mótorpúðann hægra meginn, reif allt sem ég var áður búnað gera þar, setti skástífur til að halda við mótorbúrið báðum megin, þetta er allt að gerast:naughty:




















svona var hann í dag þegar ég var hættur klukkan 2

þessi stífa vinstra megin að framan fer burt, ég átti bara eftir að skera þetta, tók mótorinn úr til að komast betur að öllu inní vélarsal, þurfti sosem ekki meira en abra að hífa og losa eina mótorfestingu.
ætla að reina að klára allar stífur og demparaturna að framan og heilsjóða á fimmtudaginn svo ég geti grunnað vélasalinn og tilt mótornum á sinn stað og klárað framendann

mig vantar 2x4 eða 5 punkta belti ef einhver á, líka ef einhver á körfustóla sem hann er hættur að nota
 :beer


jæja, komin tími á update, lítið gerst þar sem ég var að færa mig í kjallarann á húsnæðinu til að vera í friði:)

er að verða búinn með vélasalinn og ákvað að skera drifskaftsupphengjurnar burt og verður settur kross þar í gólfið og eitthvað meira til að hengja aftur upp........allt fyrir styrkinn.












svona stendur hann í dag, ætla að gera meira á morgun eða hinn

Offline Brynjar Nova

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.280
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #1 on: January 25, 2011, 00:53:37 »
þetta verður fróðlegt að sjá þegar þú ert búinn með þetta  8-)
Gangi þér vel með þetta.
Brynjar Nova Íslandsmeistari í Sandspyrnu 2011 Fólksbílar 70 Nova
Besti tími, 5,82
Chevrolet Nova 1970 SS clone Blár
Chevrolet Nova 1970 SS orange
Chevrolet Nova 1973 rauður
Chevrolet Nova 1974 Grænn
Chevrolet Nova 1978 (seldur)
1971 Nova (seld)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #2 on: January 27, 2011, 15:50:28 »
þessi framendi virðist ætla að vigta soldið hjá þér,,
Atli Már Jóhannsson

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #3 on: January 27, 2011, 16:30:48 »
þessi framendi virðist ætla að vigta soldið hjá þér,,

hann er slatti en einn maður lyftir honum léttilega, kannski svona 60kg, tveir menn hafa bílinn á milli sín eins og hann er í dag :)

var að vinna í honum í morgun, byrjaði að grunna framendann og á eftir að sjóða örlítið og ein stífa eftir hjá vinstri mótorfestingu, þá er framrörastellið good to go og þá fer ég beint í gólfið og hliðarnar, síðann beint eftir það í afturendann og að lokum búrið, mesta og leiðinlegasta röraverkið er búið..........en síðann er rafmagnsgrysjunarverkefnið eftir :-s

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #4 on: February 07, 2011, 17:50:38 »
kominn tími á update strákar, eins og sést á myndum þá er hellingur búin að gerast, ég klára á morgun að smíða brakketin undir sætin og grunna miðhlutan, ætla að lækka afturhlutan með drifi og dempurum og öllu niður um 1 og 1/2 tommu svo rörin endi efst í drifbitanum, sjáið seinna hvernig ég útfæri það. ég neiðist til þess svo að drifskaftið komist undir krossinn í gólfinu og með því móti hækka ég líka bílin aðeins upp, seinna meir kemur til greina að sérsmíða klafa í hann og hækka hann að framan um 1 og 1/2 tommu líka.

stefni á að bíllinn verði komin í fyrstu gangsetningu um mánaðarmót ef ekkert slæmt kemur uppá.











ps, vantar ennþá 4-5 punkta belti

ef einhver á varahluti í 92 323 4x4 möxdu máttu hafa samband

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #5 on: February 14, 2011, 15:10:06 »
þess má til gamans geta að ég er byrjaður á aftasta hluta og búrinu :mrgreen:

ætla að reina að vera búinn að setja grindina saman 25 svo heildarlúkkið sé komið, ætla að reina að gangsetja um mánaðarmót, ef ekkert alvarlegt kemur uppá þá mun það væntanlega takast :P

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #6 on: February 14, 2011, 19:12:32 »
jæja, næst síðasta update áður en grindin verður kláruð, hún verður að mestu kláruð á morgun með punktsuðum og verður síðann tekinn föstudagur þegar ég kem úr borginni í að heilsjóða væntanlega, eða laugardaginn

svona lýtur hún út í dag, er búinn að gera og bora drifskaftsupphengjuna og ég bara eftir að sjóða rærnar að ofan, en nóg af tali, myndirnar segja mikið mikið meira um ferlið














á síðustu myndinn var bara búið að gera bogann sjálfann til prufu, ég ætla að stytta hann um 5 cm til að hafa þakið mjórra að framan uppá veltur að gera, einnig verður hann einum 5-10cm lægri framboginn svo þakið taki betur á móti veltu ef ég endasting honum
ég gerði þakið eins mjótt og ég þori, frá miðju sæti að boga eru rétt rúmlega 40cm en reglur kveða á um 45 cm í rallý minnir mig en ég vill ekki hafa hann breiðari því þá verður skáhallinn á hliðunum alltof lítill uppá að ná að rúlla hring og fá minna högg á efsta part búrsins......er meira að segja alveg í minnsta lagi núna en við sjáum til hvernig hann þolir þetta.

