Author Topic: "Musclecar Deildin"  (Read 8583 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
"Musclecar Deildin"
« on: January 03, 2011, 17:24:17 »
Sælir félagar. :)

Þar sem nú stendur fyrir dyrum að vekja upp "Muscle car deildina" innan KK, þá langaði mig að setja hér inn nokkra punkta.
Hann Gunnar Ólafsson "GTO" spurði mig núna fyrir stuttu síðan hvort ég væri til í að endurvekja þessa hugmynd og að sjálfsögðu var ég til í það.
Þegar þessi hugmynd kom fram fyrst árið 2004 þá var hugmyndin að hafa þetta klúbb fyrir áhugamenn og eigendur að gömlu Amerísku bílunum sem eru frá hinu eina sanna "muscle car" tímabili sem almennt er talað um að sé frá og með 1964 til og með 1974.
Sem sagt 10 ár þar sem bílar voru framleiddir með stórar og togmiklar vélar í USA,  þessir bílar voru þá sérstaklega hugsaðir til spyrnuaksturs.
Þar sem tiltölulega fáir "muscle car"  bílar voru framleiddir hjá hverjum framleiðanda miðað við heildarfjölda framleiddra bíla, þá hafa menn verið í því að "búa til" og/eða "klóna" slíka bíla og er það almennt viðurkennt sem góð leið til að verða sér úti um illfáanlegt tæki.
Síðan er það bara spurning hvað þú vilt ganga langt.
Það er hægt að "klóna" bíl og ef það er vel gert þá eru slíkir bílar orðnir í sama verðflokki og "original" bíll.
Þá geta menn smíðað bíl eftir eigin höfði, það er tekið 6 strokka bíl sett í hann 8 strokka vél og þá á ég við vél sem að hver og einn hefur áhuga á síðan tekið bílinn og sprautað hann eftir eigin hugmyndum og gert það sem viðkomandi hefur áhuga á útlitslega.
Flestir Amerískir bílar frá þessum árum voru að mestu hannaðir af eigendum sínum ef svo má að orði komast, en það er vegna þess að úrval aukahluta, mótorar, gírkassar, hásingar osf..... var svo mikið að listinn var margar blaðsíður fyrir hvern bíl og það sama er hægt að segja um útlit og innréttingar þar sem gríðarlegt val var um liti, grafík, og efni.
Þannig að þeir sem eru að gera upp bíla geta einfaldlega fylgt sinni eigin uppskrift og bíllinn verður ekki síðri "muscle car" en hver annar.
(Skilgreining á muscle car:  http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml )


Þá er komin upp önnur  spurning og hún er:  Hvað með yngri Ameríska bíla?
Það er kannski ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en eftir árið 1980 fóru GM og Ford að framleiða bíla sem oft hafa verið kallaðir "Modern Muscle" og í dag er ekki hægt að horfa fram hjá því að nýir bílar svo sem "Camaro", "Challenger" og "Mustang" eru með hestaflatölu sem er yfir 400 hestöfl.
Ef við skoðum söguna þá áttu til að mynda hvorki "Ford/Mercury", "Pontiac" eða "AMC" vélar sem skráðar voru yfir 400 hestöfl.
"Oldsmobile" átti eina 400 hestafla (455cid Rocket), "Chevrolet" var með LS6 454cid skráð 450 hestöfl, "Buick" var með 455cid "Stage I" sem skráð var 425 hestöfl, síðan er "Chrysler" með 426cid "Hemi" sem skráð er 425 hestöfl (þarna er ég að tala um fjöldaframleiddar vélar).
Sú vél frá "Pontiac" með hæstu hestaflatöluna (sem ég fann skráða) var 370 hestöfl og það var 400cid "Ram Air IV", frá "Ford/Mercury" er það "BOSS" 429cid og 429cid SCJ sem skráðar eru 375 hestöfl og AMC er með 390cid vélina skráða hæst í 345 hestöfl, ég tek það aftur fram að þarna er um að ræða tölur sem ég fann á netinu og eru yfir fjöldaframleiddar vélar.

