Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Camaro 86

<< < (9/11) > >>

318:

--- Quote from: Racer on March 01, 2011, 15:42:23 ---Markús fáðu þér bara morð spaða framan á kvikindið (spaði sem tengist við sveifarásin) , held að hann sé til þarna hjá Árna ennþá.. mátt eiga hann ef hann finnst þarna :)

sleppa þessu rafmagnskjaftæði :)

--- End quote ---
hmm já það væri kanski ekki slæm hugmynd, hann myndi sennilega kæla sig betur svoleiðis er það ekki? og það vill svo til að ég á plastdraslið í gringum fyrir þannig spaða, ég kíki til Árna og sé hvort við finnum þetta ekki  :D

aðal vandamálið núna er samt að koma skiptingunni í nothæft ástand: ef ég set hann í drive eða bara hvaða gír sem er og stend á bremsunni þá reynir hann bara að æða af stað og drepur á sér ](*,) einnig skifptir hann sér rosalega hratt upp hann er strax kominn í 3ja þrepið á 1500 rpm og skiptingarnar eru voðalega mjúkar maður finnur varla fyrir þeim, síðan þegar ég bremsa þá í staðin fyrir að gíra niður þá drepur hann bara á sér . Þetta með hröðu uppgírunina hljómar eins og pickbarkinn sé vanstilltur en ég er nýbúinn að skipta um hann og stilla, einstökusinnum þá er hægt að hafa hann í gír og standa á bremsunni án þess að hann drepi á sér. ég er orðinn ágætlega pirraður á þessu. eitthver hlýtur að hafa eitthverja hugmynd umn hvað þetta getur verið :s

Nonni:
Og þú ert viss um að hann sé rétt stilltur?  TH700 er mjög viðkvæm fyrir því.  Er orginal túrbína í skiptingunni?  Það að hann skipti sér fljótt upp og sé strax kominn alla leið hljómar eins og "laus" túrbína.  Er ekki rétt magn af vökva á skiptingunni?

318:
ég er nokkuð viss um hann sé réttur þegar ég fékk bílinn bar barkinn ekki tengdur og ég héllt að það væri ástæðan en eftir að hafa tengt hann og stillt þá finn ég engann mun. ég veit ekki betur en að Það sé original túrbína og rétt magn af vökva, hvað meinaru með "laus"? en myndi vanstilltur pic barki, eða vitlasut vökvamagn valda því að hann reynir að rjúka strax af stað og drepur á sér ef maður er á bremsunni?

Nonni:

--- Quote from: KrúsiCamaro on March 01, 2011, 21:55:27 ---ég er nokkuð viss um hann sé réttur þegar ég fékk bílinn bar barkinn ekki tengdur og ég héllt að það væri ástæðan en eftir að hafa tengt hann og stillt þá finn ég engann mun. ég veit ekki betur en að Það sé original túrbína og rétt magn af vökva, hvað meinaru með "laus"? en myndi vanstilltur pic barki, eða vitlasut vökvamagn valda því að hann reynir að rjúka strax af stað og drepur á sér ef maður er á bremsunni?


--- End quote ---

Ég er enginn skiptingasérfræðingur þannig að mínar pælingar eru bara ágiskanir. 

Túrbínur eru mjög mismunandi, ef hún er það sem kallað er laus (skv. skiptingarsérfræðing sem ég talaði einhverntíma við) þá skiptir hún almennt mjúkt (sem  passar ekki við þína) og er enga stund að fljúga í gegnum alla gírana.

Vökvamagnið eitt veldur ekki þessum einkennum (að ég held) en það er alltaf best að fara í gegnum einfölldustu hlutina fyrst, ef þeir eru allir í lagi þá verður að kafa dýpra.  Ef þú værir með TH350 þá myndi ég giska á vacum leka (losnaði einu sinni hjá mér vacum slanga af TH350 og þá skipti hún svona) en ef þú ert með TH700 (sem þú ert örugglega með, nema hafi verið skipt um skiptingu) þá skiptir vacum engu máli.

Væri ekki ráð að ræða við Einar Gunnlaugs (Horny performance) eða Ljónstaðabræður, færð örugglega réttar upplýsingar og þeir vita þá hvernig best er að leysa það.

318:
já ég er með th 700 ég held ég hringi bara á ljónstaði :wink:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version