þetta á að standast, hann skal vera kominn í gang í kringum mánaðarmót og grind heilsoðinn og byrjað að púsla saman 25 febrúar  \:D/

ps....það vantar góðann "skálar bjór" broskall 8-)

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #7 on: February 15, 2011, 16:50:26 »
fáum smá tease, lenti í smá basli í morgun og þurfti að hætta snemma svo það tókst ekki að gera allt sem ég vildi

en hjérna er afraksturinn áðr en ég fór, félagi minn ætlaði að halda aðeins áfram að tilla stífum og sjóða meðann ég verð fyrir sunnan:p

farið að líta út eins og bíll núna









Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #8 on: February 22, 2011, 17:48:07 »
þess má til gamans geta að við kárum grindina á morgun, það vantar bara 3 stífur í hann núna og hann vikaði nákvæmlega 308kg með framdepurum, einu dekki að framan og stýrismaskínu......nákvæmlega 15kg af járni eftir að fara í hann svo að járnamagn í bílnum verður ekki nema um 300kg:cool:

Offline Mtt

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 215
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #9 on: February 22, 2011, 22:06:46 »
ertu að sjóða saman rör í aðalboga???
Magnús Óskarsson

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #10 on: February 23, 2011, 15:47:22 »
alveg klárlega,dettur ekki annað í hug, ekki fer ég að kaupa vinnu við að láta beygja að kaupa beygjuvél? það er ekkert að þessu ef að gegnumsuðan er góð og soðið við eins lágan hita og hægt er.

þetta er nú 4mm rör og stífur allt í kring um suðupunkta, hef engar áhyggjur á því að þetta gefi sigþ ar sem bíllinn verður nú bara rétt yfir hálfu tonni, þarf að vera asskoti harkaleg og alla svaðaleg velta til að brjóta þetta :wink:

Offline Gunnar Már

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #11 on: February 23, 2011, 23:02:15 »
Aldrey hef ég heyrt að það væri betra að sjóða rör við lágan hita.
Ef þú ert ekki að grínast með þessari lýsingu þá myndi ég ekki reyna að nota þennan bíl, hann gæti dottið í sundur undir sjálfum sér. :???:


Ég er búinn að rafsjóða með ýmsum suðuaðferðum í 17 ár og er með töluvert af réttindum í rafsuðu og veit þar af leiðandi að köld suða er handónít.
Ef að rörin eru með 4mm veggþykkt þá þarf að fasa þau 2/3 af efnisþykktinni niður og síðan er þumalputtareglan að nota c.a 30 amper fyrir hvern millimeter.
Þú værir fínn að sjóða 4mm rör með 110 ampera straum.
Og gegnumsuðu færðu enga ef suðan er köld.
Kannski var ástæðan fyrir færslunni einfaldlega sú að stuða bjána eins og mig en það kemur bara í ljós.

Kveðja

Gunnar

Offline palmisæ

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 278
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #12 on: February 23, 2011, 23:12:37 »
ég lærði allavegna að köld suða er það sem maður vill helst ekki fá, köld suða nær engu innbrenslu í efnið og þar að leiðundum er mjög einfald að brjóta hana í sundur
Pálmi Sævarsson

Pontiac Trans Am 25th Anniversary - Blown LT4 396

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #13 on: February 24, 2011, 10:48:34 »
Ha Rétt yfir hálfu tonni????
Miðaðvið  rörafarganið, veggþigt röra og stærð farartækisins þá verðu þetta varla undir 1100 1200 kíló.
Já ég er vanur að smíða Buggy bíla.
Kv Teddi. Rörabílasmiður.

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #14 on: February 24, 2011, 18:26:31 »
Aldrey hef ég heyrt að það væri betra að sjóða rör við lágan hita.
Ef þú ert ekki að grínast með þessari lýsingu þá myndi ég ekki reyna að nota þennan bíl, hann gæti dottið í sundur undir sjálfum sér. :???:


Ég er búinn að rafsjóða með ýmsum suðuaðferðum í 17 ár og er með töluvert af réttindum í rafsuðu og veit þar af leiðandi að köld suða er handónít.
Ef að rörin eru með 4mm veggþykkt þá þarf að fasa þau 2/3 af efnisþykktinni niður og síðan er þumalputtareglan að nota c.a 30 amper fyrir hvern millimeter.
Þú værir fínn að sjóða 4mm rör með 110 ampera straum.
Og gegnumsuðu færðu enga ef suðan er köld.
Kannski var ástæðan fyrir færslunni einfaldlega sú að stuða bjána eins og mig en það kemur bara í ljós.

