Sælir félagar.
Þar sem nú stendur fyrir dyrum að vekja upp "Muscle car deildina" innan KK, þá langaði mig að setja hér inn nokkra punkta.
Hann Gunnar Ólafsson "GTO" spurði mig núna fyrir stuttu síðan hvort ég væri til í að endurvekja þessa hugmynd og að sjálfsögðu var ég til í það.
Þegar þessi hugmynd kom fram fyrst árið 2004 þá var hugmyndin að hafa þetta klúbb fyrir áhugamenn og eigendur að gömlu Amerísku bílunum sem eru frá hinu eina sanna "muscle car" tímabili sem almennt er talað um að sé frá og með 1964 til og með 1974.
Sem sagt 10 ár þar sem bílar voru framleiddir með stórar og togmiklar vélar í USA, þessir bílar voru þá sérstaklega hugsaðir til spyrnuaksturs.
Þar sem tiltölulega fáir "muscle car" bílar voru framleiddir hjá hverjum framleiðanda miðað við heildarfjölda framleiddra bíla, þá hafa menn verið í því að "búa til" og/eða "klóna" slíka bíla og er það almennt viðurkennt sem góð leið til að verða sér úti um illfáanlegt tæki.
Síðan er það bara spurning hvað þú vilt ganga langt.
Það er hægt að "klóna" bíl og ef það er vel gert þá eru slíkir bílar orðnir í sama verðflokki og "original" bíll.
Þá geta menn smíðað bíl eftir eigin höfði, það er tekið 6 strokka bíl sett í hann 8 strokka vél og þá á ég við vél sem að hver og einn hefur áhuga á síðan tekið bílinn og sprautað hann eftir eigin hugmyndum og gert það sem viðkomandi hefur áhuga á útlitslega.
Flestir Amerískir bílar frá þessum árum voru að mestu hannaðir af eigendum sínum ef svo má að orði komast, en það er vegna þess að úrval aukahluta, mótorar, gírkassar, hásingar osf..... var svo mikið að listinn var margar blaðsíður fyrir hvern bíl og það sama er hægt að segja um útlit og innréttingar þar sem gríðarlegt val var um liti, grafík, og efni.
Þannig að þeir sem eru að gera upp bíla geta einfaldlega fylgt sinni eigin uppskrift og bíllinn verður ekki síðri "muscle car" en hver annar.
(Skilgreining á muscle car:
http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml )
Þá er komin upp önnur spurning og hún er: Hvað með yngri Ameríska bíla?
Það er kannski ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en eftir árið 1980 fóru GM og Ford að framleiða bíla sem oft hafa verið kallaðir "Modern Muscle" og í dag er ekki hægt að horfa fram hjá því að nýir bílar svo sem "Camaro", "Challenger" og "Mustang" eru með hestaflatölu sem er yfir 400 hestöfl.
Ef við skoðum söguna þá áttu til að mynda hvorki "Ford/Mercury", "Pontiac" eða "AMC" vélar sem skráðar voru yfir 400 hestöfl.
"Oldsmobile" átti eina 400 hestafla (455cid Rocket), "Chevrolet" var með LS6 454cid skráð 450 hestöfl, "Buick" var með 455cid "Stage I" sem skráð var 425 hestöfl, síðan er "Chrysler" með 426cid "Hemi" sem skráð er 425 hestöfl (þarna er ég að tala um fjöldaframleiddar vélar).
Sú vél frá "Pontiac" með hæstu hestaflatöluna (sem ég fann skráða) var 370 hestöfl og það var 400cid "Ram Air IV", frá "Ford/Mercury" er það "BOSS" 429cid og 429cid SCJ sem skráðar eru 375 hestöfl og AMC er með 390cid vélina skráða hæst í 345 hestöfl, ég tek það aftur fram að þarna er um að ræða tölur sem ég fann á netinu og eru yfir fjöldaframleiddar vélar.
En af ofanrituðu má sjá að þær vélar sem eru að koma í bílum í dag og hafa verið að koma í Amerískum bílum í þó nokkur ár eru með hærri hestaflatölur en gömlu "muscle" vélarnar, þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort að þessir nútíma Amerísku "muscle" bílar eigi ekki heima í þessari deild líka?
É skil hins vegar þá sem vilja halda í þá stemmingu sem er í kringum gömlu bílana og hún mun svo sannarleg verða til staðar í þeim uppákomum sem verða á vegum deildarinnar en talað er um að deildin muni sjá um einhverjar uppákomur svo sem sumarmót og þá "muscle car " keppnir og annað sem að mönnum kann að detta í hug.
Það er síðan alltaf spurning um að taka einhverja rúnta í bæinn, en hugmyndin er að vera ekki með neina fasta rúntdaga heldur að spila þetta af fingrum fram og eftir veðri.
Síðan verður að benda á þá aðstöðu sem deildin verður með en það er að sjálfsögðu aðstaða Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði.
Þar er mjög flott félagsheimili með allri aðstöðu og síðan brautin og "pittsvæðið" sem er hægt að nota mjög mikið fyrir hverskonar uppákomur, enda bara stórt bílatæði.
Það er varla hægt að hugsa sér betri aðstöðu fyrir bílaáhugamenn en er komin upp á svæðinu hjá KK og okkur finnst að við verðum að nýta hana betur og þess vegna verður "Muscle car deildin" frábær viðbót við flóruna.
Eins og ég skrifaði hér að ofan þá erum við að vekja upp gamalt félag sem á eftir að endurskilgreina og setja því markmið, en svona í hnotskurn er þessi deild fyrir Ameríska V8 bíla, eigendur þeirra og áhugamenn um slíka bíla og þann "kúltúr" sem er í kring um þá.
Við munum auglýsa "endurreisnarfundinn" sem í raun er stofnfundur fyrir þessa deild hér á spjallinu mjög fljótlega og þar verður valið endanlegt nafn á deildina, þar sem "Muscle car deildin" er aðeins vinnuheiti.
Og síðan má benda á það að þessi korkur hér á spjallinu er orðinn opinber korkur fyrir þessa deild auk rúntara.
Endilega komið með "komment" um hvernig ykkur finnst þessi hugmynd, það eru jú þið sem eigið að móta þetta með okkur.
Kv.
Hálfdán.