En af ofanrituðu má sjá að þær vélar sem eru að koma í bílum í dag og hafa verið að koma í Amerískum bílum í þó nokkur ár eru með hærri hestaflatölur en gömlu "muscle" vélarnar, þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort að þessir nútíma Amerísku "muscle" bílar eigi ekki heima í þessari deild líka?

É skil hins vegar þá sem vilja halda í þá stemmingu sem er í kringum gömlu bílana og hún mun svo sannarleg verða til staðar í þeim uppákomum sem verða á vegum deildarinnar en talað er um að deildin muni sjá um einhverjar uppákomur svo sem sumarmót og þá "muscle car " keppnir og annað sem að mönnum kann að detta í hug.
Það er síðan alltaf spurning um að taka einhverja rúnta í bæinn, en hugmyndin er að vera ekki með neina fasta rúntdaga heldur að spila þetta af fingrum fram og eftir veðri.
Síðan verður að benda á þá aðstöðu sem deildin verður með en það er að sjálfsögðu aðstaða Kvartmíluklúbbsins við Álfhellu í Hafnarfirði.
Þar er mjög flott félagsheimili með allri aðstöðu og síðan brautin og "pittsvæðið" sem er hægt að nota mjög mikið fyrir hverskonar uppákomur, enda bara stórt bílatæði.
Það er varla hægt að hugsa sér betri aðstöðu fyrir bílaáhugamenn en er komin upp á svæðinu hjá KK og okkur finnst að við verðum að nýta hana betur og þess vegna verður "Muscle car deildin" frábær viðbót við flóruna.

Eins og ég skrifaði hér að ofan þá erum við að vekja upp gamalt félag sem á eftir að endurskilgreina og setja því markmið, en svona í hnotskurn er þessi deild fyrir Ameríska V8 bíla, eigendur þeirra og áhugamenn um slíka bíla og þann "kúltúr" sem er í kring um þá.

Við munum auglýsa "endurreisnarfundinn" sem í raun er stofnfundur fyrir þessa deild hér á spjallinu mjög fljótlega og þar verður valið endanlegt nafn á deildina, þar sem "Muscle car deildin" er aðeins vinnuheiti.

Og síðan má benda á það að þessi korkur hér á spjallinu er orðinn opinber korkur fyrir þessa deild auk rúntara.

Endilega komið með "komment"  um hvernig ykkur finnst þessi hugmynd, það eru jú þið sem eigið að móta þetta með okkur.

Kv.
Hálfdán.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #1 on: January 03, 2011, 21:37:49 »
Það er ekki spurning, um að gera að hleypa "Modern Muscle Cars" í þetta líka.  8-)

Þetta verður bara gaman, og ég hvet alla sem eiga slíka bíla, og sem lesa þetta, en skrifa sjaldan á netið, að gera bílana klára fyrir næsta sumar.  :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #2 on: January 04, 2011, 00:54:45 »
Sammála nýrri bílarnir eiga vel heima þarna líka enda yfirleitt menn með sameiginlega dellu sama hvort þeir eru á eldri eða modern muscle.  8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline S.Andersen

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #3 on: January 04, 2011, 14:03:28 »
Sælir félagar.

Ég veit ekki hvort Hálfdán hafi eithvað misskilið þetta eða ég.þegar við vorum að vinna í þessu 2004 þá var hugsunin að
stofna MC deild innan KK fyrir alla sem væru með götubíla hvaða tegund eða árgerð þeir væru.Þessi deild er raunvörulega til ennþá
og held ég að við þurfum bara að hugsa hvernig við viljum hafa hana núna 2011.Þeir sem komu að þessu þarna 2004 voru ekki tilbúnir að vinna í þessu með okkur og klufu sig út úr þessu og stofnuðu annan klúbb.
Ég get ekki annað séð á skrifum þínum Hálfdán að þú sért með það í huga að stofna nýjan klúbb,ef svo er þá verð ég ekki með í því.
Í svona deild er ekki mikið umstang og vesen og þarf ekki sér stjórn í hana.Það er bara til að flækja málin í KK og ÍSÍ.
Þetta er nokkuð sem við verðum að ræða og fá á hreint.........??????