Kveðja

Gunnar


hvar sagði ég kaldsuða :shock:

það sem ég meinti var nú bara að sjóða þetta ekki með meiri hita en þarf því að við vitum það nú báðir að ef þú hitar rörið svakalega þá ertu að veikja stálið og gera það stökkt........og þá brotnar rörið frekar í kringum suður

annars þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur, ég er vanur suðumaður og veit hvað ég er að gera en takk samt :)

ég lærði allavegna að köld suða er það sem maður vill helst ekki fá, köld suða nær engu innbrenslu í efnið og þar að leiðundum er mjög einfald að brjóta hana í sundur

sama og ég sagði honum en takk samt.


Ha Rétt yfir hálfu tonni????
Miðaðvið  rörafarganið, veggþigt röra og stærð farartækisins þá verðu þetta varla undir 1100 1200 kíló.
Já ég er vanur að smíða Buggy bíla.
Kv Teddi. Rörabílasmiður.


ég er búinn með búrið félagi og það er rétt yfir 300kg...........helduru virkilega að 1600 möxdu mótor með krami og dóti  sé 7-900kg? ertu á lyfjum :lol:

hann verður einhversstaðar á milli 500 og 600 kg líklegast án farþegar en hann verður mældur aftur með vigt þegar ég er búinn að setja allt á hann sem á að vera

já........ég er líka byrjaður að raða saman krami í hann, mun standa í hjólin á morgun og settur mótor í, drifskaft tengt, sæti sett í og byrjað að setja stýri, pedala og annað slíkt í hann

gangsetning er ennþá áætluð um mánaðarmót nema eitthvað óvænt gerist :mrgreen:


Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #15 on: February 24, 2011, 19:03:47 »
en..........núna er update, grindin er búin og ég er byrjaður að púsla, styttist í að ég fari út að keira
























og þarna er marel viktin sem slippurinn lánaði okkur góðfúslega og þeir fá props fyrir það.....líka fyrir að ætla að lána okkur hana aftur, þarna fer ekkert á milli mála að grindin skítlétt miðað við tveggja sæta buggy :beer

Offline Dakota

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 9
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #16 on: February 24, 2011, 22:14:51 »
þetta ætti að kallast pípuorgelið miðað við röramagnið í þessu
Jón Jóns

Offline biturk

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 27
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #17 on: February 24, 2011, 22:19:22 »
þetta ætti að kallast pípuorgelið miðað við röramagnið í þessu

ég ætlaði reindar að kalla hann budget buggy þar sem heildarkostnaður af honum stendur í um 30þús krónum :-"

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #18 on: February 24, 2011, 23:25:05 »
mér sýnist að það hefði verið betra að fleygja gömlu rörunum og sjóða allt uppá nýtt þar sem ég rak augun í að það er nú ekki fallegur suðustrengur á nokkrum stöðum á gömlu rörunum.

t.d.
þessi samsketti.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00624.jpg

er einhver stuðningur þarna í botninum , hægri frá dekkinu? , mér sýnist að rör ná ekki saman heldur eru tvö rör soðin saman utan á L-bitann.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00636.jpg

sést kannski betur hérna það sem ég er að reyna koma útúr mér , ég tel að þetta á eftir að gefa sig einmitt þarna á milli vélar og farþegarými við harkalega lendingu eða þegar við inngjöf.
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/Buggy/DSC00633.jpg
http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/DSC00449.jpg

annars er þetta þitt líf og ég ætti ekki að vera skipta mér af  :neutral:
« Last Edit: February 24, 2011, 23:34:37 by Racer »
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: mazda 323 4x4 Buggy
« Reply #19 on: February 25, 2011, 09:29:09 »
HA HA HA HA Biturk Þú ert snillingur. Þetta er frábært Það er altaf gaman að sjá svona framkvæmdargleði. Verst að það skuli ekki vera nein skynsemi í henni. Þetta er skólarbókardæmi um hvernig ekki á að gera hlutina. Vonandi verður næsti bíll meiri svona græja. Þú kemur öruglega til með að smíða annan Þar sem þú er auðsjáanlega orkkubolti.
JáJá fínar töflur sem maður fær hjá lækkninum. Þú ætti enndilega að fá þér nokkrar.
Kv.Teddi Buggy kall.