Author Topic: "Musclecar Deildin"  (Read 8588 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #20 on: January 11, 2011, 23:15:03 »
Það er verið að tala um að hafa nýrri muscle cars líka, Dodge Viper V10 er klárlega einn af þeim.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline kcomet

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 109
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #21 on: January 14, 2011, 17:12:16 »
 Var að vonast til að þetta væri fyrir  gömlu bílana.  Ekki ætla ég að fara setja út á þá nýu , mjög flottir bílar.
Nostalgian er í kringum þá gömlu, sama hvað hver segir.. svo ættum við að kalla þetta KAGGA bíla eða eitthvað annað,ekki Mc bíla. Fæstir þessir rúntara eru MUSCLE cars.   Svo er spurningin hvað er gamall bíll, eða ekki gamall bíll.   :roll:
   Svo er kannske hægt að tvískipta þessu eitthvð...Annars var þetta bara mín hugleiðing
                                                             
                                                      kv. k.comet
Kristinn Sigurðsson

Caliente 1965
Concours 1977

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #22 on: January 17, 2011, 14:45:44 »
Er ekki einhver með góða hugmynd að logoi fyrir deildina? Það væri gaman að fá einhverja snillinga í Photoshop til að koma með hugmyndir og kynna á fundinum?  8-)

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline AlexanderH

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
  • Don't Fuck With Another Man's Vehicle!
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #23 on: February 14, 2011, 03:55:10 »
En til dæmis Malibuinn minn og Councorsinn hjá Kidda hljóta nú að detta falla undir þennan hóp?
Kv, Alexander Harrason

Chevrolet Malibu 1979
Chevrolet Van G30 1983

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #24 on: February 14, 2011, 13:16:28 »
En til dæmis Malibuinn minn og Councorsinn hjá Kidda hljóta nú að detta falla undir þennan hóp?

"Sælir félagar,

Þetta var fínn  fundur sem lofar góðu með framhaldið. Ákveðið var að þetta  yrði fyrir alla ameríska v8 bíla gamla og nýja. Nafn deildarinnar verður „ Muscle Car“  til heiðurs grasrótinni sem stofnaði  KK.
Rætt var um tengja sérstaklega þessa deild við þrjár uppákomur KK þ.e. Muscle-car-daginn bílasýningu KK   17. Júní  i Hafnarfirði og svo t.d kvikmyndasýningu í einhverju bíóhúsana með rúnti á eftir.

Tilgangur deildarinnar er að hittast og hafa gaman af bílunum og góðum félagsskap, ásamt því að efla starfssemi KK. Engin fastákveðin dagsskrá var gerð, fólk vill hafa þetta  einfalt og sveigjanlegt, nota góðviðrisdaga  og  góðar hugmyndir sem fram kunna að koma.
Beinagrind af tilhögun deildarinnar er samt orðin mótuð en hún er sú að hittast a.m.k  tvisvar í mánuði  á sumrin og þá helst  á laugardegi  /kvöldi og að deildin hittist á almennum félagsfundi einu sinni  í mánuði yfir vetrartíman. Örugglega  á ýmislegt samt eftir að breytast eftir því sem starfsemin þróast.

Til að gerast meðlimur deildarinnar þarf að gerast félagi í KK fyrir 4000kr (7000kr silfur) eða (15.000kr Gull) bara eftir hvað hentar hverjum og einum . Óhætt  er að fullyrða að aðstaða KK bíður uppá  skemmtilega möguleika sem ekki eru til annars staðar fyrir svona deild.
Ákveðið var að forvígismenn deildarinnar fyrsta árið yrðu Sigurjón Andersen,  Magnús Sigurðsson og Gunnar M. Ólafsson.
Þökkum sérstaklega þeim sem mættu á stofnfundinn  og bjóðum  væntanlega félaga innilega velkomna.

Stjórn KK."

PS. Næsti hittingur „ Muscle Car“  verður auglýstur á spjallinu undir „ Muscle car og rúnturinn“.