Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro 86
318:
Jæja það er aðeins búið að vera að brasa í þessum undanfarið ég byrjaði á að sækja númerin og fara með hann í skoðun. Þar fékk ég ágætann lista af atriðum og fallegann horgrænann miða á plöturnar. En núna er ég að verða búinn að laga það allt, stefnuljósin eru núna kominn í 100% lag svo er ég búinn að skipta um bremsurörin aftur að hásingu og útí hjól og panta beltismóttakara sem mig vantaði til þess að geta sett aftursætin í og fleira smádót í innréttinguna. svo komst ég að þeirri niðurstöðu varðandi það að hann var að drepa á sér þegar hann er settur í drive. skiptingin er í fínu lagi, eitthver fyrri eigandi setti í hann heitari ás og tölvan vill ekki samþykkja hann þessvegna getur hann ekki haldið jöfnum lausagangi og drepur alltaf á sér. ég fór með hann í mótorstillingu og þeir sögðu að það væri engin leið að láta þetta virka svona nema með réttum ás eða þá að finna tölvu sem myndi virka fyrir þetta. þetta er orðið eiginlega það eina sem ég þarf að laga til þess að hann verði góður. ég vill spyrja ykkur álits á þessu. reyna að finna réttann ás? eða reyna að finna tölvu sem myndi virka? hvað á ég að gera :-k
á leiðinni í bæinn í mótorstillingu
kominn í bæinn stórslysalaust
síðan tókst honum að keyra heim undir eigin vélarafli rúmlega 100km
og svo ein af bílastæðinu heima sem ég er bara orðinn nokkuð sáttur með :mrgreen:
Belair:
Kowalski:
Sá þig á Selfossi í gær. Flottur Camaro. 8-)
318:
--- Quote from: Kowalski on April 08, 2011, 20:47:49 ---Sá þig á Selfossi í gær. Flottur Camaro. 8-)
--- End quote ---
takk fyrir :D hvar sástu mig?
Kowalski:
Við pylsuvagninn þarna hjá brúnni.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version