Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Thunderbird Turbo 1988

(1/3) > >>

Guðmundur Björnsson:
 Hvað ætli hafi orðið um 1988 Thunderbird turbo bílinn sem Sveinn Egilsson hf flutti inn nýjan
og var til sýnis í nýjum sýningarsal inní Skeifuni, á þessum tíma :?:

Þessi vagn var hlaðinn dót s.s. leður,tölvufjöðrun og ég veit ekki hvað og hvað.

2.3 Turbo og beinskiftur 5gíra

Alveg eins vagn \:D/


Birdman:
Sæll rakst á þennan post, veit hann er gamall en langaði samt sem áður að svara honum.

Ég er eigandinn af þessum bíl, fékk hann loksins árið 2008.
Bíllinn hefur verið í geymslu síðan árið 2000 eða 2001.
Þarf að taka vélina í gegn, og tækla smá yfirborðsryð hér og þar, ekkert alvarlegt en samt leiðinlegt þetta er svona hér og þar, þyrfti eiginlega bara gera þetta almennilega og sandplása hann og heilsprauta.
Þetta átti að vera löngu komið á götuna.

Palmz:
gallarý þráð á bílin ?

Guðmundur Björnsson:
Gaman að heyra að hann sé á lífi og í þokkalegu standi.Hélt að hann væri ónýtur!!
Þetta er nú kannski ekki spennandi bíll fyrir marga enda bara 4cyl =;

Er hann ekki gull-litaður orginal?

Og já ég væri til í myndir :D

Birdman:
Jájá varðandi 4cyl vélina þá skaltu bara halda því commenti útaf fyrir sjálfan þig vinur;) ég á einn Thunderbird með V8 og mér finnst 4cyl Turbóinn skemmtilegri og einnig eyðir hann minna;)
Bíllinn er allur sundurtættur og á ég bara myndir af honum þannig.
En þetta eru rosalega vanmetnir bílar, en smekkur manna er misjafn:)
Ég er rosahrifin af þessum bílum, þarf ekki gera mikið og er ekki kostnaðarsamt til að fá skemmtilegt afl og eru ekki að eyða miklu, svo er fullt af skemmtilegum búnaði í þessum bíl.
Þessi bíll var rosa tæknifyrirbrygði á sínum tíma sérstaklega fyrir amerískan bíl að vera, enda voru þjóðverjar á ferð við hönnunina á þessum bíl.
1987 fékk hann titilinn car of the year, meðal annars var þetta fyrsti ameríski bíllinn sem kom með automatic ride control þá er semsagt rafstýrð fjöðrunin stýrð frá abs stjórnbox, stýris stjórnbox og vélarstjórnboxi, ef maður fer yfir 100km þá stífnar fjöðrunin einnig þegar það er tekið krappar beygjur eða bremsað snögglega síðan er takki sem maður getur haft þetta manual eða automatic.   
Ég á annan turbo bíl árg 1985.
Svo er ég með annan sömu árg og er 30th Anniversary Edition.

En hérna eru myndir: http://s729.photobucket.com/albums/ww296/david85tc/My%2088TC/

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version