Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro 86
Nonni:
--- Quote from: KrúsiCamaro on February 26, 2011, 13:31:07 ---...Svo er það viftan..núna er hún tengt og fer í gang þegar bíllinn fer í gang og slekkur á sér þegar drepið er á en hún er slekkur ekki á sér við ákveðið hitastig og kveikir síðan aftur heldur er hún bara alltaf í gangi þegar bíllinn er í gangi :? veit eitthver afhverju það er eða er kanski allt í lagi að hafa hana bara svona?
--- End quote ---
Að öllum líkindum hefur hún verið tengd framhjá rofanum. Orginal rofinn setur vifturnar af stað við mjög hátt hitastig (líklegast um 220 F) en flestir vilja fá þær í gang fyrr. Það er hægt að fá snilldarstýringu í summit http://www.summitracing.com/parts/FLX-31165/ en ég setti svona í minn og þetta þrælvirkar. Ég tengdi reyndar líka rofa til að geta hent henni í gang handvirkt ef mig langar til.
318:
Nei ég tengdi hana sjálfur bara við original rofann eins og þetta á að vera. Ég er samt að spá í því að hafa þetta bara svona getur það nokkuð skaðað?
Nonni:
Það er greinilegt að rofinn er þá ekki að gera sitt. Rafmagnsviftur taka mikið rafmagn sem alternatorinn verður að framleiða (og það kostar orku frá vél). Viftur sem ganga að óþörfu eru því að valda óþörfu álagi á kerfið. Vifturnar hljóta að slitna fyrr og spurning hvort að alternatorinn ráði við þetta ásamt öllu öðru. Það er mjög mismunandi ástand alternatora í þessum bílum, fyrri eigandi hafði sett 63 amp í minn og ég mátti ekki setja afturrúðuhitarann í gang án þess að hleðslan dytti niður (skipti honum út fyrir 108 ampera) . En að öðru leit sé ég ekki að það sé stórmál.
318:
ég skil það var samt annað sem ég tók eftir. strax eftir að hann fór í gang og meðan hann var kaldur mældi ég vírinn sem kemur frá tölvunni og fer í vifturofann og það var straumur á þeim vír þó að bíllinn væri kaldur. mér finnst það benda til þess að tölvan sé eitthvað að rugla og haldi að bíllinn sé heitur og setji þessvegna viftuna í gang gæti verið eitthvað til í því?
jeepcj7:
Nonni þessi nemi fyrir viftuna hvar staðsettirðu hann eða réttara sagt hvar á maður að setja þennan nema?
http://www.summitracing.com/parts/FLX-31165/
Ég er með svona svipað dót með eins nema og veit bara ekki hvar ég á að setja hann,er hann bara "teipaður" við vatnskassahosu?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version