Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Dodge RAM 2500HD CTD !

(1/67) > >>

Hr.Cummins:
Þetta verður nú ábyggilega skotið niður strax hehehe, en ég ætla að setja þetta inn því að ég þykist ætla að setja einhverja met-tíma á brautinni ykkar á næsta ári ;)

Ég er með í smíðum Dodge RAM 2500HD, um er að ræða pallbíl sem að hefur fengið að vinna fyrir sínu alla sína ævi, en var fyrst notaður sem vinnubíll hjá einhverjum smið á Akureyri en er búinn að starfa ýmislegt síðan, m.a.s. sem bryggjurúntari hjá einhverri útgerð & so on...

Ég eignaðist þennan gæðing nokkrum dögum fyrir bíladaga, en hann var ætlaður sem dráttarbíll undir bílakerru svo að ég kæmist norður með BMW sem að ég á og ætlaði að nota í drift, svo brotnuðu fjaðrahengsli í honum og þá fór ég eitthvað að vinna í þessu og skoða þetta..

Það eina sem að virðist hafa hrjáð greyið voru þessi fjaðrahengsl en grindin er alveg óryðguð og það er lítið ryð í skrokknum annað en þetta venjulega í brettunum á þessum RAM gæjum..

Trukkurinn sem að er framleiddur 1995, en telst til árgerðar 1996 er ekinn 325.000km, var upprunalega keyptur í Canada en við þurfum ekkert að rekja söguna þangað.. á þessari árgerð Cummins véla var BOSCH P-7100 olíuverk sem að við nánari rannsókn reyndist vera ansi hamlað úr verksmiðju...

Umræddur trukkur virðist þó vera kraftmesta útgáfan af RAM, 235hö en venjulega var boðið uppá 160,180,210hö útgáfur, ég endaði á að skoða gaumgæfilega þessi mál og hvað væri hægt að gera til að auka aflið, en þá kom í ljós að það er mjög einfalt..

Þar sem að ég var með beinskiptan trukk með NV4500 gírkassa var þröskuldurinn 350hö, en þau var auðvelt að fá með því að breyta "eldsneytistakmarkaranum" í olíuverkinu eða svokölluðu (fuel plate) en ég bjó mér til CUSTOM plate #0, síðan slakaði ég á gorminum í AFC (Air Fuel Control) hausnum til að flýta fyrir uppspólun túrbínunnar (Spool) og vilja fróðir menn erlendis meina að með þessum breytingum (ásamt því að hafa breytt Holset HX35 í HX40 hybrid og lokað wastegate) ætti ég að vera nálægt 380-400whp... (hef mest séð 47psi boost, en ég er að leita að Borg Warner S300 serie, til að geta verið í 60psi c.a. án þess að vera með inntakshitann alveg í hámarki)

Við þetta brann kúplingin fljótt upp (eins og búið var að vara mig við) en ég fæ núna á mánudaginn South Bend 13125-OFEK kit sem að ætti að geta skilað mér í 500hö og ætti að henta í DRAG race (kvartmílu) auk DAILY driving... (Það eru ekki til TRANSFER SLED keppnir hér heima, svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því)

Eins og ég er búinn að "tjúna" þetta þá reykir hann ekki mikið, (eitthvað þó, þetta er Cummins)

hér er mynd af umræddu ökutæki, bara svona til að vera með... en er að vona að ég verði í lágum 14sek (passa mig að setja mér ekki of hátt markmið)

Ramcharger:
Það er ótrúlegt hvað er hægt að ná út úr Cumming's :shock:

Runner:
þetta verður flottur trukkur hjá þér  8-) ég er samt ekki búinn að gleima því þegar Læðan tók hann í nefið hahahahaha

Diesel Power:
Snilld,gaman að vita að það eru fleiri að eiga við Cummins-inn.Ef þú ætlar að fara að panta tune up hluti þá mæli ég með http://www.neweradiesel.com/ ég hef verslað við þá,það er frábært að eiga við þá. =D>

Hr.Cummins:
Ég var farinn að halda að ég væri einn :) hehehehe..

en ég sé í undirskriftinni hjá þér að þetta er 1500 bíll ?? er einhverstaðar þráður um þetta hjá þér og hvað ertu búinn að gera ???

hvaða árgerð ertu með (mótorinn) ?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version