Kv.S.A.

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #4 on: January 04, 2011, 14:29:07 »
Sælir félagar. :)

Sæll sértu Sigurjón.
Nei þetta er sama hugmyndin og var hjá okkur 2004 en það er spurning um breyttar áherslur, og það er einmitt það sem ég er að fiska eftir með þessum pósti, hvað menn vilja.
Þetta er eftir sem áður deild innan KK og það kom aldrei annað til greina.

Spuningin með svona er hvað það er sem menn vilja og hvað vantar, þetta þarf að sameina á einhvern hátt og hvað er betra en að fá "komment" og hugmyndir frá þeim sem langa að vera með í þessu. :idea:

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline S.Andersen

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #5 on: January 04, 2011, 15:18:09 »
Sæll Hálfdán og aðrir félagar.

Þá er það komið á hreint.Þarf samt að ræða þetta betur, en mér finnst þetta verða að vera opið fyrir
öllum svona götugræjum og áhugamönnum um götubíla (götubíll er stórt hugtak).Þetta á örugglega eftir að stækka klúbbin okkar
verulega.
Spurning hvort þessi deild megi heita Götubíla-deild KK eða eithvað í þá veruna.Annars er MC-deild KK bara gott.

Kv.S.A.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #6 on: January 04, 2011, 16:52:56 »
Sælir,

Þetta er frábært dæmi að ræsa aftur MC deildina og ég held að hún ætti einmitt bara heita og vera það, Muscle Car deild nýjir eða gamlir breytir engu.

Ég held að það sé lykilatriði að hafa þetta einfalt og skemmtilegt, ekki flækja þetta neitt, einfaldlega MC-deild innan Kvartmíluklúbbsins
og menn gerast bara meðlimir og mæta og hafa gaman af án annara skulbindinga þá verður þetta gríðarlega skemmtilegt.  8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #7 on: January 04, 2011, 20:23:10 »
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline Guðfinnur

  • In the pit
  • **
  • Posts: 93
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #8 on: January 04, 2011, 21:52:33 »

Þar sem ég var að fá mér minn fyrsta muscle car fagna ég stofnun þessarar deildar.
Bara spennandi að sjá hvernig málin þróast :)

Kv Guðfinnur
Guðfinnur Eiríksson  http://www.flickr.com/photos/gudfinnur/
                      http://www.flickr.com/groups/1095307@N20/
Trans Am 1977

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #9 on: January 04, 2011, 21:55:20 »
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?

Sæll,

Þetta er stílað á USA muscle cars v8 græjur, það er þó ekkert sem bannar að það sé önnur deild stofnuð, sport compact t.d eins og tíðkast víða.  :)

Kv.Frikki
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SMJ

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 247
  • Keep smiling and you will end up happy....
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #10 on: January 04, 2011, 22:54:56 »
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?

Sæll,

Þetta er stílað á USA muscle cars v8 græjur, það er þó ekkert sem bannar að það sé önnur deild stofnuð, sport compact t.d eins og tíðkast víða.  :)

Kv.Frikki

Ok, ég spurði nú bara, því í umræðunni var minnst á að þetta gæti "verið opið fyrir
öllum svona götugræjum og áhugamönnum um götubíla (götubíll er stórt hugtak)" sem ég er alveg sammála.
En auðvitað er orðið "Muscle car" vel skilgreint, þannig að það fer ekkert á milli mála.

