Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Dodge RAM 2500HD CTD !
Boggi:
Það er helvíti erfitt að neita svona góðu líffæraboði. Planið í vetur er að laga það ryð sem komið er í hann sem er mest ofan við framrúðu (eigum til heilan topp og gluggapósta) og heilmála. Það er ekki langt síðan hann var tekinn í gegn að innan og klæddur upp.
Helsta notkunin á bílnum í sumar hefur verið að drattast með 5.30 metra hjólhýsi um landið.... hann virðist varla vita af því og það er hlægilegt hvað hann eykur eyðsluna lítið. :)
Hvers vegna ertu að færa mótorinn á milli bíla? Settirðu kramið í 1500 Ram með stuttum palli?
ÁrniVTI:
--- Quote from: Angelic0- on October 15, 2012, 01:47:31 ---Jæja, smá pistill hérna...
Það er allt komið saman, mótor er kominn ofan í bílinn, nýtt swinghjól, kúpling og pressa komið á og gírkassi og millikassi komið upp og á réttan stað...
Það sem að á eftir að gera fyrir veturinn svo að hægt sé að nota jeppann sem jeppa í vetur er eftirfarandi:
Breyta drifsköptum og setja í
Tíma inn olíuverkið
Setja Raptor eldsneytisdæluna í
Setja nýja vatnsdælu í og tengja vatnskassa
Tengja frá túrbínum að intercooler og frá intercooler að intake plenum
Setja alla vökva nýja á drif, kassa, millikassa, mótor og kælikerfi
Spenna greipar og vona að Dana60 og Dana44 haldi út veturinn
Það sem að þarf að gera aukalega fyrir sumarið / næsta kvartmíluseason er síðan:
Skipta um hásingar að framan og aftan, setja Dana 80 rörið úr 2500 bílnum að aftan og Dana 60 að framan
Skipta um fjaðrabúnað að framan og að aftan, þó að sennilega færi ég framfjöðrunina fljótlega þar sem að hann er FULL mjúkur að framan eins og er...
Setja N2O kerfi í eða Water-Meth
p.s.
Virðist nokkuð snyrtilegur og flottur hjá þér Jón Gísli... hlakka til að taka rönn ;)
--- End quote ---
Drifsköpt - CHECK
JHP:
--- Quote from: Boggi on October 15, 2012, 00:43:57 ---Djöfull er ég ánægður með þennan Cummins þráð. Það verður spennandi að sjá útkomuna á þessu!
Ég get ekki annað en skellt inn mynd af bíl gamla.
Dodge Power Ram 1990 sem var breytt mjög nýlegum í Ramcharger. Original Cummins og Gertrag 5 gíra kassi. Dana 60 framan og dana 70 aftan.
Það sem Cummins-inn kemur endalaust á óvart...
Kv. Boggi
--- End quote ---
Dótið á kerrunni hljómar mun betur :eek:
Hr.Cummins:
Svona lítur draslið út núna, Valdi Fab tók sig til og smíðaði afgasmillilegginn í kvöld og downpipe og lögn í strompana verður smíðuð á Mánudag/Þriðjudag, vonandi gangset ég á Miðvikudag...
Efri túrbínan er ekki komin á þarna (eins og sést á mynd, bara afgashús), compressor millileggurinn verður smíðaður í beinu framhaldi af downpipe og lögn+strompasysteminu...
Hérna er betri mynd;
Runner:
það verður ekkert sett í gang nema með mig á staðnum dreng djöfull það skaltu vita 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version