Annars fer að vanta svona deild fyrir bíla eins og minn (Ford Sierra RS Cosworth), en Sport Compact er gjarnan notað fyrir FWD og AWD bílanna.

B.k.,
sigurjon
Með kveðju,
Sigurjón M. Jóhannsson
Triumph Spitfire Mk3 1968 "MegaBusa"

1986 Ford Sierra Cosworth: 12.434 @ 108.897 MPH

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #11 on: January 04, 2011, 23:21:19 »
Sælir félagar. :)

Sæll Sigurjón.

Það er eins og Frikki skrifar hér að ofan aðallega verið að stíla inn á Ameríku bílana, en það eru samt allar hugmyndir vel þegnar og engum verður bannað að mæta!

Svo að ég vitni aftur í Frikka þá var það upphaflega hugmyndin að þeir sem væru með "sport compact/pro compact" bíla eða þá sem kaninn kallar "Import" myndu stofna með sér deild utan um þá bíla, en það er allt opið og til þess er þessi þráður að fá hugmyndir og viðbrögð.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #12 on: January 04, 2011, 23:43:22 »
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?

Sæll,

Þetta er stílað á USA muscle cars v8 græjur, það er þó ekkert sem bannar að það sé önnur deild stofnuð, sport compact t.d eins og tíðkast víða.  :)

Kv.Frikki

AMERÍSKIR KAGGAR það er málið sem þettað snýst um !  :D
« Last Edit: January 04, 2011, 23:45:11 by Trans Am »

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #13 on: January 05, 2011, 00:51:37 »
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?

Sæll,

Þetta er stílað á USA muscle cars v8 græjur, það er þó ekkert sem bannar að það sé önnur deild stofnuð, sport compact t.d eins og tíðkast víða.  :)

Kv.Frikki

AMERÍSKIR KAGGAR það er málið sem þettað snýst um !  :D

Ég er sammála Gunna, gamlir sem nýir.  8-)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #14 on: January 06, 2011, 02:57:20 »
Ég persónulega sé ekkert að því að leyfa V-6 í MC þar sem bílaflóran er ekki svo gríðarlega mikil.
Um að hafa þetta opið fyrir ameríska bíla nýja sem gamla.
Það er ekki að virka á þessu landi að stofna margar deildir fyrir hinar og þessar týpur af amerískum bílum.
Annars þá er þetta bara mín skoðun.  :smt023
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #15 on: January 08, 2011, 14:58:31 »
Ég persónulega sé ekkert að því að leyfa V-6 í MC þar sem bílaflóran er ekki svo gríðarlega mikil.
Um að hafa þetta opið fyrir ameríska bíla nýja sem gamla.
Það er ekki að virka á þessu landi að stofna margar deildir fyrir hinar og þessar týpur af amerískum bílum.
Annars þá er þetta bara mín skoðun.  :smt023

Allir hafa rétt á sinni skoðun en "soundið" í v6 mun ekki passa inn í þennan hóp!!!

Offline kjh

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #16 on: January 08, 2011, 21:35:06 »
Gamlir sem nýjir fær mitt vote, muscle car er muscle car, sama hvað hann er gamall :)
Kjartan Hansson
1966 Ford Mustang V8 - 302
2005 Ford Mustang GT Premium - Seldur

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #17 on: January 08, 2011, 23:16:51 »
Gamlir sem nýjir fær mitt vote, muscle car er muscle car, sama hvað hann er gamall :)

Akkúrat málið  8-)

Offline Gunnar S Kristjásson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 211
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #18 on: January 09, 2011, 01:52:47 »
ekkert annað en V8 og V10

2-3-4-5-6 geta farið í annan hóp

þetta er mín skoðun,

Kv GSK

Offline Dragster 350

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 156
    • View Profile
Re: "Musclecar Deildin"
« Reply #19 on: January 11, 2011, 21:29:24 »
Voru V10 vélar í Musculecar 64-74 .?
Edvard Ágúst Ernstsson

Sími: 6632572